Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2014, Page 34

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2014, Page 34
Metfjöldi á heimsleikana í Belfast íslendingar náðu góðum árangri á heimsleikum lögreglu- og slökkviliðsmanna sem haldnir voru í Belfast á Norður-írlandi í ágúst 2013. Að þessu sinni fór metfjöldi frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, rúmlega 40 manns. Þennan mikla áhuga má meðal annars rekja til þess að sameiginlegt lið slökkviliðs- og lögreglumanna sendi lið til leiks í íshokkí. Liðið, sem var stofnað fyrir aðeins þremur árum, stóð sig mjög vel og var gríðarlega vinsælt meðal heimamanna í Belfast. Ríkjandi heimsmeistarar íslenskra slökkviliðs- og lögreglumanna í körfubolta fóru hamförum. Þeir unnu alla sína leiki með yfirburðum og vörðu heimsmeistaratitilinn auðveldlega. Golflið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins stóð sig með stakri prýði á mjög erfiðum en jafnframt stórskemmtilegum völlum. Engin verðlaun unnust í golfinu en það var mál manna að íslensku slökkviliðsmennirnir væru flottastir í tauinu. Að venju komum við þó heim hlaðnir verðlaunum. Körfuboltaliðið vann gullið, Asgeir Gylfason fékk enn eitt gullið í bekkpressu, Óttar Karlsson vann gull og brons í sundi og Ásgeir Valur Flosason náði einnig í brons í sundi. Spjótkastarinn Friðrik Theodórsson gerði sér lítið fyrir og kastaði sptjótinu næst lengst allra og fékk silfur og þeir Kristmundur Carter og Pétur Ingi Guðmundsson kræktu í silfurverðlaun í liðakeppni í sjóstangveiði. Auk þess var keppt í 10 km og 5 km hlaupi, keilu, fjölþraut og starfstengdum greinum. Leikarnir í Belfast heppnuðust einstaklega vel, allt skipulag og framkvæmd var til fyrirmyndar og íbúar Belfast virkilega elskulegir og gestrisnir. Næstu heimsleikar verða haldnir í Fairfax í Bandaríkjunum 26. júní - 5. júlí 2015. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast frekari upplýsingar um leikana á vef- síðunni: www.fairfax2015.com Sigurjón Ólafsson l+t SLYSAVARNAFELAGIÐ LflNDSBJÖRG HS ORKAHF FIT 'VINBUÐIN landhelgisgæsla islands ICELANDIC COAST GUARD rafeindaþjónusta KADECO 112 EINN EINN TVEIR ÖRYGGI OG TÆKNI Alcoa Fjarðaál H ALCO^ * www.linde-healthcare.is SJÚKRA FLUTMHSA SKÓLIHH w Arion banki NORÐUR jM; VERKÍS VERKFRÆOISTOFA RioTintoAlcan _____________________________ ISAL-STRAUMSVlK ^ RARIK kT) NORÐURÁL I ^ I I CenturyAiuMiNUM /t\ Frumherji Heykjavíkiuliorg Skipulags- og byggingarsviÖ HBGRANDI LlFEYRISSJÓÐUR STARFSMANNA SVEITARFÉLAGA S@RPA ÁRANGUR í UMHVERFISMÁLUM Hvalur hf. Lögreglustjóra- embættið í Reykjavík tj|l = HÉÐINN = mpbanKl 34 Slökkviliðsmaðurínn V vörc3ur Heilbrigöisstofnun Suðurlands Akureyrí ÖLL LÍFSINS GÆÐI *

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.