Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Blaðsíða 18

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Blaðsíða 18
Hjálpartækjabankinn í nýju húsnæði Hjálpartækjabankinn ílutt- ist í nýtt húsnæði að Hátúni 12 í ágúst 1988, en formlega var húsnæðið tekið í notkun hinn 7. jan. sl. með mikilli viðhöfn að viðstöddu íjölmenni. Eins og kunnugt er, þá eru það Rauði kross íslands og Sjálsbjörg sem standa að Hjálp- artækjabankanum og hafa gert með mikilli reisn og myndar- skap, þó nú skapist nýir ogbetri þjónustumöguleikar í nýju og rúmgóðu húsnæði. Það var heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra Guðmundur Bjarnason sem lýsti húsnæðið formlega opnað og bað starf- seminni þar allrar blessunar. Áður hafði Bjöm Tryggva- son formaður stjómar Hjálp- artækjabankans flutt greinar- gott og fróðlegt yfirlit um sögu Hjálpartækjabankans, sam- skipti við opinbera aðila og reif- að ákveðna framtíðarsýn varð- andi starfsemina. Ávörp vom einnig flutt af fulltrúum eignaraðila; Jó- hanni Pétri Sveinssyni form. Sjálfsbjargar og Guðjóni Magnússyni aðstoðarland- lækni og formanni Rauða kross íslands. Á eftir var gestum boðið að skoða húsnæðið og þau fjöl- mörgu tól og tæki, sem þar em á boðstólum svo og bauð Jó- hann Pétur gestum að skoða efri hæð hússins, en þar verður félagsheimili Sjálfs- bjargar. Það á hins vegar alllangt í land, liðlega fokhelt og mun fara eftir fjárveiting- um og fjáröflun hversu snemma það verður tekið í fulla notkun. Ljóst er að við þetta húsnæði mun félagsleg aðstaða Sjálfsbjargar gjör- breytast. Ekki er hér ætlunin að greina í einstökum atriðum frá þessum sérstæða en ágæta banka, innstæðum hans og útlánum en rétt gripið niður í greinargóða skýrslu sem fýlgdi með við opnunina. Bankinn var stofnaður 30. desember 1975 og regluleg starf- semi hófst á miðju ári 1976 í þá- verandi miðstöð Rauða krossins við Nóatún og Skipholt í Reykja- vík. Fýrsti starfsmaðurinn hóf störf 1. mars 1978, en það var einmitt Björgúlfur Andrésson sem verið hefur forstöðumaður bankans allt til þessa dags. Mik- ið sjálfboðastarf var unnið af Kvennadeild Reykjavíkurdeildar R.K.Í. Nú em ijórir fastráðnir starfs- menn við bankann, tveir í fullu starfi og tveir í hálfu starfi. Starfssviðið er sala og leiga hinna ýmsu hjálpartækja fyrir fatlað fólk og aldrað og starfs- svæðið er allt landið. Helstu tæki á boðstólum eru: Hjólastólar, göngugrindur, göngustafir, hækjustafir, tæki til notkunar í eldhúsi (sérútbúin hnífapör, drykkjaráhöld), sjúkrarúm, lyftur og margs konar einnota hjálpartæki. Það er mikils virði að hjúkmnar- fræðingur og iðjuþjálfi em að störfum alveg sér í lagi við aðstoð og ráðgjöf. Hjúkmnarfræðingur sér um útvegun á vömm fýrir stomasjúklinga. Iðjuþjálfinn fer árlega skemmri ferðir út á land til að kynna það sem fram fer. í hveijum mánuði leita 1000- 1200 manns til bankans. Reikn- að er með að 10% landsmanna hafi einhvem tíma á ævinni þörf fyrir hjálpartæki. Flest tækja bankans eru greidd af sjúkratiyggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins 100% eða 70% fýrir einstaklinga og þau yfirleitt skilaskyld. Hjálpartækjabankinn er sjálfseignarstofnun og eina stofnun sinnar tegundar í land- inu. Eins og áður er frá greint er bankinn nú til húsa í viðbygg- ingunni við Hátún 12 - Sjálfs- bjargarhúsinu - og er bankinn með fyrstu hæðina og hálfan 18

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.