Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2014, Blaðsíða 6

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2014, Blaðsíða 6
Sverrir Björn Björnsson formaður við setningu þings LSS Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna - a Varar við að ríkið taki yfir sjúkraflutninga r Eg el þá von í brjósti að ráðherra heilbrigðismála semji við sveitarfélögin um sjúkraflutninga. Þannig verði tryggt að þessi grunnbráðaþjónusta landsins megi halda áfram að þróast til góðs fyrir alla landsmenn, sagði Sverrir Björn Björnsson, formaður LSS, meðal annars við setn- ingu þings LSS sem haldið var í Reykjavík 25.-26. apríl síðastliðinn. Sverrir Björn varaði mjög við því að ríkið yfirtaki sjúkraflutninga og sagðist telja að þjónustan yrði ekki söm á eftir. Þegar þingið fór fram var ósamið um rekstur sjúkraflutninga við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Brunavarnir Suðurnesja og Slökkvilið Akureyrar en þessi þrjú lið annast um 80 prósent allra sjúkraflutninga í landinu. Sverrir Björn sagðist telja að mikill mannauður myndi tapast ef verkefnið færðist frá slökkviliðunum til ríkisins. Hann sagði þá þróun sem orðið hefur í sjúkra- flutningum á undanförnum árum ekki runna undan rifjum heilbrigðisyfir- valda heldur kæmi til af metnaði stóru atvinnuslökkviliðanna sem rekin eru af sveitarfélögunum. Hærra menntunarstig hjá slökkviliðum „Þar hefur framþróunin fyrst og fremst átt sér stað. Því vil ég vara við því að farin verði sú leið sem boðuð hefur verið, að slíta í sundur rekstur slökkvi- liða og sjúkraflutninga," sagði Sverrir Björn og spáði því að aðskilnaður verk- efnanna myndi leiða til skorts á mennt- uðum sjúkraflutningamönnum. Hann minnti á að LSS hefur á síðustu mánuðum veitt á sjöttu milljón króna úr sjóðum sínum til að efla menntun sjúkraflutningamanna, einkum þeirra sem starfa á lands- byggðinni. „Þörfin fyrir eflingu námsins var þó mest þar sem sjúkraflutningaþjónustan er á hendi ríkisins, hjá heilbrigðisstofn- unum. Enn og aftur kemur það fram að þar sem slökkvilið og sjúkraflutningar eru samrekin er menntunarstigið mun hærra en þar sem ríkið kemur beint að þessari þjónustu," sagði Sverrir og bætti við: „Það er þó ekki bara svartnætti framundan hjá okkur, gleðileg og langþráð markmið LSS eru í burðar- liðnum því ráðuneytið hefur veitt Sjúkraflutningaskólanum fé til reksturs svo nýtt og betra nám geti hafist með nýju ári. Það er gleðilegt og ber að þakka það sem vel er gert. Það gæti orðið upphaf bjartari tíma ef deiluað- ilar semja. í því sambandi má þó ekki gleyma mikilvægi þess að koma á námi fyrir bráðatækna hér á landi." Kjarasamningar framundan Sverrir Björn vék að gerð kjara- samninga en LSS hefur nýlega samið við Isavia og fjármálaráðuneytið. Framundan eru viðræður við sveitar- félögin en Sverrir Björn greindi frá vandkvæðum sem komið hafa upp við 6 Slökkviliðsmaðurinn

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.