Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Blaðsíða 13

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Blaðsíða 13
leshjálpartækjum leggja mikla áherslu á að sjónskert fólk nýti sjónleifar sínar eftir því sem hægt er. Gallinn við lessjón- varpstækin er sá að þau eru nokkuð fyrirferðarmikil, en þau fara ört minnkandi. Þegar tölvutæknin fór að ryðja sér til rúms, var farið að athuga og gera tilraunir með hvort tölvur gætu ekki þjónað sjónskertu fólki á einhvem hátt. Með þá staðreynd í huga að tölvumar nota tölugildi til þess að breyta rituðu máli yfir í tölvutækt form, þá hlaut að vera hægt að nota sömu eða svipuð tölugildi til þess að breyta venjulegu letri í blindraletur og gervital. Menn fóru að fikra sig áfram, vélrituðu texta inn á tölvur og reyndu að láta hana umbreyta textanum. Með þrotlausri vinnu og athugunum reyndist þetta kleift. Iæiðimar virtust óþijótandi. Tclvan gat breytt venjulegu letri í blindraletur eða gervital og hægt var að skrifa blindraleturstákn inn á þar til gerðar tölvur með blindraleturslyklaborði og fá þetta tölvutæka blindraletur yfirávenjulegtletur. Þátókst að búa til sérstakt lestæki svokallað Viewscan sem tók mynd af textanum, aðeins einni línu í einu og umbreytti yfir í auðlesanlegt, stórt letur sem kom fram á litlum skjá. Jafnvel var hægt með þessu tæki að skrá texta inn í tölvu en það var frekar seinvirkt, Sem sagt, tölvutækn- in opnaði blindu og sjónskertu fólki nær ótakmarkaðan að- gang að venjulegu rituðu máli. Með þessu var málshátturinn „blindur er bóklaus maður“ orðinn marklaus nema í þeirri merkingu að bóklaus maður sé andlega blindur. Eitt fyrsta ritvinnslutæki sem þróað var fyrir blinda var svokallað Braillex frá þýsku fyr- irtæki. Þetta tæki er byggt upp á þann hátt að notandinn vélritar texta inn á tækið. Lyklaborðið er með sex tökkum eins og blindraritvélar em, en í blindra- letrinu em sex punktar eins og áður er getið. Sem sagt, notand- inn vélritar inn á Braillextækið textann og getur svo lesið hann á litlum fingraskjá sem er á tækinu. Þá reyndist unnt að tengja þetta tæki við venjulega tölvustýrða ritvél og fá þannig textann sem ritaður var í formi blindraleturs vfir á venjulegt letur. Þetta tæki og fleiri svipuð urðu algjör himnasending fýrir sjóndapra og breyttu möguleik- um þeirra til allrar ritvinnslu. Guðjón B. Ólafsson, núver- andi forstjóri Sambands ís- lenskra samvinnufélaga, var um árabil forstjóri dótturfyr- irtækis Sambandsins í Banda- ríkjunum. Systir Guðjóns, Ásgerður Ólafsdóttir, sem var blindraráðgjafi hjá Blindrafé- laginu, en starfar nú sem um- ferliskennari hjá Sjónstöð ís- lands, hafði séð ritvinnslutæki af tegundinni VersaBraille sem var sérstaklega hannað fyrir blinda. Hún vakti áhuga Guð- jóns á þessu og afraksturinn varð sá að dótturfyrirtæki Sam- Sjá næstu síðu Myndin sýnir konu Iesa á bók með hjálp lestækis. Sérstök myndavél varp ar mynd af blaðsíðunni upp á skjáinn og er hægt að stækka myndina allt að fimmtíu sinnum. Lestæki sem önnur les- og ritvinnsluhjálpartæki eru fokdýr enda heimtar ríkið sitt. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 13

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.