Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Blaðsíða 4

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Blaðsíða 4
framkvæmdaáætlun. Félags- lega áætlunin var samþykkt á aðalfundum samtakanna haustið 1987. Megininntak hennar er tvíþætt: Annars vegar að mismunandi hópar fatlaðra, aðstandenda og áhugafólks taki sig saman og vinni að sam- eiginlegu félagslegu átaki. Hins vegar í sameiningu að opna gáttir þjóðfélagsins og um leið huga alls almennings. Ég sem formaður Geðhjálpar vil í þessu sambandi benda á að út um allt land er fólk með geð- ræn vandamál. Talið er að þriðj- ungur þjóðarinnar þjáist ein- hvern tíma á lífsleiðinni af geð- rænum vandamálum í það miklum mæli að þeir þurfi að- stoðar við. Margir eiga við lang- varandi fötlun af þessum ástæðum. Reyndar eru geðræn vandamál oft fylgifiskur ann- arrar fötlunar. ÁsamatímaerGeðhjálp, sem er félag fólks með geðræn vandamál, aðstandenda þeirra og annars áhugafólks, lítið og veikburða. Það er mikið mis- ræmi á milli stærðar hópsins og stærðarfélagsins. Þettaþýðirað stærsti hluti fólks með geðræn vandamál og aðstandenda þeirra starfa ekki með öðrum að sameiginlegum hagsmunum. Stór hluti hópsins er meira og minna einangraður. Félagsleg einangrun er líka oft á tíðum stór þáttur í geðrænum vanda- málum. Stór hluti fólks með geðræn vandamál, lítur ekki á sig sem fatlaðan, m.a. vegna þess að í huga margra tengist orðið fötlun ákveðinni tegund fötlunar. í sömu sporum er stór hluti fólks með aðra fötlun t.d. flogaveikir, gigtsjúkir o.fl. Ég tel mjög brýnt að við framkvæmd félagslegu áætlunarinnar, sé reynt að ná til, þó ekki væri nema til hluta af þessum stóra hóp. Þetta er oft fólk sem stendur fýrir utan félagslegt starf. í eðli félagslegu áætlunar- innar er grundvallarþáttur sem getur skorið á þessa hnúta. Hún byggist á þvi að við eigum öll samleið sem manneskjur. Hún byggir á því hvað við getum gert saman og um leið að yfirstíga þær hindranir sem stía okkur í sundur. Opnum því augun fýrir hvert öðru, þvert á allar fatlanir og finnum samleið hvort sem við teljum okkur vera fötluð eða ekki. Um höfundinn: Magnús Þorgrímsson er sál- fræðingur. Hann er formaður Geðhjálpar og í stjóm Öiyrkja- bandalagsins. Hann hefur t.d. starfað að framkvæmd félags- legu framkvæmdaáætlunar- innar. Hann starfar sem sál- fræðingur hjá Svæðisstjórn Reykjavíkur um málefni fatl- aðra. Auk þess er hann með sál- fræðistofu, hefur umsjón með hópstarfi þroskaheftra og hefur unnið að ýmsum verkefnum fýrir fatlaða t.d. fýrir Starfs- þjálfun fatlaðra. Hljóðfæri sérútbúin fyrir fatlaða Okkur hjá Fréttabréfinu er lítt um auglýsingar gefið eins og sjá má. En þegar Sjálfsbjörg bað okkur að kynna frétt um píanó - og búnað með þeim, sem er aðeins framleiddur af einni verksmiðju í heiminum, þá lét mús- íkeyra okkar undan, og við sendum hér út fréttatilkynningu, sem ísólfur Pálm- arsson lét Sjálfsbjörg í té, nokkuð stytta þó. Hjá Sjálfsbjörg liggja myndalistar sem skýra málið allt betur. Steingraeber og Söhne-píanó og flyglar eru framleiddir í tónlistar- borginni Bayreuth í V.-Þýskalandi. Hljóðfærin eru handsmíðuð og er að- eins notaður besti fáanlegur efniviður. Astæða sérkynningar á þessurn hljóð- færunt er sú, að Steingraeber hefur fundið upp og sett á markað búnað, sem gerir hreyfihömluðum kleift að að leika á þessi hljóðfæri svo fremi þeir hafi mátt í fingrum og baki. Þessi búnaður er þannig, að „pedalar“ eru rafsegulstýrðir, þannig að hægri „pedali“ er tengdur við sérstakan púða sem komið er fyrir á stólbaki, en vinstri „pedali“ er tengdur í fjöður sem komið er fyrir framan við nótnaborðið. Þannig hallar pínaó- leikarinn bakinu að púðanum til að stjóma dempurum, en þrýstir létt með fingri á fjöðrina framan við nóturnar til þess að stjóma slaglengd hamraverks. Þessi búnaður er einstakur og hvergi annars staðar til. Framleiðslan er lítil og þarf því að panta hljóðfærin með nokkrum fyrirvara. Allar nánari upplýsingar fást hjá ísólfi Pálmarssyni, Vesturgötu 17 í síma 11980 og hjá Sjálfsbjörg að sjálf- sögðu. 4

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.