Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Blaðsíða 32

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Blaðsíða 32
Starfsþjálfun fatlaðra brautskráir nemendur Nemendur og kennarar. Fríður hópur og föngulegur. Skólastjórinn yst til vinstri. Þann 18 desember síðastliðinn voru merk tímamót í sögu Starfs- þjálfunar fatlaðra er útskrifaður var fyrsti nemendahópurinn, eftir að hún tók til starfa í núverandi mynd. Lítum aðeins á starfið þetta tíma- bil. Fyrsti nemendahópurinn mætti til leiks 6. október 1987, 12 hófu nám og voru nú 8 þeirra að ljúka námi eftir 3 annir. Fyrstu önnina var aðeins einn hópur nemenda, ein kennslustofa í notkun, kennsla hálfan daginn og kennarar 5 tals- ins. I janúar 1988 innritaðist annar hópur nemenda 13 talsins, einn úr fyrri hópi slóst í för með nýja hópnum. Nú voru nemendurorðnir 25 og kennarar 7, kennt í tveimur hópum frá 10 til rúmlega 4. Þessir tveir nemendahópar voru mjög blandaðir, bæði hvað varðar fötlun, aldur, fyrri menntun og störf. Yngsti 18 ára, elsti 60. Meðalaldur 34 ár, en 10 undir 30 ára aldri. Sumir nemendanna hafa búið við fötlun sína frá fæðingu en flestir hafa fatlast síðar á ævinni vegna sjúkdóma eða slysa og þar af leið- andi þurft að hverfa frá fyrra námi eða starfi. Tilgangur Starfsþjálfunarinnar er að vera liður í að tryggja fötluðum jafnrétti, bætta aðstöðu og sem best skilyrði til mannsæmandi lífs í samfélaginu. Markmiðið er að endurhæfa eða þjálfa fatlaða t.d. til almennra skrifstofustarfa á vinnumarkaði og til frekara náms í framhaldsskól- um. Við erum viðkomustaður, stikla eða stökkpallur þar sem kenndar eru ýmsar greinar og andinn efldur áður en lengra er haldið. Það er ekki eingöngu verið að fást við tölvuna heldur einnig ýmsar grein- ar svo sem verslunarreikning, bók- færslu, íslensku, ensku, hagfræði og samfélagsfræði. En nú er að sjá hvernig þessum nýútskrifuðu nemendum vegnar, hvernig atvinnulíf og skólar taka á móti þeim. Því miður er ástandið í atvinnumálum þjóðarinnar þessa stundina ekki vænlegt til at- vinnuleitar, en okkar hópur er bjartsýnn og baráttuglaður og tví- mælalaust betur í stakk búinn en áður til að takast á við krefjandi verkefni á vinnumarkaði. Tveir þeirra sem útskrifuðust hafa nú þegar hafið nám í almennum fram- haldsskólum (menntaskóla og iðnskóla) og við óskum þeim vel- farnaðar í námi svo og hinum í at- vinnuleit og starfi. Nýr hópur 14 nemenda hóf nám nú eftir áramót og komust þá, því miður, töluvert færri að en vildu. Nýi hópurinn er um flest líkur fyrri hópnum en þó eru heldur fleiri úr yngri aldurshópnum. Boðið var upp á tölvunámskeið fyrir þá umsækjendur sem eru á biðlista, var því vel tekið og lýkur námskeiði nú í febrúar. Skráning fyrir nýja nemendur á haustönn "89 mun hefjast í maí n.k. Guðrún Hannesdóttir. Þau eru nýútskrifuð eins og sjá má. 32

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.