Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Blaðsíða 30

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Blaðsíða 30
IBRENNIDEPLI Ritstj órinn árnar öllum árs og friðar, semlínurþessarlesa. Á liðnu ári var æði oft fjallað um það í þessum pistlum, hversu hægt gengi með sjálfsagða leiðréttingu á ýmsu því er aflaga færi. Hjálpartækjamálin voru ofarlega á baugi og margar ferðir famar út af því, enda ótækt að horfið væri frá fyrri ávinningum varðandigjöld tilríkisins. Formaður lagði fram fyrir æð stu yfirvöld fj ármála og trygg- ingarmála ítarlegan lista um óskir aðildarfélaga okkar og við verðum að líta svo á að fullur sigur hafifengistvið fjárfagagerð nú þar sem svohlj óðandi heimild fékkst: Fjármálaráðherra er heimilt að feffa niður aðflutn- ingsgj öld og söluskattaföiyggis- og hjálpartækjum fyrir fatlaða. Samkvæmt túlkun skrif- stofustjóraráðuneytis er hér um mjög rúma og víða heimild að ræða og hann telur lista for- mannsins fuflgildan innan þessarar heimildar og er það vissufega mikifs virði. Ekki skal öðru trúað en ráðherra fjármála fullnýti þessa heimifd öryrkjum til hagsbóta, en eftir þvi verður gengið að sjálfsögðu. Langri raunasögu og þrauta- göngu er líka lokið varðandi söluskatt af ábyrgðartrygg- ingariðgjöldum bifreiða í eigu fatlaðra. Rétt er að rifja upp að lögin voru samþykkt í maí með ákvæðum um reglugerðarsetn- ingu. Eftir henni var farið að ganga strax í júní, en það var fyrst um mánaðamót ágúst- september sem hún leit dagsins ljós. Þá voru þar á annmarkar, sem ekki hefðu átt að vera þar, svo rækilega sem á það hefði verið bent að öryrkj ar héfdu rétti sínum þó orðnir væru 67 ára og eldri. Loksí desemberbyijunleit leiðréttingin ljós og ber að fagna því um leið og ítreka skal nauðsyn þess fýrir stjómvöld og ráðuneyti að hafa fýllsta samráð við samtök fatlaðra um svo vandmeðfarin og þýðingarmikil mál. Hitt er svo miklu miður að alltof margir virðast ekki vita um rétt sinn þama, þrátt fyrir ítrek- aðar auglýsingar af hálfu Ö.B.Í. Hið sama gildir um þungaskatt- inn niðurfellingu hans, til þeirra sem hafa bensínpeninga, þó aldur sé yfir 67 ára. Enn skaf ítrekaðursáréttur. íbeinufram- haldi af þessu er rétt að benda á úrskurð um skattleysi bifreiða- styrks til öiyrkja, en á því fék vissulega vafi. Er sá úrskurður birtur hér í Fréttabréfinu, en fýrir vangá féll hann niður í des- emberbfaði. En um feið er rétt að upplýsa að bifreiðastyrkur í ár er kr. 130.000 þannig að hann heldur fullu gildi sínu og sama er að segja um bifreiðastyrk til meira fatlaðra sem nú verður400.000. Ekki verður svo við þennan stjómvaldsþátt skilið að ekki sé getið megnrar óánægju í sam- tökum fatlaðra vegna sam- bandsleysis, einkum varðandi nefndir sem fjalla alveg sér í lagi ummálefni fatlaðra áýmsanvið- kvæmanveg. Óskir samtakanna um aðild, em allt um of að engu hafðar þrátt fýrir ærin tilefni og ítrekun. Nærtækt dæmi er um endur- skoðun laga um almannatrygg- ingar. Engir eiga þar meiri hags- muna að gæta en fatlaðir. Hins vegar er undirritaður í nefndinni af allt öðrum ástæðum, skipaður þangað fyrir vem sína hér, en beinn tilnefningarfull- trúi er enginn í nefndinni frá samtökum fatlaðra. Á þessa nefnd er minnst hér sérstaklega sakir þess að óttast var alllengi um líf hennar, en hún er nú komin af „gjörgæslu" níu mán- aða og fundar nú ákaft. Að sjálfsögðu mun undirrritaður hafa fyllsta samráð við samtök fatlaðra um hugsanlegar breyt- ingar, en ýmsar hugmyndir um þær em á kreiki, en sem öllu meira snerta þó ellislífeyrisþega en öiyrkja. Það ber líka að harma að fé- lagsmálaráðherra, sú ágæta áhugakona um málefni fatlaðra um mörg ár, hefur óneitanlega sniðgengið samtök fatlaðra um of, jafnvel í svo veigamiklu máli sem gerð framkvæmdaáætlun- ar til fr amtíðar varðandi þennan málaflokk. Samvinnunefnd samtakanna beggja hélt fund með forsætisráðherra um mál- efni fatlaðra í heild sinni og eftir er að sjá, hver árangur verður. En heimsóknin til ráðherra og heimsóknir þeirra til okkar hafa sitt gildi, þó margt sækist of seint. Talandi um heimsóknir af þessu tagi hlýtur athygli okkar nú á nýbyijuðu ári að beinast að Framkvæmdasjóði fatlaðra og örlögum hans nú við fjárlaga- gerð. Þar hafði þó verið ýtt á, af mörgum og mjög víða reynt að hafa á áhrif. En hvað sem yfirlýsingum, orðumogheitumlíður, þáerþað fjárlagatalan og fjarska rýrt raungildi hennar sem gildir. í fýrra var fj árlagatalan 180 millj - ónir og til að halda gildi sínu milli ára, burtséð frá áralangri sam- felldri skerðingu, hefði talan þurft að lágmarki að vera 215 milljónir og í raun 218, ef væg- asta prósenta er notuð. En niðurstaðan varð 201, lýrara og aumara gat það ekki orðið. Fyrst framkvæmdaliðir fjárlaga hækkuðu milli um- ræðna og það verulega, álitum við einfaldlega, að hið sama yrði uppi varðandi framkvæmda- sjóðinn. En þrátt fyrir allar umleitanir við fjárveitinga- nefnd, við ráðherra fjármála og allt upp í sérsamtal við forsætisráðherra gerðist ekkert og eftir sat framkvæmda- sjóðurinn með öll sín óleystu verkefni og alls ónóga peninga. 30

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.