Fréttablaðið - 19.05.2020, Blaðsíða 22
Aðalstarfsemi Bílasmiðsins er verslun og þjónusta með vörur tengdar atvinnubif
reiðum og tækjum ásamt iðnvör
um fyrir alls kyns smíði til lands
og sjávar. Afar fjölbreytt vöruúrval
er að finna í versluninni og þar
sem aðalstarfsemi þess fer fram.
„Fyrirtækið leggur mikinn
metnað og áherslu á hágæðavöru
og að veita fyrirtaks þjónustu og
ráðgjöf. Eitt af meginmarkmiðum
okkar er að geta boðið vörur sem
ekki fást víða annars staðar, á
sanngjörnu verði, sem er oft lægra
en á sömu eða sambærilegri vöru
erlendis,“ segir Páll Þór Leifsson,
sölustjóri hjá Bílasmiðnum.
„Við leggjum mikla áherslu
á að versla við evrópska birgja
og framleiðslufyrirtæki til að
tryggja góð og hagstæð kjör til
handa viðskiptavinum. Þá hefur
Bílasmiðurinn söluumboð fyrir
allmörg heimsþekkt vörumerki í
greininni. Þar á meðal umboð fyrir
RECARO bílstóla.“
RECARO bílstólar fyrir öryggið
RECARO er einn stærsti fram
leiðandi í heimi á stólum fyrir
farartæki. Fyrirtækið framleiðir
allt frá keppnisstólum upp í sér
útbúin sæti fyrir atvinnubílstjóra.
Það framleiðir einnig barnabíl
stóla sem hafa verið afar vinsælir
og hlotið fjölda verðlauna fyrir
hönnun og öryggi.
„Við höfum selt Recaro barna
stóla í yfir 25 ár eða allt frá því að
þeir komu fyrst á markað. Þeir
hafa notið mikilla vinsælda enda
gæðavara á góðu verði,“ segir Páll.
Recaro er með barnabílstóla og
kerrur fyrir 036 kg í nokkrum
útgáfum og litum.
„Nú erum við stolt af að kynna
tvær nýjar gerðir af Recaro bíl
stólum: Salia er 360° stóll fyrir 018
kg, áður Zero1 sem margir þekkja,
og svo Mako Elite stóll fyrir 1536
kg. Báðir stólarnir eru með ISOFIX
festingum og samrýmast Isize UN
129 reglugerð sem er nokkuð harð
ari reglugerð en eldri ECE44/4. Við
vonumst til að þessar nýju gerðir
munu falla íslenskum foreldrum
jafn vel í geð og hinar sem fyrir
eru,“ segir Páll.
„Allar gerðir bílstólanna eru til
sýnis í verslun okkar að Bíldshöfða
16, sími 567 2330. Þar er opið alla
virka daga frá kl. 8.00-18.00. Við
minnum jafnframt á Facebook-
síðu okkar Recaro Ísland og
heimasíðu framleiðanda Recaro-
Kids.com“
Gæðavara á góðu verði
Bílasmiðurinn hf. er 40 ára. Fyrirtækið er í fjölskyldueign og samanstendur af verslun með íhluti
fyrir farartæki og vagna og verkstæði sem sérhæfir sig í ísetningum og viðhaldi á miðstöðvum.
Páll Þór Leifsson sölustjóri hjá Bílasmiðnum hefur selt Recaro barnastóla í yfir 25 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Salia er nýr 360° bílstóll fyrir 0-18
kg. Fyrir aftan er Mako Elite, nýr
stóll fyrir 15-36 kg.
Við höfum selt
Recaro barnastóla
í yfir 25 ár. Þeir hafa
notið mikilla vinsælda
enda gæðavara á góðu
verði.
Við erum æsispennt fyrir sumrinu og því að fá líf í húsið á ný. Krakkana þyrstir
í að koma og við að fá þau,“ segir
Guðrún Baldvinsdóttir, verkefna
stjóri hjá Borgarbókasafninu.
Hún er stödd í menningarhúsinu
Gerðubergi í EfraBreiðholti þar
sem verður hörkufjör í sumar og
ókeypis smiðjur fyrir ungmenni á
aldrinum 12 til 16 ára í upplifunar
rýminu OKinu.
„OKið er nýtt upplifunarrými
þar sem ungmenni geta lært,
skapað, fiktað, átt í samtali eða
einfaldlega hangið og verið í ein
rúmi. Rýmið er ætlað ungmennum
og hafa þau tekið virkan þátt í
þróun og framkvæmd verkefnis
ins,“ upplýsir Guðrún um OKið
sem er styrkt af Barnamenningar
sjóði.
Ungmenni í Breiðholti tóku
þátt í rýnihópavinnu og voru þau
spurð hvað þau vildu gera sér til
dundurs og hvernig þau vildu hafa
upplifunarrýmið. Meðal þess sem
unglingarnir vildu sjá í OKinu var
svið, hellar, sjónvarp, krotveggur,
iPadspjaldtölvur og bækur, sem
þó þarf ekkert endilega að lesa.
„Við lítum á OKið sem tilraun til
að sjá hvað menningarstofnanir
eins og okkar geta boðið ungl
ingum upp á. Bókasöfn eru ekki
lengur staðir sem geyma eingöngu
bækur, heldur staður fyrir fólk á
öllum aldri og við erum að reyna
að brjóta upp þetta hefðbundna
hlutverk sem bókasafnið hefur,“
segir Guðrún.
„Einmitt þess vegna tengjast
smiðjurnar bókum lítið og er
fyrsta sumarsmiðjan borðspila
gerð sem tengist hugmynda
fræði sem við vinnum eftir í gerð
rýmisins, að búa til leik út frá því
sem við gerum dagsdaglega. Embla
Vigfúsdóttir leikjahönnuður og
einn af hönnuðum OKsins er
umsjónarmaður borðspilasmiðj
unnar. Markmiðið með smiðjunni
er að ungmennin búi til sína eigin
leiki inni og úti.“
Sumarið tími nýrra upplifana
OKið var formlega opnað í janúar.
Í samstarfi við skólana var unnið
með þema byggt á stafrænu
skáldsögunni Norður eftir danska
höfundinn Camillu Hübbe, um
norræna goðafræði og samband
manns og náttúru.
„Starfið var rétt að komast í gang
þegar kórónuveiran blossaði upp
og við þurftum að loka safninu
en við ætlum að vinna það upp í
sumar og bjóða upp á æðislegar
sumarsmiðjur. Sumarið kemur til
með að verða öðruvísi en venjuleg
sumur því landsmenn fara minna
til útlanda og unglingarnir fá
kannski ekki allir vinnu. Þá er fátt
betra en að prófa nýjar upplifanir,“
segir Guðrún kát.
Unglingar í Breiðholti áttu sjálfir
hugmyndir að öllum smiðjunum
sem eru vitaskuld opnar ung
mennum af öllu landinu.
„Efni smiðjanna er fjölbreytt og
þær verða unnar í samvinnu við
listafólk og aðra samstarfsaðila
safnsins. Þar má nefna raftón
list, kynlíf og kynheilbrigði,
spuna, gamlar flíkur fá nýtt líf og
hipphoppdans. Meðal leiðbein
enda eru Indíana Rós Ægisdóttir
kynfræðingur, Dansskóli Brynju
Péturs, fatahönnuðurinn Tanja
Huld Levý og spunaleikararnir
Steiney Skúladóttir og Pálmi Freyr
Hauksson,“ upplýsir Guðrún.
Smiðjurnar verða ýmist á
morgnana, frá klukkan 10 til 12,
eða frá klukkan 13 til 15. Fyrsta
smiðjan verður vikuna 15. til 19.
júní en vikuna á undan, 8. til 12.
júní, verður Borgarbókasafnið
með smiðjur fyrir börn á aldrinum
9 til 12 ára í öllum söfnum, þar á
meðan ritsmiðjur, rapptextagerð
með Kött Grá Pje, raftónlist og
vísindasmiðjur með Sævari Helga.
„Áhuginn er mikill og aðeins
örfá pláss eftir. Þátttaka er ókeypis
en þörf er á skráningu þar sem
pláss er takmarkað. Því þarf að
bregðast f ljótt við og fyrstir koma,
fyrstir fá. Um nýliðna helgi varð
strax mikið um skráningar en þótt
fullt sé í sumarsmiðjurnar viljum
við samt að fólk hafi samband við
okkur því við viljum endilega sjá
áhugann. Þá getum við mögulega
bætt við fleiri smiðjum þegar líður
á sumarið,“ segir Guðrún.
Skráning í sumarsmiðjurnar
fer fram á heimasíðu Borgarbóka
safnsins. Þar má líka sjá allar
sumarsmiðjur í boði Borgarbóka
safnsins: borgarbokasafn. is/sum
arsmidjurborgarbokasafnsins
Hipphopp, raftónlist og kynfræðsla
Það verður líf og fjör í nýju upplifunarrými unglinga, OKinu, í Gerðubergi í sumar þegar Borgarbókasafn-
ið kemur til móts við óskir ungmenna með ókeypis sumarsmiðjum sem mæta áhugamálum þeirra.
Guðrún Bald-
vinsdóttir
verkefnastjóri og
Embla Vigfús-
dóttir leikja-
hönnuður og
einn af hönn-
uðum OKsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
Áhuginn er mikill.
Því þarf að bregð-
ast fljótt við og fyrstir
koma, fyrstir fá.
4 KYNNINGARBLAÐ 1 9 . M A Í 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U RSUMAR OG BÖRN