Bændablaðið - 28.03.2019, Side 45

Bændablaðið - 28.03.2019, Side 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. mars 2019 45 Ívar Atli, sölufulltrúi MultiOne verður í Kjarnanum á Sauðárkróki við Hesteyri þann 2. apríl og í Kletti á Akureyri við Hjalteyrargötu þann 3. apríl til að kynna MultiOne liðléttinga. Endilega kíktu við og fáðu að prufukeyra þessar frábæru fjölnotavélar sem henta einstaklega vel til að leysa hin ýmsu verkefni. Fyrir nánari upplýsingar hafðu samband við Ívar Atla í síma 825 5720 eða sendu línu á iab@klettur.is. KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 / 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is Komdu og prófaðu MultiOne liðlétting á Sauðárkróki og Akureyri LESENDABÁS Fiskeldi – áhætta eða ágóði? Þau samfélög sem aðhyllast sjálfbærni horfa til þess að athafnir okkar skili auðlindum jarðar til komandi kynslóða í líku ástandi og við njótum nú. Samkvæmt skilgreiningu verður ákveðin athöfn að uppfylla þrjá þætti til að teljast sjálfbær félagslega, umhverfislega og efnahagslega. Ellefta markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun snýr að sjálfbærni borga og samfélaga. Þar segir m.a. að stutt verði við jákvæð efnahags-, félags- og umhverfisleg tengsl milli þéttbýlis, þéttbýlla svæða í borgarjaðri og dreifbýlissvæða með því að styrkja áætlanir um byggðaþróun á landsvísu og innan svæða. Þegar fjallað er um uppbyggingu fiskeldis hér á landi eigum við að ganga út frá markmiðinu um sjálfbæra nýtingu. Þegar áform um uppbyggingu fiskeldis hér á landi hófust á ný á nýrri öld horfðu Íslendingar strax til þess að fara varlega enda brenndir af óvarfærni fyrri tilrauna. Ákveðið var að loka rúmlega hálfri strandlengjunni fyrir sjókvíaeldi. Áður en eldi hefst svo á þessu afmarkaða svæði þarf að fara í gegnum langt ferli, firðirnir eru burðarþolsmetnir til þess að meta lífræna álagið, framkvæmdirnar fara í ítarlegt umhverfismat og fyrirtækin þurfa að uppfylla ýmiss konar skilyrði til dæmis um búnað, gæðakerfi, vaktanir og fleira. Sem dæmi má nefna að allur lax sem er í eldi á Vestfjörðum er ASC vottaður sem er ein strangasta umhverfisvottun sem til er þegar kemur að fiskeldi og var m.a. þróuð af umhverfisverndarsamtökunum World Wildlife Fund. Fiskeldi hefur verið stundað í Noregi í að verða fimm áratugi. Norðmenn hafa náð að komast á beinu brautina eftir margvíslegar áskoranir og telja sig hafa náð jafnvægi í sjálfbærni fiskeldis með því að byggja á reynslu og nýta sér tækni og þróun í þessum efnum. Þessa dýrmætu reynslu eigum við Íslendingar að horfa til og nýta okkur. Unnið að stefnumótun Atvinnuveganefnd hefur nú til umfjöllunar frumvarp um fiskeldi. Vonandi tekst í þeirri vinnu að móta nýja og endurbætta stefnu í þessari mikilvægu atvinnugrein til framtíðar en til þess að svo sé unnt verða umhverfið og umhverfismál að vera útgangspunktur. Allir geta verið sammála um að við eigum að vernda villta laxastofna hér við land. Þeir hafa sjálfstæðan tilverurétt burtséð frá mismunandi hagsmunum veiðiréttarhafa eða fiskeldismanna. Við eigum að passa uppá laxastofninn með markvissum aðgerðum sem minnka líkur á að fiskur geti sloppið úr kvíum og ef upp koma slys séu til markviss viðbrögð og aðgerðir til þess að koma í veg fyrir möguleg umhverfisáhrif. Slíkar aðgerðir getum við kallað mótvægisaðgerðir. Hafrannsóknastofnun hefur reiknað áhættumat sem spáir fyrir fjölda laxa sem sleppa úr eldinu við strendur Íslands. Mikilvægt er að hnýta fyrrnefndum mótvægisaðgerðum til að lágmarka og koma í veg fyrir mögulega erfðablöndun við villta fiskinn. Norðmenn hafa náð miklum árangri í að minnka fjölda eldislaxa í ám með því að binda í lög og reglur aðferðir sem hafa gefist vel og hefur skilað sér í að villti laxastofninn er að ná sér á strik þrátt fyrir aukið eldi, vöktun áa og fjarlæging á eldisfiski eru þar lykilatriði. Lög um fiskeldi verður að kveða skýrt á um beitingu mótvægisaðgerða sem forsendu þess að vernda villta laxastofna hér við land. Í stefnumótunarvinnunni verðum við enn fremur að horfa til allra þátta sem fylgja uppbyggingu greinarinnar t.d. skipulagningu strandsvæða, tryggja að heilbrigðiskröfur séu strangar, hvernig eftirliti með greininni sé háttað og tryggja að nærsamfélagið og sveitarfélögin fái réttlátan skerf af uppbyggingunni. Sjálfbær samfélög Þegar sjáum við jákvæð áhrif uppbyggingar fiskeldis á samfélögin fyrir vestan og austan. Þegar við höfum náð uppbyggingarmarkmiðum fiskeldis erum við að horfa til stórrar atvinnugreinar sem á eftir að skila milljörðum í þjóðarbúið. Með því að halda rétt á spöðunum, með sterkri umgjörð og öflugu eftirliti með fiskeldi hér við land, getum við viðhaldið heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni og byggt upp nýja og stönduga atvinnugrein til hagsbóta fyrir okkur öll. Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins. Halla Signý Kristjánsdóttir. Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Við sérhæfum okkur í öryggisbúnaði m.a. heyrnarhlífum og samskiptabúnaði. Hugaðu að heyrninni, hún er mikilvæg! Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð. HEYRNARHLÍFAR & SAMSKIPTATÆKI Góð samskipti - þá gengur betur! Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 11. apríl

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.