Bændablaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. mars 201942 Hið árlega og þekkta Kvæg­ kongres var haldið á dögunum í Herning í Danmörku og venju samkvæmt var um blandaða ráðstefnu að ræða, þ.e. bæði aðalfund þarlendra kúabænda og svo fagþing dönsku naut­ griparæktarinnar. Það er alltaf jafn áhugavert að fylgjast með því sem er að gerast í Danmörku á sviði mjólkurframleiðslu og nau t­ gripa ræktar, enda leiða danskir kúabændur aðra evrópska kúa­ bændur þegar horft er til ýmissa atriða sem lúta að búskapnum s.s. varðandi bústærð, afurðasemi kúa, lágt sótspor (kolefnisfótspor) framleiðslunnar og svo mætti lengi telja. Setja sér skýr markmið Rétt eins og Landssamband kúabænda hefur gert hér á landi þá hafa danskir kúabændur markað sér skýra stefnu sem er bæði ætluð til skemmri og lengri tíma. Þetta kom m.a. fram í máli stjórnarformannsins og kúabóndans Christian Lund og framkvæmdastjóra sambandsins, hennar Idu Storm. Þau fóru yfir markmið samtakanna en sum þeirra eru skammtíma markmið þ.e. eiga að vera komin til framkvæmda innan tveggja ára, en önnur eru markmið sem tekur lengri tíma að ná. Stefna á 12 tonn eftir kúna Til skemmri tíma litið hefur stefnan verið sett á að meðalafurðir danskra kúa verði enn meiri en nú, en Holstein kýr í hefðbundinni mjólkurframleiðslu skila í dag um 11.400 kílóum af mjólk á ári. Markmiðið er að ná 12 tonna meðalnyt innan fárra ára en aðalhvatinn að því að auka nytina er lægra sótspor framleiðslunnar en því hærri sem meðalnytin er, því lægra er fótsporið á hvert framleitt kíló mjólkur. Sömu rök gilda um nautakjötsframleiðsluna en þar er stefnan sett á enn meiri daglegan vöxt gripa en nú er. Af öðrum markmiðum sem kalla má skammtímamarkmið er að berjast fyrir aukinni þátttöku ungs fólks í landbúnaði með því að gera kúabúskap áhugaverðari fyrir yngri kynslóðina. Ætla að draga úr sýklalyfjanotkun Sambandið hefur sett það sem markmið að draga úr notkun á sýklalyfjum í bæði mjólkur­ og kjötframleiðslu. Reyndar hefur sýklalyfjanotkun í mjólkurframleiðslu dregist saman um rúm 12% á síðustu tveimur árum í kjölfar átaks þar að lútandi í Danmörku en á sama tíma hefur sýklalyfjanotkun í nautakjötsframleiðslu aukist. Nú ætla þarlendir kúabændur að setja notkun sýklalyfja sérstaklega á oddinn og stefna að því að draga verulega úr notkuninni þó svo að notkun danskra kúabænda sé langtum minni en t.d. kúabænda sunnar í Evrópu, svo ekki sé nú talað um Asíu. „Aukin afköst er lausnin“ Í setningarræðu sinni lagði Christian Lund sérstaka áherslu á að danskir kúabændur yrðu að auka afköst sín enn frekar en nú er! Það er áhugavert að heyra enda eru engir bændur í heiminum í dag jafn afkastamiklir og hinir dönsku kúabændur, þegar horft er til framleiðslu á mjólk á hverja vinnustund. Uppgjör ráðgjafa miðstöðvar­ innar SEGES sýnir hins vegar að því meiri sem afköstin eru, því betri er efnahagur búanna og því eru bændurnir hvattir til þess að gera sitt til þess að auka meðalafurðir kúnna enn frekar og skoða allar færar leiðir til þess að draga úr vinnuþörf á búunum. Hann nefndi sem dæmi að með því að auka afköstin um 2% á hefðbundnum kúabúum í mjólkurframleiðslu þá myndu bændurnir ná betri afkomu en ef t.d. allur eignaskattur á land í Danmörku og skattar og gjöld á p löntu­ varnarefni yrðu afnumin. Staðan væri þó þannig að margir bændur horfðu hins vegar mikið á skattana og kostnaðinn við plöntuvarnar­ efn in , en spáðu etv. ekki nógu mikið í því hvernig þeir standa að framleiðslunni á búum sínum. Áhugaverð nálgun hjá formanninum. Hann tók þó skýrt fram að samtökin ætla áfram að berjast fyrir því að fella niður eignaskattinn á land og losa um álögur á plöntu­varnarefni, enda væri Danmörk með hærri álögur hvað þetta snertir en flest lönd í Evrópu. „Of mikið listrænt frelsi“ Christian benti á að í dag væri Á FAGLEGUM NÓTUMUTAN ÚR HEIMI Snorri Sigurðsson snsig@arlafoods.com Aukin matvælaframleiðsla á heimsvísu næstu árin Framleiðsla á landbúnaðarvörum og fiski mun aukast um 16 prósent frá árunum 2018 til 2027 samkvæmt áætlunum Efnahags­ og framfarastofnunar Evrópu og Matvæla­ og land­ búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Sé rýnt í skýrslu sem norska landbúnaðarráðuneytið sendi frá sér á dögunum um matvælaframleiðslu í heiminum má sjá að Kínverjar, sem eru vaxandi markaður, eru öflugir á mörgum sviðum þegar kemur að landbúnaði. Kínverjar eru stærstu fram­ leiðendur af fersku grænmeti í heiminum þar sem tómatar og kálframleiðsla eru mikilvægustu vörurnar. Þriðja stærsta útflutningsþjóð á grænmeti er Holland en fjórði stærsti framleiðandi á fersku grænmeti í heiminum er Tyrkland. Stærstu mjólkurframleiðendur í heiminum eru Indverjar en þeir nota langmestan hluta sjálfir og aðeins brotabrot af framleiðslunni er flutt út til nálægra landa. Á Nýja­Sjálandi er allt annað upp á teningnum þar sem 95 prósent af mjólkurframleiðslunni er flutt úr landi. Indland, Evrópusambandið og Bandaríkin framleiddu yfir helmingi heildarframleiðslu mjólkur árið 2017, eða rúmlega 820 milljónir tonna. Þrátt fyrir það var það Nýja­ Sjáland sem átti hlutdeild í nærri 30 prósenta útflutningi á mjólkurvörum það sama ár. Nautakjötsframleiðsla í Brasilíu Kínverjar framleiddu yfir 54 milljónir tonna af svínakjöti árið 2017, eða um 46 prósent af öllu svínakjöti sem framleitt er í heiminum. Samt sem áður voru þeir á sama tíma stærsti innflytjandi svínakjöts í heiminum. Á síðasta ári braust út afríkönsk svínapest í Kína sem varð til þess að á ákveðnum svæðum í landinu var öllum svínum slátrað og fargað en það virðist ekki enn sem komið er hafa áhrif á neyslu eða innflutning þar í landi. Framleiðsla á nautgripakjöti jókst milli áranna 2017 og 2018. Það gerðist einnig í Brasilíu og aukningin þar var fjórfalt meiri en til dæmis öll framleiðsla Norðmanna árið 2018. Brasilíumenn hafa undanfarin ár haft ákveðnar áskoranir með framleiðsluna hjá sér, árið 2017 var hulunni svipt af spillingar­ og mataröryggishneyksli sem tengdist kjötiðnaði þar í landi. Í framhaldinu komu mörg lönd á innflutningshöftum frá landinu og sum þeirra gilda enn þá. Útflutningsmarkaður Brasilíumanna heldur áfram að aukast þegar kemur að nautgripakjöti og þannig eru Kína, Egyptaland og Chile orðnir stórir kaupendur. Kínverjar sterkir í svína- og lambakjöti Kínverjar eru ekki eingöngu stórir í framleiðslu á svínakjöti því árið 2017 framleiddu þeir rúm 30 prósent af öllu lambakjöti í heiminum. Á sama tíma fluttu þeir inn um 30 prósent af heildarinnflutningi lambakjöts í heiminum. Stærstu útflutningsaðilarnir eru Ástralir og Nýja­Sjáland sem eru með tæp 90 prósent af heimsmarkaðnum. Síðustu 50 ár hefur framleiðsla á alifuglakjöti aukist til muna en upp úr 1960 framleiddi hver heimshluti á bilinu núll til fjórar milljónir tonna af alifuglakjöti. Í dag framleiða löndin í Asíu um 40 milljónir tonna á ári og Suður­ og Mið­Ameríka framleiða yfir 25 milljónir tonna. Vöxturinn í Bandaríkjunum árið 2017 var yfir ein milljón tonn af alifuglakjöti. /Bondebladet-ehg Rauð svæði eru þar sem flest dýr í útrýmingarhættu er enn að finna. Heimur á helvegi: Tólf hundruð dýrategundir nánast útdauðar Samkvæmt kortlagningu vísinda manna við Háskólann í Queensland í Ástralíu eru rúmlega 1.200 dýrategundir í heiminum svo gott sem útdauðar, ef þannig má að orði komast. Á það jafnt við um fugla, froska og spendýr. Yfir 90% þessara dýra eru í hættu vegna rasks á kjörlendi þeirra. Kortlagningin náði alls til 5.457 dýra sem á einn eða annan hátt eru talin í hættu vegna mannlegra athafna á kjörlendi dýranna. Meðal þátta sem taldir eru valda mestri hættu fyrir dýrin er aukin landnotkun vegna landbúnaðar og útþenslu borga, samgöngumannvirki, námugröftur, skógareyðing, ljósmengun, og mengun. Niðurstaða kortlagningarinnar sýndi að 1.237 dýrategundir eru í svo alvarlegri hættu að nánast er annað útilokað en að þær muni deyja út á næstu árum verði ekkert að gert til að vernda kjörlendi þeirra og það strax. Allra verst er ástandið sagt vera hjá 395 tegundum. Spendýr eru sögð vera 52% þeirra dýra sem eru í mestri hættu. Lönd þar sem ástandið er verst og flest dýr eru sögð vera í hættu eru Brasilía, Malasía, Indónesía, Indland, Míanmar og Taíland. /VH Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Kvægkongres 2019. Bóndin og stjórnarformaður Landssamband kúabænda í Danmörku, Christian Lund. Myndir / Landbrugsavisen Kvægkongres 2019 Landssamband kúabænda í Danmörku hefur sett það sem markmið að draga úr notkun á sýklalyfjum í bæði mjólkur- og kjötframleiðslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.