Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Blaðsíða 23

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Blaðsíða 23
Hvað er svona merkilegt við það? Lag: Ragnhildur Gísladóttir/Grýlurnar Texti: Stælt og skrumskælt af Einari Hjörleifssyni. Hvað er svona merkilegt við það að vera í hjólastól Hvað er svona merkilegt við það að rúlla um. manstu fatlafólið Hvað er svona merkilegt við það að hafa þröskulda staulast um á hækjum Hvað er svona merkilegt við það að komast um. Upp á skrifstofu inn á kló upp að altari ekkert mál ekkert mál ekkert mál Það er ekkert mál! Hvað er svona merkilegt við það að búa á sambýli Hvað er svona merkilegt við það að vera seinn. vera þroskaheftur? Hvað er svona merkilegt við það að hafa skásett augu Hvað er svona merkilegt við það að þurfa hjálp ekki eins og hinir Að eignast vinkonu að fá sér atvinnu að lifa lífinu ekkert mál ekkert mál ekkert mál Það er ekkert mál Hvað er svona merkilegt við það að vera heymarlaus Hvað er svona merkilegt við það að lifa í þögn. fetta sig og bretta Hvað er svona merkilegt við það að lesa af vörum fólks Er það kannski meiri háttar mál að tala skýrt? Að hreyfa varimar að tala af fingrum fram að lifa lífinu ekkert mál ekkert mál ekkert mál Hvað er svona merkilegt við það að vera sjóndapur alveg hreint staurblindur Er eitthvað meiriháttar merkilegt við það sjá ekki baun. Hvað er svona merkilegt við það ganga' um með hvítan staf þreifa' á öllum hlutum Er eitthvað óskaplega merkilegt við það labb' á vegg. Að sleppa sjónvarpi ekkert mál þekkja alla'á röddinni ekkert mál að lifa lífinu ekkert mál Það er ekkert mál! Hvað er svona merkilegt við það að vera geðveikur snarbrjálaður maður er kannski eitthvað merkilegt við það að fara á Klepp. Hvað er svona merkilegt við það að heyra raddir o'naf himnum vera Jesús Kristur er eitthvað meiriháttar merkilegt við það að taka lyf. Að vinna á skrifstofu ekkert mál að eignast fjölskyldu ekkert mál að lifa lífinu ekkert mál Það er ekkert mál! Hvað er svona merkilegt við það að vera fatlaður soldið öðru vísi er kannski eitthvað merkilegt við það að þiggja styrk. Hvað er svona merkilegt við það að fara á böll og bíó alveg eins og aðrir er eitthvað meiriháttar merkilegt við það að skemmta sér. Að dansa' í hjólastól ekkert mál að lenda' á kenndiríi ekkert mál að lifa lífinu ekkert mál Það er ekkert mál! Það er ekkert mál! Ath. Þessi skemmtilegi texti var saminn af Einari Hjörleifssyni sálfræðingi í tilefni af konsingavöku fatlaðra sem haldin var á Hótel Sögu í mars 1987. Bragurinn var fluttur á kosningavökunni '87 og einnig á vorblóti í Kópavogi sl. vor sem haldið var á vegum Þroskahjálpar og Ö.B.Í. K.J. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 23

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.