Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Blaðsíða 10
annað.
Þessi stofa er nýtt fyrir 10
einstaklinga á daginn, þá sem tilheyra
Lækjarási og fáum við aftur aðstöðu
þar, t.d. í leikfimisal, heitum potti o.fl.
Gott og merkilegt samstarf. Ekkert hús
sem er í okkar umsjá er jafn vel nýtt.
Þessi deild er í umsjá Arnheiðar
Andrésdóttur þroskaþjálfa, forstöðu-
konu Lækjaráss.
Styrktarfélagið vill þakka Hús-
sjóði og formanni Öryrkjabandalags
Islands, Arnþóri Helgasyni og hans
stjóm fyrir frábært samstarf í þessu
máli.
Mér hefur orðið nokkuð tíðrætt um
sambýlisformið, en í sjálfu sér er það
aðeins einn þátturinn í breyttum
búsetumálum skjólstæðinga okkar, en
þar sem reynsla okkar af sambýlum er
góð, þótti okkur þó tími til kominn að
fara að huga að íbúðakaupum.
Þegar nýju húsnæðislögin komu,
gáfu þau mjög mikla möguleika fyrir
öryrkja að fá hagstæð lán til kaupa á
húsnæði, svo og gaf það möguleika til
að Styrktarfélagið fengi lán til íbúða-
kaupa til að leigja skjólstæðingum sín-
um.
Enda stóð ekki á því. Við höfum
fengið sérlega góða fyrirgreiðslu hjá
Húsnæðisstofnun ríkisins, þar sem við
fengum þau þrjú lán sem við sóttum
um á síðasta ári, og keyptum strax 3
íbúðir.
Hverjir búa þar?
Fólk sem var á stofnunum fyrir 10-
15 árum og hafði dvalið nokkur ár á
sambýlum okkar, það er fólkið sem er
í áðumefndum íbúðum.
Þetta finnst okkur rétt þróun, bæði
gagnvart þessum einstaklingum, og
miklu ódýrara ef við lítum á þá hlið
málsins fyrir ríkiskassann.
Egvil leggjaáhersluá.aðþettager-
ist ekki nema þjálfun og undirbúningur
sé markviss og það tekur vissulega
mislangan tíma.
Ennþá ætla ég að leyfa mér að
skýra þá þróun sem hafin er.
Stúlka sem var búin að vera á sam-
býli hjá okkur í nokkur ár og hefur unn-
ið úti í bæ, sagði einn daginn í fyrra við
okkar félagsráðgjafa:
„Nú langar mig að kaupa íbúð, ég
las það í blöðunum að það er hægt að fá
lán“.
„Hvernig ætlar þú að borga
íbúðina?“ spurði félagsráðgjafinn.
„Eg er búin að safna nokkuð miklu
sem ég á í banka, svo borga ég mán-
aðarlega af kaupinu mínu, og hvemig
er svo með þetta lán sem ég var að lesa
um?“
Félagsráðgjafi okkar fór með
stúlkunni niður á Húsnæðisstofnun,
sótti um íbúðarlán og auðvitað skrifaði
stúlkan undir umsóknina, og hún fékk
lánið í fyrra og keypti sér litla íbúð.
Nú hefur þessi dama búið í sinni
íbúð í nokkra mánuði, með lítilli
aðstoð og eftirliti og við hjónin komum
þangað nýlega.
Margt hefi ég upplifað, en fátt
þessu líkt.
Framúrskarandi snyrtilegt og
hreinlegt, hún var búin að baka, og var
með heitt brauð í ofninum. Hún var
ánægð og sæl.
Segir þetta ekki nokkuð hvað er að
gerast?
Verið öll velkomin hingað í dag.
Magnús Kristinsson.
Svar ríkisskattstjóra vegna
skattalegrar meðferðar bílakaupastyrkja
EFNI: Fyrirspurn varðandi
rgl. nr. 170/1987 um þátttöku
almannatrygginga í bifreiða-
kaupum fatlaðra.
Vísað er til bréfs yðar, dags. 8.
nóvember sl., varðandi skatta-
lega meðferð bílakaupastyrkja
til þeirra sem rétt eiga sam-
kvæmt reglugerð nr. 170/1987
um þátttöku almannatrygginga í
bifreiðakaupum fatlaðra.
Hér er um að ræða styrk frá
Tryggingastofnun ríkisins sem
bundinn er þeirri kvoð að styrk-
þega er óheimilt að selja bifreið
innan ákveðinna tímamarka
nema samkvæmt sérstöku leyfi
tryggingaráðs. Þessari kvöð
skal þinglýst á bifreiðina sam-
kvæmt 4. mgr. 2. gr. nefndrar
reglugerðar nr. 170/1987. Þar
sem styrkur þessi er þannig ætl-
aður til ákveðinnar fjárfestingar
og er tengdur þeirri fjárfestingu,
telst hann ekki til skattskyldra
tekna styrkþega, heldur til lækk-
unar á kostnaðarverði bifreiðar-
innar í hendi styrkþega, sbr. 2.
mgr. 10. gr. laganr. 75/1981 um
tekjuskatt og eignarskatt og 2.
málsl. 1. tl. 7. mgr. B-liðs 16. gr.
reglugerðar nr. 245/1963.
Styrkþega ber að telja bifreiðina
til eignar á þannig ákvörðuðu
stofnverði, sbr. 1. mgr. 3. tl. 74.
gr. sömu laga. Styrkþega ber að
gera grein fyrir styrknum á
skattframtali í greinargerð um
eignabreytingar.
EFTIRMÁLI:
Þetta svar átti að birtast í síðasta
Fréttabréfi, en gufaði upp á
einhvern óskiljanlegan máta.
Birtist hér þó seint sé. Rétt er um
leið að geta þess að upphæðir
þessara styrkja 1989 eru kr.
130.000 og 400.000 þús. fyrir
mest fatlaða.
H.S.
10
M