Fréttablaðið - 19.05.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 19.05.2020, Blaðsíða 16
Formaður ÍR segir lítið fjármagn koma frá opin- berum aðilum til að halda úti starfi í deildum félagsins sem hafi mikil áhrif á meistaraflokkana. Barna- starf reki sig með æfinga- gjöldum. FÓTBOLTI Leikmenn í ensku úrvals- deildinni samþykktu einróma að hefja aftur æfingar í dag. Mega leik- menn byrja að æfa fimm saman í hópi. Þetta er hluti af fyrsta stigi í að koma deildinni aftur af stað, sem kallast Project Restart. Alls voru 3.534 ný tilfelli af COVID-19 í landinu staðfest á sunnudag en aðeins 589 í Þýskalandi þar sem boltinn er farinn að rúlla af stað. Troy Deeney, fyrirliði Watford, getur ekki beðið eftir að komast aftur á völlinn en líst illa á næstu stig. „Fyrsta stig er ekkert mál en annað stig, sem er áætlað í næstu viku, leyf ir að f leiri mega æfa saman og svo sex dögum eftir það eru það 11 gegn 11. Ég get ekki beðið eftir að komast út á völl en það verður að vera öruggt fyrir alla. Tommy Abraham býr með pabba sínum og hann er með astma. Fullt af leikmönnum sendir mér skila- boð á hverjum degi því þeir vilja ekki koma fram og tjá sig. Mikill stuðningur er um stig eitt en stuðningurinn fer minnkandi á stigi tvö. Ég get ekki ímyndað mér þegar allir fara að mæta því þá er erfitt að halda f jarlægð,“ sagði Deeney við Good Morning Britain – en Piers Morgan er meðal stjórn- enda þar á bæ. – bb Enskir leikmenn æfa í litlum hópum Troy Deeney hefur verið að tjá sig um endurkomu í boltann. MYND/GETTY ÍÞRÓTTIR Karlar eru formenn í aðal- stjórnum sex af níu hverfisíþrótta- félögum í Reykjavík en konur eru formenn í þremur aðalstjórnum. Karlar eru jafnframt í meirihluta í aðalstjórnum sex hverfisíþrótta- félaga en konur eru í meirihluta í aðalstjórnum þriggja hverfis- íþróttafélaga, Ármanns, ÍR og Fjöln- is. Hrútalyktin er mest í Val þar sem 82 prósent af aðalstjórninni eru karlar. Framarar eru einnig slakir í að fá konur í aðalstjórn en þær eru 25 prósent í aðalstjórn. Það er einn- ig megn hrútalykt í stjórnum Fylkis, og Víkings. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Kynlegum tölum, samantekt mannréttinda- og lýð- ræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar. Þar kemur einnig fram að stelpur eru aðeins 36 prósent af iðkendum 6-18 ára hjá KR og Fram. Aðeins Ármann er með f leiri stelpur sem iðkendur í hverfisíþróttafélögum í Reykjavík. Einungis 1.283 börn með erlent ríkisfang æfa íþróttir með félög- unum níu. – bb Mest hrútalykt í aðalstjórn Vals Kvennalið Vals er Íslandsmeistari þvert á allar boltaíþróttir. FÓTBOLTI Gary Lineker sendi Luke Chadwick, fyrrverandi leikmanni Manchester United, einlæga afsök- unarbeiðni fyrir að hafa gert grín að útliti hans forðum daga. Lineker var hluti af teyminu sem sá um þátt- inn They Think It's All Over á BBC á sínum tíma. Þátturinn var gríðarlega vinsæll, en grínistinn Nick Hancock stýrði honum. Hann hefur einnig beðist afsökunar. Í þættinum var gert óspart grín að Chadwick en hann var aðeins 19 ára. Í síðustu viku fór hann í viðtal og sagði þetta eðli- lega hafa haft mikil áhrif á sig enda gekk grínið í margar vikur. Hann spilaði 39 leiki fyrir Man chester United. Hann þjálfar nú börn í Cam- bridge-akademínunni. – bb Lineker biðst afsökunar 1 9 . M A Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT ÍÞRÓTTIR Mannréttinda- og lýð- ræðisskrifstofa Reykjavíkur fékk tilkynningu um mögulegt brot ÍR vegna ákvörðunar félagsins um að leggja niður meistaraflokk kvenna í handknattleik. Ákvörðunin vakti velunnara meistaraf lokksins af værum blundi og var því hætt við að hætta og mun Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson stýra kvennaliði ÍR í handbolta. Skrifstofan tók erindið fyrir og benti Breiðhyltingum á í bréfi sínu 17. apríl að mögulega væri ÍR að brjóta samninga við borgina og að ákvörðunin gæti haft fjárhagslegar af leiðingar. Borgin greiðir ÍR 60 milljónir króna á þessu ári. Ingigerður Guðmundsdóttir, formaður ÍR, segir í bréfi sínu til borgarinnar að aðalstjórnin hafi ekki samþykkt ákvörðunina um að hætta með kvennaliðið. Hún bendir á að málið hafi ekki komið inn á borð aðalstjórnar félagsins því ákvörðunin hafi verið aftur- kölluð. Ingigerður segir enn fremur að fjármagn sé af skornum skammti og lítið fjárframlag komi frá opin- berum aðilum til að halda úti starfi í deildum félagsins sem hefur aðal- lega áhrif á meistaraflokkana enda sé barnastarfið f jármagnað að mestu leyti með æfingagjöldum. Ingigerður segir að ÍR sé með jafn- réttisstefnu en engir peningar séu til að leggja með þeirri stefnu. Skortur sé á sjálfboðaliðum og bendir hún á að aðalstjórn geti ekki skipað þeim hvert þeir beini sinni vinnu. ÍR sé eins og önnur félög og finni fyrir því að sjálf boðaliðum sé að fækka og færri hendur að afla fjármagns. Meistaraf lokksráð kvenna hafi verið stofnað og mun það aðstoða sjálf boðaliðana sem hafi þegar tryggt grundvöll fyrir að meistara- flokkur kvenna verði áfram við lýði í Breiðholti. Fulltrúar Sjálfstæðisf lokks og Flokks fólksins í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði bók- uðu athugasemdir um að skrif- stofan gæfi kafloðin svör og hefði ekki svarað þeim spurningum sem beint var til hennar með skýrum hætti. Hvort ÍR hafi brotið mann- réttindastefnu borgarinnar, brotið samninginn við borgina og hvort það hafi áhrif á samninga við borg- ina að félagið brjóti jafnréttisstefnu. Fulltrúarnir segja að í ljósi þess að ÍR fær allar sextíu milljónirnar Bréf Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkur varð til þess að ÍR hætti við að hætta með meist- araflokk kvenna í handbolta enda hefði það þýtt að félagið væri að brjóta samninga við borgina. Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, mun taka við meistaraflokksliði ÍR í kvennaflokki. ÍR tilkynnti að leggja ætti flokkinn niður vegna bágrar fjárstöðu en borgaryfirvöld voru ekki sátt við þá ákvörðun. Íþróttafulltrúi 10,7 Rekstur skrifstofu 11,8 Styrkur vegna fjölda deilda og iðkenda 2,5 Styrkur vegna sumarstarfs 1,0 Styrkur vegna rekstur íþróttahúss og félagsaðstöðu 17,9 Styrkur til greiðslu á fasteignasköttum 7,4 Umhirða og umsjón á velli og vegna afnota á bað- og búningsklefum 6,8 Rekstur skíðaskála 2,1 Alls 60,463 svörin séu fordæmisgefandi og leið- beinandi til íþróttafélaga óski þeir eftir skýrum svörum. Meirihlutinn í borginni bókaði að skrifstofan hefði brugðist við með skýrum hætti og hætt við athæfið sem erindið varðaði í kjölfarið. Í *Allar upphæðir eru í milljónum króna ✿ Greiðsluyfirlit til ÍR fyrri bókun meirihlutans kom fram að það væri fullur skilningur á því að staða íþróttafélaganna geti verið snúin, en kæmu upp erfiðleikar mættu þeir ekki bitna á einu kyni umfram annað eða afmörkuðum hópi. Lögð er áhersla á samvinnu og ánægjulegt er að málið hafi hlotið farsæla niðurstöðu, segir í bókun- inni. benediktboas@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.