Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Blaðsíða 14

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Blaðsíða 14
bandsins gaf Blindrafélaginu fjárupphæð sem dugði til kaupa á slíku tæki. Fyrsta VersaBrailletækið kom hingað til lands í maí- mánuði 1983 og var þegar haf- ist handa við prófun þess. Þrátt fyrir frábæra kosti tækisins kom í ljós að það hafði ýmsa annmarka, vinnsluminni þess var frekar lítið og tækið notaði snældur í stað disklinga. En tækið dugði samt vel og er enn notað, nú rúmum fimm árum síðar. Hér á landi eru nú þrjú VersaBrailletæki í notkun. Sú öra þróun sem átt hefur sér stað í heimi tölvutækninnar hefur gert það að verkum að Versa- Brailletækið er nú orðið úrelt, en margt annað betra hefur komið í staðinn. Tekist hefur að þróa tölvu- tæknina á þann hátt að blint og sjónskert fólk getur nú með auðveldu móti lesið venjulegan bókartexta. Fyrir nokkrum ár- um kom á markaðinn lesvél frá Kurzweil í Bandaríkjunum. Vél þessi var mj ög dýr en hafði þann kost að geta lesið upphátt úr venjulegri bók. Bókinni var stungið í vélina líkt og gert er þegar ljósritað er. Vélin nam textann og las fyrir notanda sinn. Þessi vél hefur verið í stöðugri þróun og nú nýlega var sýnd nýjasta lesvélin frá Kurz- weil. Hún er 31 sentmetri á breidd, 16áhæðog dýptin er 43 cm. Þessi lesvélvegur8,6kílóog kemst auðveldlega fyrir á skrifborði. Við vélina er tengdur lítill ljósnemi sem notandinn hefur í hendi sér. Einnig fylgir henni sjálfvirkur lesari en að honum verðurvikið síðar. Ljósneminn er stórskemmti- legtverkfæri. Hannerástærðvið tvo venjulega eldspýtnastokka. Með honum fylgir örþunn plastmotta sem lögð er yfir það sem á að lesa. í þessari plastmottu eru segulrendur en sams konar segulrendur eru á ljósnemanum. Þegarlinsunnier rennt eftir blaðinu sjá segul- rendumar til þess að notand- inn getur auðveldlega fylgt lín- unni. Þegar linsan er svo færð í næstu línu, er eins og hún fylgi ákveðnu haki. Hægt er að renna linsunni upp og niður eftir blað- inu eða á þann hátt sem hentar. Þá er hægt að faraflj óttyfir blaðið og segir þá lesvélin hversu mikill texti er á því. Hægt er að láta lesvélina lesa orðin í samfellu eða stafa orðið staf fyrir staf. Þá er hægt að renna linsunni yfir blaðið og mata lesvélina á því sem þar stendur og á hún að geta lesið í belg og biðu það sem á blaðinu stendur. Lesvélin les á því tungumáli sem matað hefur verið inn í hana. Til er enskt tal og að líkindum sænskt einnig. Hægt er að útbúa forrit fyrir hvaða tungumál sem er, en það er gífurlega mikil vinna. Slíkan hugbúnað vantar fyrir íslensk- una en vonandi stendur það nú tilbóta. Lesvélingeturskynjaðá fljótlegan hátt hvort einhver texti er á blaði. Þiýsti maður á þar til gerðan hnapp, þá segir vélin hvort eitthvað sé á blaðinu ogferámilligreinaskila. Þágetur lesvélin sagt til um hvar textinn er á blaðinu og einnig hvort eitthvað sé á baksíðunni, svo að ekki er nauðsynlegt að snúa blaðinuísífellu. Einsogsagtvarhérfyrr, fylgir með sjálfvirkur lesari (scanner) sem lítur út eins og lítil ljósritunarvél. Blaðið eðabókin er lögð í vélina og textinn látinn snúa að glerplötu. Vélin les þá það sem á blaðinu stendur og getur þannig lesið heilu bækurnar í belg og biðu. Sérstakt fyklaborð er tengt við lesvélina. Á því eru 18 hnappar sem hafa ýmsar verkanir. Sé stutt á einn hnapp- inn, segir lesvélin hvernig hnapparnir virka svo að blindur maður þarf ekki að fletta upp í leiðarvísinum til þess að athuga hvaða hnapp eigi að ýta á. Þessa lesvél er hægt að tengja við venjulega tölvu og nota hana til að skrá efni inn á tölvuna eins og gert er með venjulegum tölvulesara. Þá er hægt að sama skapi að taka á móti efni úr tölvu og láta lesvélina lesa. í þessari grein hef ég reynt að greina frá þvi helsta sem er á markaðinum varðandi lestæki og ritvinnsluvélar fyrir sjón- skerta. Það er auðsýnt að tækn- in gerir blindu fólki mun auð- veldara en áður að meðhöndla hin ýmsu tæki og veitir um leið blindum meiri aðgang að atvinnu. Ég hef þó ekki gert nærri öllu skil, enda væri það efni í mun lengri grein. Þó má t. d. minnast á sérstaka blindraletursskjái sem hægt er að tengja við venjulega tölvu þannig að blindur maður getur lesið með blindraletri það sem á skjánumerhveijusinni. Þáerog til sérstakur búnaður sem stækkar venjulegt letur á tölvu- skjá það mikið að mjög sjón- dapur maður getur lesið á skjá- inn. Þá eru tölvulesarar og tal- gervlar að verða svo fullkomnir að í rauninni á það ekki að vera tiltakanlegt vandamál fyrir sj ónskert fólk að lesa sínar eigin bækur, hafi það þann tækja- búnað sem til þarf. Það er stað- reynd að nú er mun auðveldara að framleiða bækur á blindra- letri en á snældum. í flestum tflvikum nægir að fá bækumar frá prentsmiðjum á disklingum og yfirfæra textann í gegnum sérstakt forrit sem breytir honum yfir í blindraletur. Reyndar þarf að fara yfir bók- ina, að aðlaga hana aðeins, en tíminn sem í það fer er til- takanlega lítill miðað við þann tíma sem fer í að skrifa bókina frá gmnni, eins og alltaf þurfti að gera fyrir tíma þessarar stór- kostlegu nýju tækni. Af framansögðu er ljóst að ef þeir sem sjóndaprir em eða blindir eiga kost á viðeigandi tækjum og hugbúnaði em þeim allir vegir færir til sjálfshjálpar. Þess verður t.d. ekki langt að bíða að sjóndapur maður geti sest fyrir framan sjónvarpið sitt og lesið myndatextann á skján- um, annað hvort á blindraletri eða með gervitali, en það er nú önnur saga. Skrifað í Reykjavík í janúar Gisli Helgason. 14

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.