Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Blaðsíða 26

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Blaðsíða 26
MERKUR ÁFANGI Vallholt 12 á Selfossi. Það var býsna mikill hátíðarblær yfir Selfossi í björtu norðan kulinu 20. janúar s.l. og ekki að ástæðulausu. AðVallholti 12þaríbæ vorusam- an komnir allmargir gestir til að fagna því að Hússjóði Öryrkjabandalags ís- lands var formlega skilað af verktök- um húsi sínu þar fullbúnu, húsi sem Svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Suðurlandi mun svo taka til notkunar og hafa alla umsjón með. Forvígismaður verktaka - G- verks á Selfossi, Guðmundur Ingv- arsson, ávarpaði fyrst gesti og vakti athygli á þeim methraða, sem húsið var reist á, eða rétt um 13 mánuðum frá því fyrst var hafist handa. Hann greindi frá hönnunaraðila sem var Tæknideild Húsnæðisstofnunar, verkfræðiþáttinn sá Tæknistofan Óð- instorg um og Rafhönnun sá um raf- lagnir. Hann gat sérstaklega þess gleðilega við það að öll vinna verk- taka sem undirverktaka við húsið var unnin af heimamönnum á Selfossi. Húsið er fullbúið utan sem innan og frágangurúti sem inni til fyrirmyndar. Afhenti Guðmundur síðan Oddi Ól- afssyni formanni Hússjóði Ö.B.Í. lyklavöldin að húsinu. Oddur þakkaði öllum aðilum er þama höfðu lagt gjörva hönd að og gat sér í lagi um hinn góða þátt Eggerts Jóhannessonar við að hrinda þessu af stað. Oddur kvað þetta hús gleðilegan vott þeirrar stefnu, sem fylgt væri hjá Hússjóði Ö.B.Í. að dreifa húsnæði bandalagsins sem best og mest um landið. Bað byggingu þessari | 15 5 Guðmundur Kr. Ingvarsson hjá G-verki afhendir Oddi Ólafssyni lyklana að húsinu. blessunar og að hún yrði fötluðum að sem farsælustu liði. Það var svo Loftur Þorsteinsson varaformaður Svæðisstjómar Suður- lands, sem tók við húsinu til notkunar og færði Hússjóði Ö.B.I. og forvígisfólki þareinlægarþakkir. Hann kvað Svæðisstjóm mundi hafa umsjón með rekstrinum, en í því em íbúðir fyrir sjö fatlaða, 2 tvíbýli og 3 einbýli. A biðlista voru 10, en þetta væri verulegur áfangi til úrlausnar hús- næðisvandanum. Þá tók Eggert Jóhannesson við stjóm og gaf Gyðu Sveinbjömsdóttur formanni Þroskahjálpar á Suðurlandi orðið, en hún flutti þakkir félagsins og færði að gjöf 300 hundruð þúsund til kaupa innbús í dagstofu hússins. Amþór Helgason kvað það stefnu Öryrkjabandalags Islands að ná til sem flestra íbúa þessa lands sem á aðstoð þyrftu að halda. Hann lauk lofsorði á haganleika og vel unnið verk, en kvað frábært starf Eggerts Jóhannessonar - allt frá hugmynd til veruleika, ómet- anlegt. I þessu húsi finn ég að rfkir góður andi. Alþingismenn þeir sem mættu, Jón Helgason og Guðni Ágústsson, fluttu báðir ámaðaróskir. Jón fagnaði þessu mikilvæga starfi í dreifingu Lottó-fjár- ins um landið. Guðni kvað stjómmálamenn mega af þessu framtaki læra rétt og skipuleg vinnubrögð - þeir gerðu of mikið af því að brjóta heilann um fortíðina - bölva nútíðinni og skjálfa fyrir framtíðinni. Hér væri unnið ákveðið án alls víls, án alls hávaða. - Hlutimir framkvæmdir. Guðmundur Gunnarsson forstöðu- maður Tæknideildar Húsnæðisstofn- unar flutti kveðjur Húsnæðisstofnun- ar. Við svona verkefni væri ánægju- legra að fást, en flest önnur. Sem betur fer hefði lánareglum stofnunarinnar verið breytt til þess að þetta væri kleift, en hér væri einmitt rétti farvegurinn fyrir lánsfjármagnið. Sigríður Jensdóttir bæjarfulltrúi flutti heillaóskir bæjarstjórnar Selfossbæjar. Fyrir bæjarfélagið væri ómetanlegt að eiga slíkt fólk að, sem framkvæmdastjóra og fulltrúa Svæðisstjómar. Ragnar Magnússon bað húsinu blessunar f.h. Blindrafélagsins. Þá flutti Eggert Jóhannesson framkvæmdastjóri Svæðisstjórnar nokkur lokaorð. Hér væri dæmi um eindæma vel unnið verk, framúrskarandi samskipti og samvinnu allra aðila, sem aldrei hefði borið skugga á. Hann færði öl lum einlægar þakkir en alveg sérstaklega Önnu Ingvarsdóttur framkvæmdastjóra Hússjóðs Ö.B.Í. Bauð síðan gestum til veglegrar kaffidrykkju í boði Svæðisstjómar. Öll var athöfn þessi hin ánægjulegasta. En sjón er sögu ríkari og með fylgja myndiraf þessari glæsilegu byggingu. Hús Öryrkjabandalagsins við Vallholt á Selfossi. H.S. 26

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.