Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Blaðsíða 9

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Blaðsíða 9
heimilum á þessu ári, og hefur því ánægjulega takmarki verið náð. Á undanförnum mánuðum hafa verið hér miklar umræður um sam- býlisform sérstaklega hinna vangefnu hvort betra væri að búa á stórum stofnunum eða á fámennum heimilium t.d. þar sem búa 5-7 eða jafnvel 2-4 í íbúðum. í umræðunum um þessa breytingu hafa verið sögð mörg orð, sem hefðu betur verið ósögð, því þar hefur rang- túlkun og lítill kunnugleiki oft verið alls ráðandi. í eðli sínu er þetta stórmál, og afar viðkvæmt þar sem verið er að tala um flutning á fólki, fólki sem hefur afar mismikla getu og takmarkaða sjálf- stæða skoðun, og þar af leiðandi auð- velt að hafa áhrif á ákvörðunartöku hverju sinni. Það er hægt að spyrja: Hvers vegna er verið að þessu? Því er til að svara, að s.l. 25 ár hefur þetta verið að gerast í flestum löndum, bara með mismun- andi miklum hraða. Það er sama hvar borið er niður. Einn virtasti og þekktasti maður á Norðurlöndum, Svíinn Karl Grtine- wald, sem starfað hefur að þessum málum þar sem yfirmaður í 25 ár, segir m.a. í grein sem hann skrifaði nýlega: Að það komi vangefnum betur að búa í smáhópum með þátttöku í þjóð- félaginu, frekar en á stórum stofnun- um, er engin mótsetning eða „pendúll“ sem slæst til baka. Það er rökrétt af- leiðing biturrar reynslu. Því þrátt fyrir að við á Norðurlöndunum höfum byggt upp bestu stofnanir í heiminum, hefur árangurinn ekki orðið sá sem við vonuðumst eftir. Af þessum ástæðum getum við smám saman vel komist af án hvers konar stofnana. Allir vangefnir - jafn- vel alvarlega fatlaðir - geta búið í ein- býlishúsum, raðhúsum eða í íbúðum. Á daginn eiga þau að ganga í skóla eða í dagvistun til afþreyingar og þjálf- unar, ef þau hafa ekki möguleika á vinnu”. Ég get haldið áfram. í síðasta tíma- riti Þroskahjálpar er m.a. viðtal við einn fremsta lögfræðing Bandaríkj- anna David Ferleger, sem var staddur hér á landi fyrir stuttu síðan. Hann segir m.a.: í Bandaríkjunum eru enn við líði stórar stofnanir, sem hýsa mörg Félagsmálaráðherra opnar sambýl in í Blesugróf 29-31. hundruð - jafnvel þúsundir einstakl- inga. Nú eru þessar stofnanir á undan- haldi, en þeirra í stað koma heimili eða sambýli”. Þetta er aðeins lítið sýnishorn af miklum skrifum um þetta mál að und- anfömu. Ég er einn af þeim sem met afar mikils það starf og þá þjónustu sem vistheimili hafa veitt gegnum árin, en ég harma hve oft er talað niður í umræðum um stofnanir, það er í hæsta máta mjög ósanngjarnt, því þær hafa gert ómetanlegt gagn gegnum árin, en við megum ekki loka augum og eyrum fyrir breyttum tímum. Þar koma til meiri þekking, meiri reynsla, fleira af vel menntuðu starfs- fólki, allt þetta er aflgjafi til að örva meiri getu og þroska hjá skjól- stæðingum okkar, því þarf ekki að vera óeðlilegt að einn þátturinn sé breyting á búsetuformi. Áður en við settum okkar fyrsta sambýli á stofn 1976, vorum við búin að skoða og kynna okkur sambýli í Danmörku, og fúslega skal það viðurkennt, þar varð ég og fleiri fyrir j jákvæðum áhrifum, sent hafa magnast með ári hverju. Stjórn félagsins hefur verið sammála um að leggja áherslu á upp- byggingu sambýla, vegna góðrar reynslu, en telur það ekkert lokatak- mark, heldur áfanga að öðru meiru, þar á ég við íbúðir, sem ég ræði nánar hér síðar. Ágætu gestir. Styrktarfélaginu þótti full ástæða til að gera dagamun og bjóða ykkur hingað og má segja í tvennum tilgangi. Það er merkilegt samstarf milli Syrktarfélagsins og Öryrkjabandalags Islands með opnun tveggja heimila hér þ.e.a.s. Blesugrófar 29 og 31. Fyrir rúmu ári átturn við viðræður við formann Hússjóðs Öryrkjabanda- lagsins, Odd Ólafsson um húsnæð- ismál. Hann tók málaleitan okkar afar vel, og hvatti okkur til að skrifa bréf til Hússsjóðsins um að sjóðurinn keypti hús, sem hann síðan leigði Styrkt- arfélaginu, fyrir okkar starfsemi. Hús- sjóðurinn brást fljótt við og keypti þessi tvö áðurnefndu hús hér, og við höfum tekið þau á leigu, og rekstur er að hefjast í báðunt húsunum. I húsinu hér við hliðina á okkur er sambýli með 5 íbúum. Forstöðukona þar er Sigrún Friðriksdóttir þroska- þjálfi I þessu húsi er nýr og merkur áfangi í starfi okkar, sem við köllum skamm- tímavistun, ætluð fyrst og fremst ein- hverfum börnum. Ástæðan fyrir því að við köllum þetta ekki sambýli er vegna þess að þeir sem hér dvelja, eru mis- lengi og bíða eftir öðrum úrræðum. Forstöðukona er Hrefna Haraldsdóttir þroskaþjálfi. Þetta hús er líka sérstætt fyrir Sjá næstu síðu Hétjin^sj£j4rl££)lafssnn^o^Önnu^ FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 9

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.