Fréttablaðið - 19.05.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.05.2020, Blaðsíða 8
Við þurfum að halda áfram að styðja vísindamenn í að rannsaka uppruna veirunn- ar og hvernig hún dreifist. Xi Jinping, forseti Kína Að mínu mati er þetta í raun vís- vitandi seinagangur og algjörlega óásættanleg vinnubrögð. Þorsteinn Víg- lundsson, for- stjóri Hornsteins Dagskrá fundarins: Aðalfundur Haga hf. 9. júní 2020 Aðalfundur Haga hf., kt. 670203-2120, verður haldinn þriðjudaginn 9. júní 2020 og hefst hann kl. 09:00 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík. Ítarlegri upplýsingar um tillögur stjórnar, ársreikning og önnur gögn, ásamt upplýsingum um póstatkvæðagreiðslu, rétt hluthafa til að bera fram tillögur og framboð til stjórnar er að finna á vefsíðu félagsins, http://www.hagar.is/fjarfestaupplysingar/adalfundur/ Stjórn félagsins vill einnig árétta að forsvarsmenn hluthafa sem sækja fundinn, þ.e. forsvarsmenn fyrirtækja, lífeyrissjóða, fjárfestingasjóða, einstaklinga og annarra hluthafa, ber að skila umboði við skráningu inn á fundinn. Einnig verða einstaklingar beðnir um að framvísa persónuskilríkjum. Stjórn Haga hf. 1) Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina á liðnu starfsári. 2) Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár, ásamt skýrslu endurskoðanda, lagður fram til samþykktar. 3) Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar félagsins á reikningsárinu 2019/20. 4) Tillaga að lækkun hlutafjár og breytingu á samþykktum. • Grein 2.1 um hlutafé félagsins verði breytt þar sem hlutafé verði lækkað úr kr. 1.213.333.841 að nafnverði í kr. 1.180.624.568 að nafnverði og eigin hlutir, að nafnverði kr. 32.709.273, þannig ógiltir. 5) Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og undirnefnda. 6) Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu og skýrsla starfskjaranefndar. 7) Kosning tilnefningarnefndar. 8) Kosning stjórnar félagsins og endurskoðanda. 9) Ákvörðun um heimild stjórnar til kaupa á eigin bréfum. 10) Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. COVID-19 Kínverjar munu styðja önnur ríki um samanlagt tvo millj- arða dollara, eða tæplega 300 millj- arða króna, til þess að takast á við afleiðingar COVID-19. Tilkynnti Xi Jinping, forseti Kína, þetta á árleg- um fundi hjá Alþjóðaheilbrigðis- málastofnuninni, WHO. „Kína mun veita tvo milljarða dollara aðstoð á tveggja ára tímabili til að hjálpa ríkjum að takast á við af leiðingar COVID-19, bæði efna- hagslegar og félagslegar. Sérstaklega þróunarríkjum,“ sagði Jinping. Þá tilkynnti hann einnig að mörg kín- versk lyfjafyrirtæki væru að vinna að bóluefni og þegar það yrði til- búið yrði einkaleyfisréttinum ekki haldið til streitu. Fundurinn er vanalega haldinn í borginni Genf í Sviss en vegna aðstæðna í heiminum er hann haldinn á netinu í þetta skiptið. Xi Jinping hélt opnunarræðuna í þetta skiptið en dagskránni lýkur í dag. Helsta deiglumálið hvað COVID- 19 varðar er rannsókn á upprun- anum, en 110 ríki veraldar hafa skrifað undir yfirlýsingu til WHO um að óháð rannsókn verði gerð. Í yfirlýsingunni er Kína ekki nefnt en spjótunum samt augljóslega beint að landinu og yfirvöldum þar. Kín- verjar hafa verið mótfallnir rann- sókn og má ætla að aðstoðin sem þeir hyggjast veita núna sé tilraun til þess að friða heiminn. „Við þurfum að halda áfram að styðja vísindamenn í að rannsaka uppruna veirunnar og hvernig hún dreifist,“ sagði Jinping. Einnig að Kína myndi áfram verða opið, leggja áherslu á gegnsæi og halda áfram að miðla upplýsingum til WHO og alls heimsins. – khg Kínverjar veita COVID-19 aðstoð til annarra ríkja Tedros Adhanom, yfirmaður WHO, og Xi Jinping, forseti Kína. MYND/GETTY REYKJAVÍK Í lok síðustu viku greindi Fréttablaðið frá þeim fyrirætlunum Minjastofnunar Íslands að óska eftir því við mennta- og menningarmála- ráðherra að svæði við Álfsnesvík, þar sem fyrirhuguð uppbygging efnavinnslufyrirtækisins Björgunar er áætluð, verði friðlýst. Slík aðgerð myndi útiloka flutning Björgunar á svæðið. Þorsteinn Víglundsson er for- stjóri Hornsteins ehf. en Björgun er dótturfélag þess. Hann fordæmir vinnubrögð Minjastofnunar Íslands í málinu. „Þetta mál hefur verið í vinnslu innan borgarinnar í rúm fimm ár. Minjastofnun kom að borðinu frá því í byrjun árs 2017 og hefur fengið að fylgjast með framvindu mála allar götur síðan. Það hefur verið tekið tillit til sjónarmiða stofnunarinnar, meðal annars með því að færa upphaflega lóð austar á svæðinu, og allt málið unnið eins faglega og frekast er kostur. Þá var Minjastofnun boðið upp á að farið yrði í frekari fornleifarannsóknir á svæðinu en það boð var afþakkað,“ segir Þorsteinn. Hann segist hafa orðið fyrir mikl- um vonbrigðum þegar ljóst var að á síðustu stundu kom Minjastofnun fram með hótanir um friðlýsingu svæðisins til þess að stöðva fram- gang verkefnisins. „Að mínu mati er þetta í raun vísvitandi seinagangur og algjörlega óásættanleg vinnu- brögð. Minjastofnun er að koma þremur árum of seint með þessa kröfu,“ segir Þorsteinn. Hann bendir á að Björgun hafi verið án lóðar í rúmt ár enda hafi verkefnið tafist mikið. Ljóst sé að kolefnisspor starfseminnar muni minnka mikið með flutningi í Álfs- nesvík og það sé eitt af sjónarmið- unum fyrir því að þessi staðsetning hafi verið valin. Verði ekki af upp- byggingunni í Álfsnesvík verði fyrir- tækið fyrir miklu tjóni. „Það er alveg ljóst að ef svæðið verður friðlýst mun fyrirtækið sækja bætur fyrir það tjón sem hefur skapast.“ Í lok apríl sendi Minjastofnun bréf til borgarráðs Reykjavíkurborgar þar sem fram kom að stofnunin væri að undirbúa að senda áðurnefnda ósk um friðlýsingu til ráðherra málaflokksins. Í erindinu var lítið gert úr kostamati sem var unnið af umhverfis- og skipulagssviði Reykja- víkurborgar, meðal annars var það nefnt „svokallað“ kostamat í bréfinu. Þorsteinn segir að sú gagnrýni stofnunarinnar sé ósanngjörn og að fleiri dæmi um slíkt hafi komið upp í ferlinu. „Stofnunin hefur líkt þessari uppbyggingu við að reisa verksmiðju á Þingvöllum. Það sér hver maður að það er ekki nein sanngirni í slíkum samlíkingum,“ segir Þorsteinn. Hann tekur undir að mikil saga sé á svæðinu og þar sé að finna merkar minjar sem mikilvægt sé að vernda. „Þarna eru engar minjar sem sjást á yfirborðinu. Svæðið sem Kristján Eldjárn skrifaði um að þyrfti að vernda er í Leirvogi og því verður öllu hlíft. Menn telja sig sjá leifar tveggja til þriggja fiskibyrgja og samkvæmt áætlunum fer eitt þeirra undir lóð Björgunar,“ segir Þor- steinn. bjornth@frettabladid.is Ótæk vinnubrögð hjá Minjastofnun Forstjóri Hornsteins fordæmir áætlanir Minjastofnunar um að fara fram á að fyrirhugað uppbyggingarsvæði Björgunar í Álfsnesvík verði friðlýst. Verkefnið hafi verið á teikniborðinu og stofnunin haft aðkomu að því í rúm þrjú ár án þess að leggja inn kvörtun. Frá fyrirhuguðu athafnasvæði efnavinnslufyrirtækisins Björgunar í Álfsnesvík. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 1 9 . M A Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.