Fréttablaðið - 19.05.2020, Blaðsíða 2
Veður
Austlæg átt 3-10 m/s, en 10-15
syðst. Víða léttskýjað á norðan-
verðu landinu, en skýjað með
köflum og stöku skúrir sunnan til.
Hiti 5 til 12 stig, en vægt nætur-
frost á N- og A-landi. SJÁ SÍÐU 20
Alltaf nóg til af humri hjá Norðanfiski...
STÓRUM HUMRI!!
Norðanfiskur ehf. sérhæfir sig í framleiðslu á
úrvals sjávarfangi til veitinga- og stóreldhúsa.
Einnig má finna vörur Norðanfisks í
neytendapakkningum í verslunum
Bónus um land allt.
Hafið samband á nordanfiskur@nordanfiskur.is eða í síma 430 1700
Ekkert lát á framkvæmdum í Vesturbænum
COVID-19 „Stutta svarið við þessu
er að við vitum það ekki,“ svarar
Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir
ónæmisfræðideildar Landspítala,
spurður að því hvort mikil spritt
notkun og tíður handþvottur geti
haft neikvæð áhrif á ónæmi fólks.
Sala á handspritti og sýklaheft
andi efnum hefur rokið upp hér
á landi vegna kórónuveirufarald
ursins. Landsmenn eru meðvit
aðir um að þvo hendur sínar vel
og spritta til að koma í veg fyrir
útbreiðslu veirunnar og hafa víðs
vegar vaknað spurningar um áhrif
þess á ónæmiskerfið.
„Þessi gegndarlausa sprittnotkun
sem hefur verið í gangi núna á sér
engin dæmi í sögu mannsins þann
ig að það á eftir að koma í ljós hver
áhrif hennar verða,“ segir Björn og
bætir við að fordæmalausa ástandið
sem nú ríkir sé góð áminning um
mikilvægi handþvottar.
„Mikilvægi handþvottar verður
aldrei of oft áréttað og fáar aðgerðir
hafa virkað jafn vel varðandi heil
brigði, lifun og minnkun á smiti,“
segir Björn. Hann segir mikilvægt
að þvo hendur vel með mildri sápu
og að gott sé að miða við tuttugu
sekúndur.
„Það eru til skuggalegar tölur um
það hversu algengt það er að fólk
þvoi sér ekki um hendurnar þegar
það er til dæmis búið að nota kló
sett og svo er alveg ótrúlegur fjöldi
sem bara þvær sér ekki um hend
urnar,“ segir Björn og áréttar mikil
vægi þess að þvo sér um hendur eftir
klósettferðir, fyrir máltíðir og áður
en matvæli eru höndluð. „Þetta er
alltaf mikilvægt, ekki bara núna.“
Þá segir hann að þvoi fólk sér ekki
um hendurnar sé skárra en ekkert
að spritta vel. Hvað varðar mikla
Ofnotkun spritts gæti
haft ýmiss konar áhrif
Áhrif mikillar sprittnotkunar á ónæmiskerfið eru lítt þekkt en gætu komið
fram í ýmsum sjúkdómum síðar meir. Yfirlæknir ónæmisfræðideildar Land-
spítalans segir COVID-19 góða áminningu um mikilvægi handþvottar.
sprittnotkun og áhrif hennar á
ónæmi fólks segir Björn að ekki sé
líklegt að fleiri smitist af umgangs
pestum á næstu mánuðum og árum
vegna áhrifa spritts á ónæmiskerfið.
„Við höfum séð það núna að tíðni á
öllum smitsjúkdómum nema kyn
sjúkdómum hefur snarminnkað en
þegar við lítum til framtíðar gætum
við séð áhrif mikillar notkunar á
sýklaheftandi efnum.“
Áhrifin segir Björn að verði lík
lega greinilegri þegar litið verður
til sjálfofnæmis, ofnæmis, geð,
lungna, hjarta og æðasjúkdóma.
„Þetta eru sjúkdómar sem geta
verið í nokkur ár að þróast svo við
munum ekki sjá þetta strax,“ segir
hann.
Ástæðuna segir Björn vera heil
brigði mikróf lóru líkamans. „Við
vitum að ónæmiskerfið okkar er í
stöðugum samskiptum við míkró
flóruna og það er alltaf að verða til
meiri og meiri vitneskja um það
að heilbrigð míkróflóra stuðlar að
betra ónæmiskerfi og betra tauga
kerfi, þessi kerfi eru öll að tala
saman,“ segir Björn.
„Ofnotkun á sýklalyf jum og
sýklaheftandi efnum líkt og spritti
hefur áhrif á þessa míkróf lóru.
Hvernig það mun þróast, breytast
og hafa áhrif á heilsu fólks, það
kemur í ljós með tímanum og við
þurfum að rannsaka það betur,“
segir Björn. birnadrofn@frettabladid.is
Sala á sýklaheftandi efnum hefur rokið upp á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Þessi gegndarlausa
sprittnotkun sem
hefur verið í gangi núna á
sér engin dæmi
í sögu manns-
ins.
Björn Rúnar
Lúðvíksson
SAMFÉLAG Erlendum ríkisborgurum
á Íslandi fjölgaði um 1.530 talsins
frá 1. desember í fyrra fram til 1.
maí síðastliðins, þá voru búsettir
hér 50.877 erlendir ríkisborgarar.
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði
mest hér á landi á sama tímabili,
um 330 einstaklinga, og Rúmenum
fjölgaði næstmest, um 177 einstakl
inga.
Flestir erlendir ríkisborgarar sem
búsettir eru á Íslandi eru frá Pól
landi og voru þann 1. maí 20.004,
það eru 5,7 prósent af íbúum lands
ins. Pólskum ríkisborgurum fjölg
aði á þessum tíma þrátt fyrir að
rúmlega 600 manns hefðu yfirgefið
landið í apríl eftir komu COVID19
til Íslands.
Næstflestir eru ríkisborgarar frá
Litháen, sem voru 4.747 talsins í
byrjun maí. Samtals voru 366.308
einstaklingar búsettir á Íslandi hinn
1. maí á þessu ári. – bdj
Um sex prósent
þjóðarinnar
frá Póllandi
Þrátt fyrir að ferðamannastraumurinn til Íslands sé lítill sem enginn vegna kórónuveirufaraldursins var ekkert hik á iðnaðarmönnunum sem voru
að vinna við nýtt hótel á Héðinsreitnum. Á reitnum er verið að byggja alls 150 herbergja hótel í gamla Vesturbænum í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
STJÓRNMÁL Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra sagði á Alþingi í
gær að engar formlegar viðræður
hefðu átt sér stað á milli Íslands og
Atlantshafsbandalagsins, NATO,
um framkvæmdir í Helguvík. Þær
væru enn aðeins hugmynd utan
ríkisráðherra. Þar að auki ætti ekki
að blanda saman utanríkispólitík
og efnahagsaðgerðum á þeim tíma
þegar Íslendingar standa höllum
fæti.
Katrín varð fyrir mikilli orrahríð
frá formönnum Viðreisnar og Mið
f lokksins, þeim Þorgerði Katrínu
Gunnarsdóttur og Sigmundi Davíð
Gunnlaugssyni, vegna frétta um að
Vinstri græn hefðu hindrað upp
bygginguna. En hún er sögð vera
um 12 til 18 milljarða króna virði,
með litlum tilkostnaði fyrir Íslend
inga sjálfa.
Sakaði Sigmundur VG um að
láta innanf lokksviðhorf til NATO
ráða og fórna þar með hundruðum
starfa á Reykjanesi. Þorgerður Katr
ín spurði hvort þetta hefði verið
tekið upp í Þjóðaröryggisráði, og
ef ekki, væri verið að vega að vest
rænu varnarsamstarfi.
Katrín stóð á sínu og sagði
áhættumat í undirbúningi fyrir
Ísland, sem yrði tilbúið í haust.
„Við þurf um að vanda okk ur
þegar um er að ræða jafn mik il væg
mál og þjóðarör yggi Íslend inga,“
sagði hún. – khg
Hart sótt að
Katrínu á þingi
Katrín stóð á sínu þrátt fyrir aðsókn
á þingi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
1 9 . M A Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð