Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Blaðsíða 11

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Blaðsíða 11
Haltur ríður hrossi HkJVR Höfundar handrits eru Dóra S. Bjarnason og Sigrún Stefánsdóttir FRiÉÐSHJ VARP Eins og áður hefur verið greint frá í Fréttabréfi, var veittur styrkur að upphæð 750.000 krónur af hálfu Öryrkjabandalagsins til sjón- varpsþáttagerðar Fræðsluvarps um líf og starf fatlaðra. Ljóst er nú að því fé var einkar vel varið, svo sem til hefur tekist um gerð þessara þátta. Eiga þær Sigrún Stefánsdóttir og Dóra S. Bjamason mikla þökk fyrir vandað verk og vel unnið, en á sér- stökum fréttamannafundi Þroska- hjálpar og Öryrkjabandalagsins voru þessir þættir kynntir og þá fylgdi með svohljóðandi fréttatilkynning um starf þetta og þættina sjálfa, sem um gildir að sjálfsögðu: Sjón er sögu ríkari. „Öryrkjabandalag Islands og Landssamtökin Þroskahjálp hafa í samvinnu við Fræðsluvarp látið gera fimm sjónvarpsþætti og ritað fræðslu- efni um líf og aðstæður þess fólks sem býr við andlega eða líkamlega skerð- ingu en tekur samt virkan þátt í lífi og starfi þjóðfélagsins og leggur þar sitt af mörkum. Þetta efni er ætlað nem- endum á grunnskólastigi, fram- haldsskólastigi svo og nemendum í ákveðnum greinum innan Háskóla Islands, kennaraskólanemum og fleir- um. Auk þess getur þetta efni gagnast foreldrafélögum, félagasamtökum fatlaðra og á vinnustöðum. Sjón- varpsþættirnir verða á dagskrá Fræðsluvarps næstu vikumar og verða þeir sendir út með sérstökum texta fyrir heymarskerta. Meginuppistaða myndefnisins eru viðtöl við fatlað fólk sem lifir inni- haldsríku lífi, sjálfu sér og öðru til gagns og ánægju og viðtöl við að- standendur þess. Flestir viðmælendur í þáttunum hefðu tæpast átt þess kost fyrir einum til tveimur áratugum að geta notað sér almenna þjónustu í sama mæli og nú, sem bendir til þess að ákveðnar breytingar hafi átt sér stað í viðhorfum almennings til þeirra. Margir af viðmælendunum eru for- göngufólk annarra fatlaðra sem vilja legga sitt af mörkum við hlið ófatlaðra og njóta sambærilegra kjara og þeir. Líf brautryðjenda er sjaldnast dans á rósum. Þeir sem gáfu brot úr sögu sinni til þessara þátta hafa ekki farið var- hluta af ýmsum skrámum er tengjast Svona er efnið kynnt. fordómum og þekkingarleysi þeirra sem telja sig ófatlaða. Þáttaröðin og væntanleg bók um sama efni hafa hlotið nafnið H ALTUR RÍÐUR HROSSI. Fyrsti þátturinn fjallar um viðhorf og viðmót gagnvart fötluðu fólki í ljósi sögunnar, bók- mennta, siðfræði og kristinnar trúar. Síðari þættimir byggja hver um sig á þessum fyrsta þætti. Þeir fjalla urn heimilið, skóla og dagheimili, vinnu, frístundir og vináttu. Hver þáttur er um það bil 20 mínútur að lengd. Dóra S. Bjarnason, lektor, er höfundur bókar, en hún og Dr. Sigrún Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðsluvarps eru höfundarhandrits og stjórnendur upptöku og vinnslu. Þumall kvikmyndagerð annaðist klippingu og framleiðslu. Þulur er Róbert Amfinnsson leikari, en tónlist er eftir I Ijálmar H. Ragnarsson og Magnús Blöndai Jóhannsson.” Undirritaður hefur hér engu við að bæta, en endurtfekur aðeins: Hér hefur fé verið vel varið. £j H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 11

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.