Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Blaðsíða 7
námsefnið í M.H. og Garðar Gíslason
frá M.K. Sem dæmi má nefna að
athygli hefur verið vakin á námsefninu
í Armúlaskóla og Fjölbrautarskóla
Garðabæjar. Auk þess hafa ferðimar út
á land verið notaðar m. a. ti 1 að koma því
á framfæri við skólayfirvöld á
viðkomandi stöðum, s.s. Mennta-
skólanum á Isafirði, Fjölbrautarskól-
anum á Selfossi og Menntaskólanum í
Vestmannaeyjum.
UNNIÐ AÐ FERLIMÁLUM
I samráði við Carl Brand hefur verið
unnið að ferlimálum bæði úti á landi og
í Reykjavík. Ymsir staðir hafa verið
heimsóttir í því skyni að benda á það
sem betur má fara. Þá hefur verið haft
samband við byggingaraðila áður en
framkvæmdir hefjast.
AÐEINS UM BYRJUN AÐ RÆÐA
Hér að ofan hef ég stiklað á stóru í
þeim mörgu verkefnum sem Ræðarar
og Stýrimaður hafa tekið sér fyrir
hendur. Eg vil taka það skýrt fram að
hvort sem um er að ræða kynn-
ingarstarf, ferlimál, tómstundamál,
fræðslumál eða hvað annað sem við
höfum lagt vinnu í, er aðeins um byrjun
að ræða. Vonandi þróast þetta starf og
dafnar í framtíðinni. Verkefnin eru
óþrjótandi því enn vantar mikið á að
fatlaðir sitji við sama borð og ófatlaðir.
Helgi Hróðmarsson.
Kveðja til Reykjalundar
Eins og rækilega var greint frá í síðasta Fréttabréfi
átti S.Í.B.S. 50 ára afmæli á liðnu ári.
Reykjalundur er sá staður, sem heldur hróðri
S.Í.B.S. hæst á lofti þó margt sé þar mjög vel gert
annað.
Þar dvelj ast hundruð manna í endurhæfingu á ári
hverju og fá mjög margir verulega bót
margháttaðra meina og sumir segjast koma
þaðan alheilir, þó skældir væru er inn var komið.
Dvalargestir ljúka allir lofsorði á þjónustu, en
sumir þakka íyrir með eftirminnilegri hætti en
aðrir.
Hér fer á eftir gamansöm kveðja en kær þökk um
leið frá Svövu Jóhannesdóttur, Markholti 1
Mosfellsbæ, sem hefur verið svo vinsamleg að
leyfabirtingu þessa ljóðs. Um leið vill Svava koma
á framfæri mikilli þökk til Reykjalundarfólks og
biður þeim öllum blessunar í starfi og svo vitnað
sé í hennar eigin orð: Það er gæfa góðum að mæta.
Ef tekur úr þér Jjör aðfjara
svofullum ekki nærðu skrið,
á Reykjalund er ráð að fara
og reyna að bæta ástandið.
Á þessum bæ er úrval lækna
og ótal kroppafræðingar
matreiðslu og meinatæknar
sem marka stefnu aðgerðar.
Fyrst er hver maður mældur veginn,
og metinn til hvers hann nýta má,
síðan teygður, þvældur, þveginn
og þeytt um staðinn til og frá.
Þeir hafa hér ótal tól og tæki
til þess gerð að efla þrótt,
og þjálfarar með þúsund klæki
sem þjarma aðfólki dag og nótt.
Sum með heitum bökstrum baka
böggla og teygja hvert vöðvagrey.
aðra leggja á kaldan klaka,
kuldaleg aðferð það, ja svei.
Háls og nef og herðar teygja
hrista skanka, blaka tám,
álku teygja, arma beygja,
elta bolta, hanga í rám.
Hundasund og hlaup og ganga,
hreysti gefur, sagt er mér,
boccía og bogajimi
bót erflestra meina hér.
Ef þú ert mjór þá áttu að fitna
og allur vcuca á þverveginn,
en feitabollan fær að svitna
svo fari hún héðan mjóslegin.
Sko, þetta er ein herjans þrælakista
- það er sko ekkert lygimál, -
á Reykjalundi er gott að gista,
þar gleymist ekki nokkur sál.
Þeir tóku mig að sér skælda skakka
ég skuggalaus var og alltaf kalt.
En endumærðfrá hæl að hnakka
héðan égfer og til í allt.
Svava Jóhannesdóttir.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
7