Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Blaðsíða 5

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Blaðsíða 5
Sigrún Friðfinnsdóttir framkvæmdastjóri: DAGUR HJA GEÐHJÁLP Geðhjálp er félag fólks með geðræn vandamál aðstandenda þeirra svo og áhugafólks um geðræn vandamál. Félagið er með skrifstofu og félagsmiðstöð að Veltusundi 3b (við ,,Hallærisplanið“). Skrifstofan er opin á virkum dögum frá kl. 13-17 nema þriðjudaga. Þama ræð ég ríkjum á daginn, og þeytist út um borg og bí í erinda- gjörðum fyrir félagið. Nafn mitt er Sigrún Bára Friðfinns- dóttir og ég er eini launaði starfskraftur félagsins. Hef ég starfað hér síðan haustið 1988 og líkar bara vel. Endaer starfið margbreytilegt og fólkið sem kemur hér er bæði elskulegt og skemmtilegt. ÚR DAGBÓKINNI Idagerfimmtudagurinn 19.janúar. Ekki er hægt að segja að veðurguðimir séu okkur mannskepnunum hliðhollir í dag. Úti er strekkingur og annað slagið hríðarmugga. Um leið og ég mætti kl 13, opnaði húsið, kveikti ljósin, tók símsvarann úr sambandi, hófst dagurinn á Geðhjálp. Símtölin yfir daginn eru býsna mörg. Fólk hringir og leit ar aðstoðar og upplýsinga um margs konar mál er varða geðræn og félagsleg vandamál, Kona hringir fyrir systur sína og biður um upplýsingar um sjálfshjálparhópa og samtalið endar á að ég innrita þær systur báðar í einn slíkan hóp. Ungur maður hringir og biður um síðasta tölublað Geðhjálpar, því hann hafi áhuga á grein um misþroska börn sem sé í blaðinu og hvort ég viti hvar sé að finna lesefni um sama efni. Mörg af símtölunum í dag fjölluðu um minniháttar vandamál sem leysa mátti á meðan samtalið smö yfir. A skrifstofunakemurfólkmeð marg- vísleg erindi. Allt frá því að leita upp- lýsinga um hvar sé að finna félagsskap við hæfi eldri konu og til að biðja um aðstoð við útfyllingu umsóknar um húsnæði, til þess að ræða, hvort ástæða sé að leita aðstoðar vegna geðrænna vandamála og hvar hana sé að finna. Það er hlýtt og notalegt í fé- lagsmiðstöðinni okkar í Geðhjálp í dag á meðan vindurinn og snjókoman leika Sigrún Bára Friðfinnsdóttir sér fyrir utan gluggann. Fólk kemur og fer. Kemur hingað, hvílir lúin bein, fær sér kaffisopa, spjallar við aðra, leysir jafnvel hluta af lífsgátunni og fer svo. Þannig að hópur- inn er breytilegur. Einn af félagsmönnum kemur fær- andihendimeðkökurmeðkaffinu.við- stöddum til almennrar ánægju. Svona líður dagurinn hjá okkur á Geðhjálp, þar sem leitast er við að sinna sem flestum sem þangað leita í þeirri von að einhverjum verði liðsstyrkur- inn að góðu. Hið notalega andrúmsloft innan- dyra stafar fyrst og fremst af því að hér reyna allir að styðja hvem annan, upp- örva og hvetja til frekari dáða og betra lífs. Um leið og ég er að taka saman og hyggja til heimferðar, hringir sonur minn og bendir mér á að ég eigi við vandamál að etja sem sé mjólkur- skortur á heimili okkar og bendir mér ljúflega á að ég þurfi að koma við í búð á heimleiðinni. I kvöld er svo opið hús í félags- miðstöðinni og fyrirlestur á vegum Geðhjálpar uppi á Landsspítala. Með kveðju frá skrifstofu Geð- hjálpar, Sigrún Bára Friðfinnsdóttir. Almennar upplýsingar um Geðhjálp Geðhjálp er félag fólks með geðræn vandamál, aðstandenda þeirra, svo og áhugafólks um geðheilbrigðismál. Félagið rekur skrifstofu og félagsmiðstöð að Veltusundi 3b Reykjavík. Skrifstofan er opin: Mánudaga kl. 13.00-17.00. Miðvikudaga kl. 13.00-17.00. Fimmtudaga kl. 13.00-17.00. Föstudaga kl. 13.00-17.00. Skrifstofan sér um aðstoð og upplýsingar til þeirra sem þess óska og er öllum velkomið að nýta sér þá þjónustu. Geðhjálp gefur út tímaritið GEÐHJÁLP, kemur það út tvisvar á ári. Fyrirlestrar eru haldnir einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Þessir fyrirlestrar eru til vors nú: 30. mars Högni Óskarsson geðlæknir: Kynlífsvandamál og meðferð við þeim. 17. apríl Gunnar Gunnarsson sálfræðingur: Lífefli. Tengsl sálarog líkama. Leið til sjálfþekkingar. Þeir eru öllum opnir. Félagsmiðstöðin er með opið hús fimmtudaga kl. 20.00-22.30, laugardaga kl. 14.00-17.00. Félagsmiðstöðin hefur sannað tilgang sinn. Eitt af meginmarkmiðum hennar er að brjóta niður einangrun fólks með geðræn vandamál. Hún er öllum opin. Þama kynnist fólk úr ýmsum áttum og á öllum aldri. Einangrun fólks minnkar og það öðlast aukna ábyrgðartilfinningu. Á opnu húsi og í klúbbstarfinu hittist fólk, rabbar saman, spilar á spil, hlustar á músík og margt fleira. Innan félagsmiðstöðvarinnar eru nokkrir tómstundaklúbbar. Sjálfshjálparhópar hafa verið í gangi og verða áfram sé áhugi fólks fyrir hendi. Þessi félagsstarfsemi er bæði á daginn og á kvöldin. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 5

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.