Fréttablaðið - 19.05.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 1 4 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 1 9 . M A Í 2 0 2 0
Nýr T-Cross
Brúar bilið á milli jeppa og fólksbíls
Tilboðsverð frá
3.190.000 kr.HEKLA · Laugavegi 170 · Sími 590 5000 · Volkswagen.is
VIÐSKIPTI Árangur Íslands í bar-
áttunni við COVID-19 hefur vakið
mikla athygli hjá erlendum fyrir-
tækjum, segja Hlynur Guðjónsson,
viðskiptafulltrúi á aðalræðisskrif-
stofu Íslands í New York, og Einar
Hansen Tómasson, verkefnastjóri
Film in Iceland, sem fjárfestinga-
svið Íslandsstofu rekur.
Á miðvikudaginn í síðustu viku
sendi Film In Iceland tölvupóst á
8.000 kvikmyndaframleiðendur
og erlenda blaðamenn til að kynna
árangur Íslands í baráttunni við
COVID-19. „Það var aðallega bara
fögnuður yfir því að það skuli vera
hægt að koma hingað til landsins og
taka upp,“ segir Einar spurður um
viðbrögð við tölvupóstinum. Innan
við sólarhring eftir að pósturinn var
sendur út höfðu 44 prósent viðtak-
enda opnað hlekk í póstinum sem
vísaði á frétt FilminIceland.com.
Einar gat ekki tjáð sig um hverjir
hefðu sýnt Íslandi áhuga en stað-
festi að það væru fyrirhuguð verk-
efni á Íslandi í sumar. Ted Sarandos,
yfirmaður hjá efnisveitunni Net-
f lix, hefur verið iðinn við að tala
vel um möguleika landsins í stórum
erlendum miðlum. Að sögn Einars
kviknaði mikill áhugi á Íslandi eftir
viðtal við Sarandos á vef Deadline.
„Fréttirnar um Ísland, er varða
viðbrögðin við COVID -19 og
hvernig ríkið hefur brugðist við,
hafa fengið mjög mikil viðbrögð
hérna. Fólk er að fylgjast með,“ segir
Hlynur.
Ameríska-íslenska viðskipta-
ráðið í Bandaríkjunum hélt nýverið
fjarfund þar sem Halldór Benjamín
Þorbergsson, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, fór yfir
stöðuna á Íslandi. „Það voru 98 pró-
sent þeirra fyrirtækja sem skráðu
sig á fundinn frá Bandaríkjunum og
það voru tæplega 80 fyrirtæki sem
komu inn á þennan fund. Þannig
að það er mikill áhugi á að heyra
hvernig við erum að gera þetta.“
Hlynur segir Íslandi hafa tekist
gríðarlega vel að halda f lutninga-
leiðum milli Íslands og Bandaríkj-
anna opnum síðastliðna mánuði. Ef
fyrsti ársfjórðungur 2019 er borinn
saman við fyrsta ársfjórðung 2020
er ekki nema 1,5 prósenta minnkun
í tonnum á útf luttum þorski til
Bandaríkjanna.
„Það er ekki mikil minnkun í
þessu ástandi og við erum að sjá
10 prósenta aukningu í virði fyrir
fiskinn út af stöðunni á krónunni.
Svo erum við að horfa upp á 65 pró-
senta aukningu á laxi. Hann fer úr
336 tonnum 2019 í 553 tonn 2020 á
fyrstu þremur mánuðum ársins og
virðið eykst um 75 prósent. En svo
eru aðrar vörur eins og ýsa og ufsi,
sérstaklega ýsan, sem fer marktækt
niður um 16 prósent,“ segir Hlynur
en sjávarafurðir eru um 60 prósent
af útf lutningi Íslands til Banda-
ríkjanna.
„Fyrstu þrír mánuðirnir hafa
allavega ekki verið jafn svartir og
maður hefði ætlað hvað þennan
markað varðar. „Þrátt fyrir að veit-
ingaiðnaðurinn, veitingastaðir og
mötuneyti hafi horfið af markaðn-
um næstum því. Þá virðist vera að
smávöruverslun með matvöru hafi
aukist mjög mikið.“ – mhj
Mikill áhugi á
árangri Íslands
Film in Iceland sendi 8.000 kvikmyndaframleið-
endum og erlendum blaðamönnum tölvupóst þar
sem árangur Íslands í baráttunni við COVID-19
var kynntur. Áhugi erlendra fyrirtækja er mikill.
Einar Hansen
Tómasson, verk-
efnastjóri hjá
Film in Iceland.
Stöðugur straumur var af gestum í Vesturbæjarlaug frá miðnæturopnun til lokunar í gærkvöld. Starfsmenn
þurftu nokkrum sinnum að minna á fjöldatakmarkanir og biðja fólk að bíða fyrir utan á meðan aðrir nutu sín í
lauginni. Fastagestir voru að sögn starfsmanns í skýjunum yfir að komast aftur í sund. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
SLYS Lögreglunni á Austurlandi
barst tilkynning á öðrum tímanum
í gær um að skipverja af fiskiskipi
væri saknað. Tilkynningin kom
eftir að skipið sem hann var á kom
til hafnar í Vopnafirði. „Þetta upp-
götvaðist þegar menn komu í land,“
segir Jón Sigurðsson, formaður
björgunarsveitarinnar Vopna.
Björgunarskip Vopna sigldi út
auk þess sem fjörur voru gengnar.
Tóku bæði björgunarsveitarmenn
og lögreglumenn þátt í leitinni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug
austur og lenti á Vopnafirði um
klukkan 19. Með henni voru fimm
kafarar Landhelgisgæslunnar.
Jón, segir að alls hefðu 30 manns
leitað í gærkvöld og að leitað yrði
til myrkurs. Liðsauki myndi síðan
berast af Norðurlandi og Austur-
landi í dag.
„Við erum að leita í Vopnafirð-
inum öllum,“ segir Jón. – khg
Leituðu að skipverja í Vopnafirði