Fréttablaðið - 19.05.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.05.2020, Blaðsíða 10
Mig grunar að eitthvað hefði verið sagt ef verktaki frá Dort- mund í Þýskalandi fengi að malbika Akur- eyrarflugvöll. Halla Helgadóttir, framkvæmda- stjóri Hönnunar- miðstöðvar Íslands ÁRA5ÁBYRGÐUMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.FIATPROFESSIONAL.IS • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 FIAT HÚSBÍLAEIGENDUR ER HÚSBÍLLINN ÞINN KLÁR FYRIR SUMARIÐ? BJÓÐUM UPP Á SMURÞJÓNUSTU OG LÉTTA ÁSTANDSSKOÐUN FYRIR SUMARIÐ: • SJÓNSKOÐUN Á BREMSUKERFI OG UNDIRVAGNI • LJÓS YFIRFARIN • ÁSTAND HJÓLBARÐA METIÐ OG LOFTÞRÝSTINGUR MÆLDUR • ÞURRKUR OG RÚÐUSPRAUTUR YFIRFARNAR • ÁSTAND KÆLIKERFIS METIÐ • HLEÐSLA RAFKERFIS MÆLD. ALLIR VINNA – ENDURGREIÐSLA Á VSK Á VINNULIÐ AÐ LÁGMARKSUPPHÆÐ 25.000 KR. ÁN VSK. B RE TL AND Breska ríkið hefur úthlutað verkefnum upp á meira en milljarð punda, eða rúmlega 176 milljarða íslenskra króna, til einka- fyrirtækja án útboðs. Um er að ræða stór verkefni tengd viðbrögðum ríkisins við COVID-19 faraldrinum og hafa ráðherrar ákveðið að nota lagaklausu frá 2015 til að víkja frá reglum um útboð í ljósi aðstæðna. Samkvæmt umfjöllun breska dagblaðsins The Guardian hafa minnst 115 fyrirtæki fengið verkefni upp á samtals milljarð punda, án útboðs, frá því að faraldurinn hófst. Heildarlistinn yfir öll verkefni sem ekki hafa farið í útboð hefur ekki fengist afhentur. Stærsta verkefnið, upp á 234 milljónir punda, um að útvega ókeypis skólamáltíðir, fór til fyrirtækisins Edenred. Brake Broth- ers og BFS Group fengu 208 milljóna punda verkefni sem snýst um að útvega fólki í viðkvæmri stöðu mat. Randox hlaut 133 milljóna punda samning til að framleiða COVID- 19 próf. Hefur sá samningur verið gagnrýndur þar sem Owen Pater- son, þingmaður Íhaldsf lokksins, er ráðgjafi hjá fyrirtækinu. Randox hefur ekki viljað svara fyrirspurn- um um aðkomu þingmannsins. Samtökin Tussell aðstoðuðu The Guardian við að safna upplýsing- unum. Gus Tugendhat, stofnandi samtakanna, segir að það sem hafi verið opinberað kunni aðeins að vera toppurinn á ísjakanum. „Frá því að faraldurinn hófst höfum við séð gríðarlega aukningu í úthlutun verkefna hins opinbera án útboða,“ segir Tugendhat. Daniel Bruce, framkvæmda- stjóri Transparency International UK, varar við því að aðstæðurnar séu notaðar til að minnka gagnsæi. „Þessi fjöldi verkefna er áhyggjuefni og setur hættulegt fordæmi sem getur skaðað hagsmuni almennings og minnkað traust,“ segir Bruce. Utanríkisráðuneytið segir að fylgst sé með málinu og framvindu þess. Nýverið fékk fyrirtæki í Bret- landi úthlutað 300 milljóna króna verkefni til að sjá um markaðsher- ferðina „Ísland – saman í sókn“, sem blása á lífi í íslenska ferðaþjónustu. Mjög litlu munaði að íslensk auglýs- ingastofa yrði fyrir valinu og kemur til greina að útboðið verði kært. Halla Helgadóttir, framkvæmda- s t jór i Hön nu n a r m ið s t ö ðva r Íslands, segir að niðurstaða útboðs- ins sé hvort tveggja ímyndarlega óheppileg fyrir Ísland og efna- hagslega í ljósi þeirra aðstæðna sem COVID-19 faraldurinn hefur skapað. Íslensk stjórnvöld hefðu mátt leita nýrra leiða og taka tillit til aðstæðna, án þess að sniðganga reglur um samkeppni og útboð eins og Bretar virðast hafa gert, sem sé alls ekki til fyrirmyndar. „Mig grunar að eitthvað hefði verið sagt ef verktaki frá Dortmund í Þýskalandi fengi að malbika Akur- eyrarf lugvöll, en það er verkefni sem er líka hluti af COVID-19 við- bragði stjórnvalda. Núna er ekki góður tími til að senda stór verkefni úr landi, og engar faglegar né gæða- legar forsendur til þess miðað við að það munaði nánast engu á þeim sem voru í efstu sætum,“ segir Halla. „Ísland er þekkt víða um heim fyrir skapandi greinar og erfitt að trúa því að ekki hefði verið hægt að tryggja að framúrskarandi fólk úr skapandi greinum, markaðs- og auglýsingafólk á Íslandi, leiddi þetta verkefni.“ arib@frettabladid.is Stór verkefni ekki verið sett í útboð Breskir ráðherrar hafa notað heimild í lögum til að sleppa við að fara með stór verkefni tengd COVID-19 faraldrinum í útboð. Með- al annars samning við Randox, sem þingmaður Íhaldsflokksins starfar fyrir. Íslenska utanríkisráðuneytið fylgist vel með málinu. Hitamælingar við verslanir Starfsmaður tískuvöruverslunarinnar Gucci kannar hitann á konu áður en henni er hleypt inn í verslunina í miðborg Rómar á Ítalíu í gær. Líkt og margar aðrar þjóðir eru Ítalir hægt og rólega að slaka á útgöngu- og samkomubanni vegna COVID-19 faraldursins. MYND/EPA BANDARÍKIN Fyrsta bóluefnið við kórónuveirunni sem veldur COVID- 19 virðist öruggt og kemur í veg fyrir að veiran fjölgi sér. Þetta kemur fram í frumniðurstöðum framleið- andans Moderna í Massachusetts í Bandaríkjunum. Átta heilbrigðir sjálfboðaliðar fengu lítinn skammt af bóluefninu og voru svo smitaðir af veirunni. Náði bóluefnið að skapa sams konar vernd fyrir veirunni og finnst í einstaklingum sem hafa náð sér af smiti. Tal Zaks, yfirlæknir Moderna, segir þetta „fyrsta mikilvæga skrefið“ í átt að því að hægt sé að bólusetja almenning. Miklar rann- sóknir séu þó fram undan og þetta bóluefni, sem er eitt af mörgum sem eru í þróun, verði ekki tilbúið fyrr en í janúar á næsta ári í fyrsta lagi. Prófaðar voru þrjár skammta- stærðir. Einn sjálfboðaliði sem fékk lítinn skammt fékk aukaverkun, mikinn roða í kringum svæðið þar sem hann var sprautaður. Sá hópur sem fékk stærri skammt fékk hita og höfuðverk. – ab Nýtt bóluefni virðist öruggt Heimurinn bíður eftir bóluefninu. 1 9 . M A Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.