Fréttablaðið - 16.05.2020, Side 6

Fréttablaðið - 16.05.2020, Side 6
Við teljum að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Við erum sátt við að ráðuneytið hafi nálgast málið með opnum huga og sett aukafjármagn í þetta nýja kerfi, því hið gamla var búið að sýna að það virkaði ekki. Charlotta Odds- dóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands Samgöngustofa auglýsir eftir umsóknum um styrki ti l rannsóknarverkefna sem miða að því að auka öryggi á sjó. HEILDARÚTHLUTUN ER KR. 2,5 MILLJÓNIR Sjá nánar á vef Samgöngustofu, www.samgongustofa.is/styrkur STYRKIR TIL HUGVITSMANNA UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 31. MAÍ 2020 Lj ós m yn d w w w .e m m .i s 2020 Gyðjur & Gleði á Garðskaga námskeið helgina 5. -7. júní Settu kraft í drauma þína! Skráning og nánari uppl. í síma 857 8445 Marta Eiríksdóttir, gleðiþjálfi. Café AUSTURSTRÆTI • SKÓLAVÖRÐUSTÍG • LAUGAVEGI • AKUREYRI • VESTMANNAEYJUM Við gætum fyllsta hreinlætis og fylgjum ráðleggingum um sóttvarnir í öllum okkar viðskiptum. K JARAMÁL Fimm ára samningar hafa verið undirritaðir við dýra- lækna á landsbyggðinni. Mikil óánægja hafði verið með kerfið undanfarin ár og hætta á að mörg byggðarlög yrðu dýralæknislaus. Dýralæknarnir eru verktakar og í raun á vakt allan sólarhringinn allt árið, án þess að fá umbun fyrir það. Landbúnaðarráðherra skipaði starfshóp sem hefur breytt kerfinu og veitt dýralæknum staðarupp- bætur. Hins vegur hefur umdæmum verið fækkað og tvær héraðsdýra- læknastöður felldar niður. „Við erum sátt við að ráðuneytið hafi nálgast málið með opnum huga og sett aukafjármagn í þetta nýja kerfi, því hið gamla var búið að sýna að það virkaði ekki,“ segir Charlotta Oddsdóttir, formaður Dýralækna- félags Íslands. „Við þurfum að sjá hvernig hið nýja virkar og það mun þurfa aðlögunartíma.“ Með nýrri reglugerð hefur bak- vakt loksins verið skilgreind og þar segir ekki hægt að ætlast til þess að dýralæknir sé meira en 960 klukku- stundir á bakvakt á ári. Þá er dýra- læknunum einnig heimilt að taka að sér verk fyrir Matvælastofnun, sem hingað til hefur ekki mátt. Samningarnir eru ekki kjara- samningar í sjálfu sér, og hver dýra- læknir setur sína verðskrá. Nú hefur verið samið við alla. „Við eigum sjálfsagt eftir að sjá einhverja vankanta á þessu en fólk er að minnsta kosti það von- gott með kerfið að það er tilbúið að binda sig í fimm ár,“ segir Charlotta. – khg Loks samið við landsbyggðardýralækna REYKJAVÍKUR Áætlanir um að efnis- vinnslufyrirtækið Björgun ehf. f lytji á nýja lóð við Álfsnesvík hafa verið á teikniborðinu í rúm þrjú ár. Í byrjun apríl samþykkti borgar- ráð Reykjavíkur breytingu á aðal- skipulagi, sem gerði ráð fyrir nýju iðnaðarsvæði fyrirtækisins á svæð- inu. Sú breyting liggur hjá Skipu- lagsstofnun til staðfestingar. Málið var keyrt í gegnum borgarskipu- lagið, þótt Minjastofnun Íslands hafi verið andvíg því frá upphafi. „Skoðun Minjastofnunar hefur verið mjög afdráttarlaus frá því að þessi hugmynd var fyrst kynnt okkur á fundi í febrúar 2017. Það hefur lengi legið fyrir að þarna eru merkar minjar og því hefur legið fyrir frá upphafi að Minjastofnun gæti ekki fallist á að starfsemi fyrir- tækisins verði á þessum stað,“ segir Agnes Stefánsdóttir, sviðsstjóri Rannsókna og miðlunar hjá Minja- stofnun Íslands. Nefnir Agnes sem dæmi að í grein Kristjáns Eldjárn, fyrrverandi for- seta Íslands og þjóðminjavarðar, árið 1980, segi að staðurinn sé einn af fyrirrennurum Reykjavíkur og eigi að varðveitast eins og hann er. Fornleifaskráning svæðisins lá þó ekki fyrir, en sú vinna var sett í gang um sumarið 2017 og lá skýrsla fyrir í júní 2018. Á grundvelli skráningar- innar sendi Minjastofnun Íslands bréf til borgarráðs, þar sem þeirri skoðun stofnunarinnar var lýst að varðveislugildi minja á svæðinu væri hátt og að gildi þeirra fælist einkum í því að sú einstæða minja- heild væri ósnortin. Reykjavíkurborg hefur þrátt fyrir þetta haldið áformunum til streitu. Í júní 2019 var skrifað undir samkomulag um að Björgun fengi lóðina í Álfsnesvík og eins og áður segir var samþykkt að breyta aðal- skipulaginu fyrir rúmum mánuði. Þann 29. apríl síðastliðinn skrif- aði Minjavernd bréf til borgarráðs þar sem farið var yfir feril máls- ins og margs konar athugasemdir gerðar við umsögn umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar um málið. Meðal annars að rang- lega væri farið með dagsetningar, sem og að í sumum tilvikum hefðu rangar ályktanir verið dregnar af fyrri samskiptum Minjastofnunar og borgaryfirvalda. Ákvörðun borgaryfirvalda byggir að miklu leyti á ítarlegu kostamati en niðurstaða þess er að illfært sé að leita annað með starfsemi Björg- unar. Í áðurnefndu bréfi Minjastofnun- ar kemur fram að ítrekað hafi verið gerðar athugasemdir við „hið svo- kallaða kostamat“. Í því hafi ekki verið lagt mat á mismunandi kosti, með tilliti til áhrifa á menningar- minjar, þó að öðru sé haldið fram. Enn fremur kemur fram að með ákvörðun sinni hafi Reykjavíkur- borg tekið hagsmuni byggingar- iðnaðarins fram yfir hagsmuni almennings um varðveislu minja á svæðinu og að það sé andstætt til- gangi laga um menningarminjar. „Við teljum að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Við höfum því hafið undirbúning að tillögu til mennta- og menn- ingarmálaráðherra að friðlýsingu menningarlandslags á Álfsnesi og við Þerneyjarsund,“ segir Agnes. bjornth@frettabladid.is Vilja friðlýsa nýja lóð Björgunar á Álfsnesi Minjastofnun Íslands hyggst senda tillögu til mennta- og menningarmálaráð- herra um friðlýsingu menningarlandslags á Álfsnesi og við Þerneyjarsund. Það gerði út um þau áform borgaryfirvalda að Björgun hf. fái þar athafnasvæði. Borgaryfirvöld í Reykjavík telja aðrar leiðir en þá að Björgun fái athafnasvæði á Álfsnesi illfærar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 1 6 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.