Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Blaðsíða 8

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Blaðsíða 8
Stvrktarfélag vangefinna Allt þeirra starf er í kærleik og kyrrþey unnið Aðfararorð: A liðnu ári átti Styrktarfélag van- gefinna 30 ára afmæli. Þess var veg- lega í verkum minnst s.s. allir eiga að þekkja og vita, sem nálægt þessum málum koma. Styrktarfélag vangefinna er eitt stofnfélaga Öryrkjabandalags Islands. Þar hefur það vissulega verið hinn virki þátttakandi og lagt góðum málum þar sem annars staðar hið ágætasta lið. M.a. hafa margir góðir kraftar Styrkt- arfélags vangefinna verið í forystu- hlutverki hjá Öryrkjabandalaginu og nægir þar að benda á baráttukonuna Sigríði Ingimarsdóttur. I stjórn Öryrkjabandalags Islands nú er Hafliði Hjartarson fram- kvæmdastjóri Vinnustofunnar Ass, en Hafliði á einnig sæti í stjórn Hússjóðs Öryrkjabandalagsins. Það var formaður Styrktarfé- lagsins til margra ára Magnús Krist- insson, sem lagði Fréttabréfinu til þessa ágætu og fróðlegu ræðu, sem hér með er þakkað kærlega fyrir. Til þeirra félaga Magnúsar formanns og Tómasar framkvæmda- stjóra Sturlaugssonar er löngum gott að leita. Stjórn Styrktarfélags vangefinna skipa nú að frátöldum fyrrgreindum formanni og greinarhöfundi: Hafliði Hjartarson, varaformaður, Arni Jónsson, gjaldkeri, Ragnheiður S. Jónsdóttir, ritari og Davíð Kr. Jens- son, meðstjórnandi. Varastjóm skipa: Hörður Sigþórsson, Gunnlaug Emilsdóttir, Friðrik Friðriksson, Magnús Lárusson og Pétur Haralds- son. Hér fer svo á eftir ræða Magnúsar Heimilið Blesugróf 29-31. Formaður og greinarhöfundur ásamt fríðum hópi kvenna. Kristinssonar, formanns við opnun heimilanna í Blesugróf 29 og 31: Hæstvirtur félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir og aðrir góðir gestir. Flest erum við þannig gerð, að við höfum einhver takmörk í lífinu, - svo það er ekki óeðlilegt, þótt það mótist í þeim störfum, sem við vinnum að í hinu daglega lífi okkar. Félög, hvað svo sem þau heita, eru þar af leiðandi spegilmynd af hugsun okkar, og þar eru markmiðin sett fram á mismunandi stigi eftir eðli og áhersluatriðum hverju sinni. I lögum félags okkar segir m.a. um tilgang: „Að komið verði upp nægilegum heimilum og stofnunum fyrir vangefið fólk, sem nauðsynlega þarf á þannig vistun að halda“. Við teljum okkur hafa verið nokk- uð trú þessari málsgrein og stjóm fé- lagsins sérlega samstillt í þessu máli. Lítum í okkar eigin barm. Hvað er betra en að hafa þak yfir höfuðið. Styrktarfélagið var stofnað 23. mars 1958, hefur nú starfað í 30 ár. Hvað hefur áunnist á þessum tíma? 3 dagstofnanir, 7 sambýli, 2 skammtímaheimili, verndaður vinnu- staður, 6 íbúðir, sumarhús, samtals 20 rekstrareiningar með um 150 ein- staklinga á okkar vegum. Þetta er ekki sagt til að miklast af, heldur til upplýsinga um markmið og þörf, - og ekki síður að láta þá vita, sem styrkt hafa okkur gegnum árin. bæði einstaklinga og félagasamtök með stórgjöfum á flest heimili félagsins. Framlög frá ríkinu og hinum ýmsu sjóðum þess, t.d. Framkvæmdasjóði fatlaðra, hafa verið veruleg í flestar okkar framkvæmdir til uppbyggingar á heimilum félagsins, sem ber einnig vissulega að þakka. Ég sagði áðan, að félagið hefði starfað í 30 ár og af því tilefni stefndi stjórnin m.a. að því, að koma á fót 2

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.