Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Blaðsíða 28

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Blaðsíða 28
Stefán Ingólfsson skrifar Við val íþróttamanns ársins ríkja fordómar og þröngsýni. Iþróttafréttaritarar velja karlmenn úr „viðurkenndri“ íþróttagrein til að bera þennan titil. Konur, ungl- ingar, fatlað fólk og karlmenn sem ekki leggja stund á frjálsar íþróttir, knattspyrnu, handknattleik, sund eða kraftlyftingar eru útilokuð frá titlinum. Verðlaunahafar á ól- ympíuleikum og heimsmethafar koma ekki til greina ef þeir leggja stund á „óæðri“ íþróttir. „Merkilegustu íþróttirnar“ I fjölmiðlum er fjallað um ótrúlega fáar íþróttir. Afrekum unnum í þeim eru gerð góð skil en tæplega minnst á árangur í öðrum. Þær teljast „merki- legri“ eða „æðri“ en hinar. Mat íþrótta- fréttaritara kom berlega í Ijós við kjör íþróttamanns ársins 1984. Það ár náði okkarfremsti júdómaður, Bjarni Frið- riksson, að vinna til bronsverðlauna á ólympíuleikunum í Los Angeles. Það var besti árangur sem íslenskur íþrótta- maður hafði náð í aldarfjórðung. Eftir að hafa fylgst með ólympíuleikunum í september síðastliðnum blandast víst fáum hugur um að verðlaun á ól- ympíuleikunum taka öðru fram í íþróttum. Að mati íþróttafrétta- ritaranna 1984 var júdó hins vegar ekki nógu merkileg íþrótt. I kjöri íþrótta- manns ársins dugðu ólympíuverðlaun Bjarna honum ekki til að hljóta titilinn. Hann lenti í öðru sæti á eftir knatt- spyrnumanninum Asgeiri Sigur- vinssyni. Asgeir átti gott ár í þýsku knattspyrnunni 1984 var þó ekki að mati þarlendra fréttaritara besti leikmaðurinn. I kjöri knattspyrnu- mannsEvrópu 1984 var Asgeirheldur ekki á meðal 10 bestu. Framganga Bjarna í júdóíþróttinni tók fram ár- angri Asgeirs í knattspyrnunni. Að verða þriðji á ólympíuleikum er betra en að ná hvorki 10. sæti í Evrópu né vera bestur í sinni deild. Með því að kjósa Bjarna í annað sæti fólst yfirlýsing urn að knattspyman væri ólfkt merkilegri íþrótt en júdó. Valdar greinar Frá upphafi hafa karlar sem keppa í örfáum íþróttagreinum verið kosnir íþróttamenn ársins. Frjálsar íþróttir, knattspyrna, handknattleikur, sund og kraftlyftingar eru taldar framar öðrum greinum. Ur hópi iðkenda þeirra velja íþróttafréttaritarar íþróttamann ársins. 94% verðlaunahafa eru karlar sem keppa í þessum greinum. Miðað við reynslu undanfarinna áratuga virðast íþróttafréttaritarar flokka íþróttir eftir „mikilvægi“ í fjóra flokka. I fyrsta flokki eru knattspyrna, handknattleikur, frjálsar íþróttir, kraft- lyftingar og sund. I öðrum flokki eru körfuknattleikur, íþróttir unglinga og kvennaíþróttir. í þriðja flokki blak, badminton, skíðaíþróttir, tennis, ólympískar lyftingar, júdó, fimleikar, siglingar, borðtennis, golf, karate og fleiri greinar. Loks falla í fjórða flokk íþróttir eins og íslensk glíma, hesta- íþróttir og íþróttir fatlaðra. Við kjör iþróttamanns ársins eru valdir kepp- endur úr fyrsta flokki. íþróttamenn úr öðrum flokki koma einnig til greina við valið ef þeirhafa staðið sig afburða vel, til dæmis unnið sigur á merkum mótum eða verðlaun á ólympíuleikum. Iþróttamenn í þriðja flokki þurfa að vinna til gullverðlauna á ólympíu- leikum eða heimsmeistaratitil til að koma til greina sem i'þróttamenn árs- ins. Um það ber kjörið 1984 vitni. Af nýafstöðnu kjöri má álykta að kepp- endur í íþrótt í fjórða flokki geta alls ekki náð kjöri. íþróttirnar eru ekki nógu „mikilvægar“ að mati íþrótta- fréttaritara til að réttlæta að íþrótta- menn sem þær stunda hljóti kosningu. Þá gildir einu hversu glæsileg afrek þeir hafa unnið. Karlaíþróttir eingöngu Ahugi íþróttafréttaritara takmark- ast ekki aðeins við örfáar íþrótta- greinar. Hann er einnig bundinn við annað kynið. Frá upphafi hefur íþrótta- maður ársins verið kjörinn 33 sinnum. I öll þessi skipti nema eitt hefur karl- maður verið kjörinn. Ein kona náði kjöri fyrir hálfum öðrum áratug. 97% af íþróttamönnum ársins eru karlar. Þó að meira fari fyrir körlum en konum í íþróttum er með eindæmum að ekki hafi fleiri konur hlotið titilinn. Astæðan er varla að konur hafi náð jafn slökum árangri og kjörið ber vitni. Iþróttafréttaritarar sem flestallir eru karlmenn hafa hins vegar frá fyrstu tíð valið kvennaíþróttir óæðri karla- íþróttum. Hver náði lengst á árinu? Arangur íþróttamanna í hinum „viðurkenndu" greinum var slakur að flestra mati á nýliðnu ári. Flestir landsmenn felldu dóm sinn fyrir framan sjónvarpsskjáinn í beinni útsendingu frá ólympíuleikunum. Frammistaða íslensku keppendanna í þeirri raun var ekki það góð að ástæða væri til að verðlauna þá fyrir afrekin. Bestu afrekin á árinu unnu skákmenn og fatlaðir íþróttamenn. Skákmenn eru ekki í Iþróttasambandi Islands, ISI, og ekki venja að taka þá með í kjöri 28

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.