Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Blaðsíða 29

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Blaðsíða 29
m Hér tekur Haukur á eins og svo oft fyrr og síðar. íþrótta-manns ársins. Fréttaritarar taka hins vegar tillit til fatlaðra íþróttamanna í kjörinu. Af þeim náði einn s vo góðum árangri að betra verður tæplega gert. Hann setti heimsmet og vann til gull-verðlauna og silfurverðlauna á Heims-leikum fatlaðra. Þessi afrek voru unnin í íþróttagreinum sem hörð keppni er í og margir keppendur. Ef íþróttir fatl- aðra eru á annað borð teknar með í kjöri íþróttamanns ársins og njóta einhvers sannmælis hefur Haukur Gunnarsson unnið bestu afrek ís- lenskra keppnismanna árið 1988. Iþróttafréttaritarar leggja fatlaða íþróttamenn hins vegar ekki að jöfnu við aðra. Af þeim sökum kom Haukur Gunnarsson ekki til greina sem íþrótta- maðurársins 1988. Fordómar og þröngsýni Fyrir fjórum árum, 1984, gengu íþróttafréttaritarar fram af flestum landsmönnum þegar þeir deildu út titl- inum Iþróttamaður ársins. íslendingar voru stoltir af ólympíuverðlaunum Bjarna Friðrikssonar. Eitt dagblað- anna, DV, tilnefndi hann mann ársins. Bjarni keppti hins vegar ekki í nægi- lega „merkilegri“ íþróttagrein. Sem dæmi um mat fréttaritaranna má nefna að fréttamaður Ríkisútvarpsins setti hann í þriðja sæti og Sjónvarpið í ann- að sætið. Iþróttafréttamenn Dag- blaðsins sem tilnefndu Bjama mann ársins 1984 röðuðu honum í annað sæti. I kjörinu kom í ljós að mat íþróttafréttaritaranna var ekki það sama og almennings. Bjami Friðriks- son var íþróttamaður Islendinga. Sama virðist vera uppi á teningnun nú ef marka má undirtektir fólks. Það verð- ur að gagnrýna tvöfeldni íþrótta- fréttaritara. Annars vegar hafa þeir Hauk á listanum til að veita honum viðurkenningu. Hins vegar segja þeir að íþróttir fatlaðra verði ekki mældar á sama kvarða og aðrar íþróttir. Það jafngildir því að afrek hans eru mæid með öðrum kvarða en hinna. Fatlaðir hafa í áraraðir barist fyrir því að verða gjaldgengir á jafn- réttisgrundvelli innan íþróttahreyf- ingarinnar. Með þessu kjöri er þeim gerð minnkun. I kjörinu felast þau skilaboð til fatlaðra að þeir fái að vera með en á toppinn verði þeim aldrei hleypt. Fatlaður maður geti ekki borið svo merkan titil. Kjör íþróttamanns ársins 1984 bar vott um þröngsýni. Kjörið 1988 endurspeglar fordóma. Stefán er verkfræðingur og fyrr- verandi formaður Körfuknatt- leikssambands Islands. Grein þessi birtist áður í Þjóð- viljanum. Oskað var eftir því við Fréttabréfið að það birti grein þessa. Við því var orðið og er það gert með góðfúslegu leyfi höfundar. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 29

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.