Fréttablaðið - 16.05.2020, Side 10

Fréttablaðið - 16.05.2020, Side 10
STJÓRNSÝSLA Samtök atvinnulífs- ins vilja að tekin verði upp gjald- taka fyrir aðgang að upplýsingum frá hinu opinbera. Þetta kemur fram í umsögn SA um frumvarp for- sætisráðherra um breytingar á upp- lýsingalögum, sem er til meðferðar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Í umsögninni er vísað til þess að í stjórnsýslulögum sé kveðið á um heimild til gjaldtöku af aðila mála hjá stjórnsýslunni og enn ríkari ástæður séu fyrir því að innheimta slík gjöld af utanaðkomandi aðilum sem krefjast upplýsinga á grund- velli upplýsingalaga. „Með því er bæði staðið undir þeim kostnaði sem hlýst af öf lun gagna og jafnframt hvatt til þess að ekki sé óskað eftir gögnum og upplýsingum að óþörfu,“ segir í umsögninni. Yrði fallist á þessa ósk SA myndi slíkur kostnaður væntanlega falla á fjölmiðla enda langflestar beiðnir um upplýsingar á grundvelli upp- lýsingalaga frá blaða- og frétta- mönnum. Frumvarpið sem umsögn SA lýtur að, er lagt fram í kjölfar ábendingar SA um mikilvægi þess að hagsmuna þriðja aðila sé gætt við veitingu upplýsinga frá hinu opinbera. Verði frumvarpið að lögum verður opinberum aðilum skylt að leita eftir afstöðu þess sem upplýs- ingarnar geta varðað, til birtingar eða veitingar upplýsinga, nema það sé bersýnilega óþarft. Þá yrði úrskurðarnefnd um upplýsinga- mál gert að senda þriðja aðila afrit af úrskurði um af hendingu upp- lýsinga, auk þess sem þriðja aðila er veittur réttur til að krefjast frest- unar réttaráhrifa úrskurðar. Þriðji aðili geti líka kært Í umsögn SA er einnig lagt til að heimild til að bera mál undir úrskurðarnefnd um upplýsinga- mál verði útvíkkuð, þannig að einkaaðilar geti kært til hennar ákvörðun stjórnvalds um að veita upplýsingar sem þá varðar, enda ljóst að einkaaðilar geti haft hags- muni af niðurstöðu stjórnvalda um afhendingu gagna. Þá vilja samtökin að bætt verði við upplýsingalögin ákvæði, um að fyrirspyrjandi geri grein fyrir ástæðum þess að upplýsinganna sé óskað. „Afstaða Samtaka atvinnulífsins snýr að engu leyti að því að tak- marka aðgang að upplýsingum, heldur að einstaklingar og fyrirtæki sem gögnin varða séu upplýst um, og hafi um það að segja, að verið sé að af henda um þau upplýsingar,“ segir Davíð Þorláksson, forstöðu- maður samkeppnishæfnisviðs SA. Samtökin fagni  tímabærum breytingum á upplýsingalögum en vilji að betur sé gætt að réttarstöðu einkaaðila í málsmeðferð upplýs- ingabeiðna en frumvarpið gerir ráð fyrir, líkt og fram kemur í umsögn samtakanna. Átta umsagnir hafa borist um málið og skiptar skoðanir eru um efni þess. Umsagnir bæði Isavia og Samtaka iðnaðarins eru jákvæðar og taka undir mikilvægi frumvarps- ins. Myndi lengja málsmeðferð Í umsögn Blaðamannafélagsins er hins vegar varað við því að breyt- ingin myndi leiða til verulegra tafa á afgreiðslu beiðna um upplýsingar, en langur afgreiðslutími úrskurðar- nefndar um upplýsingamál hafi ítrekað komið til umræðu í sam- félaginu og á Alþingi. Tekið er í sama streng í umsögn Borgarskjalasafns, þar sem vakin er athygli á því að stjórnvöldum kunni nú þegar að vera skylt að leita eftir áliti þess sem upplýsingar varði, til að upplýsa mál. Verði breytingarnar að lögum verði mat á því hvort veita skuli upplýsingar, áfram hjá hinu opinbera, því upplýsingaréttur byggi á lögum en ekki afstöðu þriðja aðila. Er það mat safnsins að því verði lítill ávinningur af fyrirhug- uðum breytingum, einkum þegar tekið er tillit til þess hve íþyngjandi þær kunni að verða stjórnvöldum. Í umsögn safnsins er einnig vakin athygli á því að stjórnvöld kunni að vera bundin trúnaði við þann sem óski upplýsinga og að lokum bent á að samkvæmt upplýsingalögum er tímafrestur stjórnvalda til að veita umbeðnar upplýsingar sjö dagar. Sá frestur sé óraunhæfur verði breyt- ingarnar að lögum og óhjákvæmi- legt annað en að lengja hann. Í fyrrnefndri umsögn SA er reyndar lagt til að brugðist verði við þessu með því að lengja sjö daga frestinn í fjórtán daga. Í umsögn Sambands Íslenskra sveitarfélaga er líka minnst á þetta atriði og leiddar líkur að því að fleiri mál muni þurfa að afgreiða á grundvelli ákvæðis um 30 daga frest. Telur sambandið slík- an frest þó ásættanlegan svo hægt sé að tryggja réttindi þriðja aðila. Skref aftur á bak Siðfræðistofnun Íslands leggst gegn frumvarpinu. Breytingarnar muni þrengja aðgang almennings að upp- lýsingum og getu fjölmiðla til að veita stjórnvöldum aðhald. „Að þessu leyti vinnur frumvarp- ið gegn markmiði nýsamþykktra laga um útvíkkun gildissviðs upp- lýsingalaga, sem miða meðal ann- ars að því að styrkja upplýsingarétt almennings og stytta málsmeð- ferðartíma.“ Þá er vísað til athuga- semdar frá forsætisráðuneytinu, um að æskilegt væri að málsmeð- ferðartími væri mun styttri en nýju lögin heimili. Að mati Siðfræði- stofnunar er hætt við að með frum- varpinu verði hins vegar stigið skref aftur á bak. „Siðfræðistofnun telur mikilvægt að löggjafinn tryggi með afgerandi hætti að bætt og skýrari réttarstaða þriðja aðila, verði ekki til þess að málsmeðferðartími úrskurðar- nefndar um upplýsingamál lengist og að afgreiðsla beiðna um upplýs- ingar á grundvelli upplýsingaréttar almennings tefjist ekki á ómálefna- legum forsendum. Eins og frum- varpið er úr garði gert er það ekki tryggt.“ adalheidur@frettabladid.is Í sjálfu sér er nægur tími til stefnu en það er mikilvægt að fá fljótlega línur. Bergþór Ólason, formaður umhverf- is- og samgöngunefndar Alþingis Afstaða Samtaka at- vinnulífsins snýr að engu leyti að því að tak- marka aðgang að upplýs- ingum. Davíð Þorláksson forstöðumaður samkeppnis- hæfnisviðs SA Vilja að ríkið rukki fyrir upplýsingar Samtök atvinnulífsins kalla eftir kæruheimild í upplýsingalög fyrir fyrirtæki og einstaklinga og leggja til að frestur til að veita upp- lýsingar verði lengdur. Siðfræðistofnun telur frumvarp um breytingar á lögunum neikvætt fyrir upplýsingarétt almennings. Frumvarpið var samið í forsætisráðuneytinu að frumkvæði Samtaka atvinnulífsins. Það er til meðferðar í Stjórn- skipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, þar sem SA hafa gert grein fyrir efni umsagnar sinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Dæmi um þriðju aðila Meðal „þriðju aðila“ sem falla myndu undir breytinguna samkvæmt frumvarpinu, eru útgerðarfélög sem stefndu ríkinu vegna úthlutunar Fiski- stofu á aflaheimildum í makríl, sjálfstæðir framleiðendur sem sömdu við RÚV um kaup á dagskrárefni, starfsmaður Seðlabankans sem fékk 18 milljónir í námsstyrk hjá bank- anum, matvælaframleiðendur og lögbýli sem hafa sætt eftirliti Matvælastofnunar vegna gruns um slæman aðbúnað dýra og umsækjendur um uppreist æru.   H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja vísindarannsóknir og rannsóknatengt framhaldsnám á Íslandi. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn skilgreind rannsóknaverkefni einstaklinga, rannsóknahópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Rannsóknasjóði fyrir styrkárið 2021. Umsóknarfrestur rennur út 15. júlí 2020 kl. 16:00. Umsækjendur eru beðnir um að kynna sér vel reglur Rannsóknasjóðs fyrir styrkárið 2021 áður en hafist er handa við gerð umsóknar. Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum umsóknarkerfi Rannís. Umsóknir og umsóknargögn skulu vera á ensku. Nánari upplýsingar og aðgang að rafrænu umsóknarkerfi má nálgast á www.rannis.is Umsóknarfrestur 15. júlí Rannsóknasjóður SAMGÖNGUMÁL „Samgönguáætlun er enn í vinnslu og það er dálítil vinna eftir. Við fáum vegamálastjóra til okkar eftir helgi og svo fulltrúa ýmissa stofnana. Í framhaldinu fer nefndin í það að reyna að hnýta saman lausa enda,“ segir Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Nefndin fjallaði um samgöngu- áætlun á tveimur fundum í lok síð- ustu viku en þá hafði áætlunin ekki verið á dagskrá síðan 9. mars. „Okkur hefur kannski gengið hvað erfiðlegast að fá upplýsingar um það hvað af þessum viðbótar- fjárveitingum við fáum til ráð- stöfunar til verkefna samgöngu- áætlunar. Það er enn ekki búið að sundurgreina til að mynda 60 milljarða framkvæmdapakkann á árunum 2021 til 2023. Hvað af því fer í vegagerð, hvað í ofanflóðavarnir og dvalarheimili svo dæmi séu tekin.“ Samkvæmt uppfærðri starfsá- ætlun á Alþingi að starfa til 25. júní. „Í sjálfu sér er nægur tími til stefnu en það er mikilvægt að fá f ljótlega línur hvað varðar fjármögnunina,“ segir Bergþór. Frumvarp Sigurðar Inga Jóhanns- sonar, samgöngu- og sveitarstjórn- arráðherra, um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir er einn- ig á borði nefndarinnar. Rennur umsagnarfrestur út næsta föstudag. „Það er alveg frístandandi mál en er auðvitað haft til hliðsjónar við vinnu samgönguáætlunar,“ segir Bergþór. – sar Segir mikilvægt að fá fljótlega línur um fjármögnun fyrir samgönguáætlunina Endurnýjun Ölfusárbrúar er í samgönguáætluninni. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 1 6 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.