Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2014, Síða 31
Sveinbjörn Berentsson og
Viðar Magnússon skrifa
Nýjar áherslur í meðferð
háls- og hryggáverka
Sveinbjörn Berentsson, Viðar Magnússon,
aðstoðarvarðstjóri/ yfirlæknir brdðaþjón-
bráðatæknir SHS ustu utan sjúkrahúsa
Áður þurfti maður ekki að læra mikið
um sjúkraflutninga til þess að vita að
allir þeir sem minnsti grunur leikur á
að hafi fengið áverka á hálsi eða hrygg
eiga að fá hálskraga og vera reyrðir
niður á bretti áður en þeir eru fluttir
á sjúkrahús. Þetta er staðalmeðferð
og ákveðinn gæðastimpill á
sjúkraflutningaþjónustu. En ef maður
skoðar þann vísindalega grunn sem
þessi aðferðafræði byggir á er hann
afskaplega rýr. Svo rýr að hópur
vísindamanna sem var fenginn til þess
að meta þetta fyrir hönd Cochrane
Collaboration komst að þeirri
niðurstöðu að ekki væri ljóst hvort
gagn væri að skorðun á hrygg og óvíst
væri þannig um áhrif skorðunar á
lifun, taugaskaða, stöðugleika mænu
og hliðarverkanir af meðferðinni hjá
slösuðum einstaklingum.
Ýmsar smærri rannsóknir eru þó
til sem mæla bæði með og á móti
skorðun. Vandamálið er hins vegar
að þetta er ekki alsaklaus meðferð því
vísbendingar eru um að skorðun geti
stuðlað að lokun öndunarvegar hjá
slösuðum, valdið legusárum og jafnvel
aukið á mænuáverka.
Skynsemin talar þó áfram fyrir
varfærnislegri meðferð sjúklinga sem
hugsanlega eru með óstöðuga áverka á
hálsi eða hrygg. En hvað er varfærnis-
leg meðferð? Er það kragi og bretti eða
kemur eitthvað annað til greina?
Ókostir bakbretta
Varðandi brettin má benda á að:
• Bakbretti aðlaga sig ekki að sveigju
hryggjar.
• Bakbretti valda auknum þrýstingi
á hryggjarliði.
• Bakbretti eykur verki.
• Bakbretti veldur þrýstingssárum í
löngum flutningum.
• Bakbretti gera öndunaraðstoð
erfiðari.
• Skorðun á bakbretti kemur ekki í
veg fyrir hliðarhreyfingar.
• Eini hluti líkamans sem er tryggi-
lega fastur er höfuðið.
• Bakbretti auka líkur á varanlegum
skaða.
Ókostir hálskraga
Einnig hefur verið sýnt fram á það að
hálskragar séu ekki það undratól sem
af er látið:
• Rangt stilltur hálskragi getur
valdið frekari skaða.
• Röng ásetning getur valdið frekari
skaða.
• Of þröngur hálskragi getur leitt til
hækkunar á innankúpuþrýstingi.
• Allt að 30° hreyfing í allar áttir.
• Geta myndað allt að sjö mm tog á
áverkastað.
• Vakandi sjúklingar verja sig betur
sjálfir.
Hvað þá?
Hvað gerum við þá? Fólk hættir
ekki að slasast. Hlutfall þeirra sem
slasast og eru með alvarlega, óstöðuga
áverka á hálsi og hrygg er sam-
kvæmt rannsóknum um tvö prósent.
Sjúkraflutningamenn þurfa að hafa
færni og verkfæri til þess að sinna
þeim. Skröpur til þess að ná fólki beint
upp án þess að velta því og flutningur
á vacum dýnu ofan á sjúkrakörfu
minnkar óþægindi við flutning
samanborið við bakbretti. Að þessu ber
að stefna. Rétt stilltum hálskraga skal
koma fyrir en verði því ekki við komið
á að nýta teppi, lök eða höfuðpúða til
þess að skorða höfuð af.
En hvað með hin 98 prósentin sem
ekki þurfa fullan stuðning? Markmiðið
á að vera að koma í veg fyrir óþarfa
spelkun. Til þess þurfa sjúkraflutn-
ingamenn verkferil eða leiðbein-
ingar til aðstoðar við útilokun áverka.
Canadian spine clearance protocol og
NEXUS eru tveir ferlar sem hægt er
að styðjast við. SHS ásamt yfirlækni
utanspítalaþjónustu hefur hafið vinnu
við þessar leiðbeiningar sem munu
síðan líta dagsins ljós í vinnuferlum
sjúkraflutningamanna.
SLökkviLið
höfuðborgarsvæðisins
Slökkviliðsmaðurinn 31