Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Blaðsíða 17

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Blaðsíða 17
HVAÐ ER FLOGAVEIKI? HVERNIG Á AÐ BREGÐAST VIÐ? Hér skal leitast við að svara því að einhverju leyti. Orðið flogaveiki er villandi, þar sem ekki er um sjúkdóm að ræða, heldur ákveðið ástand eða einkenni sem varir skamma stund, en getur haft margvíslegar orsakir. Flog brýst fram þegar eðlileg raf- boð heilans truflast skyndilega af há- spenntum rafbylgjum sem kvikna ým- ist í heilanum öllum (samkveikt flog) eða í hluta hans (sérkveikt flog). Flogaveiki er tiltölulega algeng, t.d. hefur einn af hverjum 100 einstakl- ingum flogaveiki af einhverri gerð. Hvernig lýsa flog sér? Floga geta lýst sér á marga mis- munandi vegu en sami einstakling- urinn fær þó venjulega aðeins eina tegund floga. Krampaflog („grand mal“ eða „stór“ flogaköst) Við krampaflog verður viðkom- andi skyndilega stífur, missir með- vitund, fellur til jarðar, blánar og taktfastir kippir eða krampar fara um líkamann. Ráðvilluflog (Complex partial flog. Temporal lobe flog Psychomotor flog) Einkennilegt ósjálfrátt atferli ein- kennir þessa gerð floga, svo sem að smjatta, eigra um, fitla við föt sín, umla og tala samhengislaust. Oft fylgir tóm- legt starandi augnaráð og sambands- leysi við umhverfið. Störuflog (Absence „Petit mal" köst, lítil flogaköst) Þessi flog eru algengust hjá böm- um á skólaaldri og standa örstutt (oft- ast 5-30 sek.). Bamið verður skyndi- lega fjarrænt (dettur út”) og starir fram fyrir sig, án þess að falla til jarðar. Hverjar eru þá orsakirnar? í mörgum tilfellum eru þær óþekktar, þó er vitað að m.a. höfuð- meiðsli, fæðingaráverkar og ýmsir heilasjúkdómar geta leitt til flogaveiki. Flogaveiki kemur fyrir hjá fólki á öll- um aldri án tillits til greindarfars, kyn- ferðis eða atvinnu. í vissum tilfellum ertalið að tilhneiging til flogaveiki geti erfst. Meðferð gegn flogaveiki er oftast í formi lyfja, en annarri meðferð er beitt í einhverjum mæli. Til eru ýmis áhrifa- rík flogaveikislyf, en velja verður lyf og lyfjaskammta með tilliti til þarfa hvers og eins. Talið er að lyfjagjöf komi í veg fyrir flogaköst hjá u.þ.b. helmingi flogaveikra og dragi verulega úr flog- um hjá 30% til viðbótar. Aukaverkanir lyfja hafa lítið verið ræddar, en þó er vitað um ýmsar auka- verkanir eins og t.d. ofvöxtur í tann- holdi, sjóntruflanir, minnisleysi og út- haldsleysi. Hér hefur ekki verið farið inn á fé- lagslega stöðu flogaveikra, en oft ber á erfiðleikum í námi, erfiðleikum með vinnu við hæfi, einangrun frá sam- félaginu. Með auknu upplýsingastreymi vonumst við til að geta tekið höndum saman í baráttunni gegn fordómum, bæði eigin og annarra. Fyrir ykkur sem viljið vita meira og jafnvel ganga til liðs við okkur í baráttunni gegn fordómum, bend- uiþ við á að við höfum opna skrif- stpfu á mánudögum kl. 16.30-18.30. Heimilisfgang samtakanna er Ar- múla 5, 4. hæð. Pósthólf 5182, 125 Reykjavík. Sími 82833. Hvernig á að bregðast við krampaflogi? Skyndihjálp Haltu ró þinni. Þá gerirðu mest gagn. Snúðu viðkomandi á grúfu (með höfuðið til hliðar og hökuna fram). Það hindrar að tungan loki I öndunarvegi. Séu krampamir mjög öflugir, skaltu bíða þar til dregur úr þeim. Oftast gerist það á innan við 5 mínútum. Ekki flytja viðkomandi meðan krampinn varir nema það sé bráðnauð- synlegt öryggis hans vegna. Ekki halda honum föstum eða reyna að hindra eða stöðva krampann. Það tekst ekki. Veittu honum stuðning og að- hlynningu þegar krampanum er lokið og skýrðu honum frá því hvað gerðist. Leyfðu honum að hvíla sig eða sofa eftir krampann svo hann nái að jafna sig. Gakktu úr skugga um að hann sé orðinn sjálfbjarga áður en þú skilur við hann. Leitaðu læknishjálpar strax, vari krampaflogið lengur en 10 mín- útur, endurtaki það sig, eða ef þú telur viðkomandi af öðrum ástæð- um þurfa læknishjálpar við. Hvernig á að bregðast við ráðvillu- og störuflogi? Skyndihjálp Fylgstu á rólegan hátt með viðkomandi og hindraðu að hann fari sér að voða. Reyndu ekki að halda honum föstum eða stöðva atferli hans. Slíkt getur valdið reiði viðbrögðum þar sem hann er ekki með sjálfum sér. Veittu baminu stuðning og skilning en að öðru leyti er skyndihjálpar ekki þörf við þessa gerð floga. (Unnið upp úr gögnum LAUF-samtakanna.) Á fræðslufundi LAUF haustið 1988. Ásgeir B. Ellertsson útskýrir starfsemi heilans. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 17

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.