Fréttablaðið - 19.05.2020, Blaðsíða 21
Foreldrar eru
náttúrulega vakn-
aðir fyrir allar aldir með
börnunum sínum og ef
það vantar eitthvað þá er
alveg einstaklega leiðin-
legt að þurfa að bíða til
klukkan tólf eða eitt.
Sigrún Ásta Einarsdóttir, framkvæmdastjóri vöru- og markaðssviðs, segir áherslu
lagða á að bjóða upp á vand-
aðar vörur sem geri foreldrum og
börnum kleift að eiga saman fleiri
og innilegri samverustundir.
„Þetta er mjög hjartfólgið við-
fangsefni hjá okkur þar sem hluti
af okkar stefnu og það sem við
teljum inn í okkar samfélagslegu
ábyrgð er að minnka skjátíma og
auka samveru. Og við leggjum
okkur fram við það þegar við
erum að velja inn vörur að þær séu
vandaðar og stuðli að samveru og
séu skapandi.“
Dýrmætar sumarstundir
Óhætt er að fullyrða að vöruúr-
valið hjá A4 sé eins og sniðið að
íslenskum aðstæðum. „Núna í
sumar er náttúrulega viðbúið, eins
og alltaf á Íslandi, að börnin séu að
leika sér bæði inni og úti. Þannig
að við erum með mikið framboð
af afþreyingu fyrir börn, bæði inni
og úti.“
Gott sé að geta gripið til skap-
andi vara sem gera fjölskyldunni
kleift að leika sér saman í stað þess
að snjalltækin taki yfir.
„Við erum með mikið úrval af
spilum, púslum, föndri og skap-
andi vörum. Þetta eru allt vörur
sem stuðla að minni skjátíma
inni við, vegna þess að við viljum
heldur ekki að börnin okkar detti
í snjalltækin um leið og það byrjar
að rigna og þau vilja vera inni,“
segir Sigrún Ásta. „Þá er gott að
eiga úrval af spilum og geta spilað
við börnin okkar eða föndrað.
Við erum með mikið af tilbúnum
föndursettum þar sem þú þarft
ekki að eiga lím eða þess háttar, þú
færð allt í einum kassa.“
Einnig fæst mikið úrval af vönd-
uðum, sígildum sumarvörum í A4.
„Við vorum að fá ný og spennandi
leikföng frá franska fyrirtækinu
Djeco, það eru þessi klassísku
sumarleikföng eins og krítar,
boltar og sippubönd. Þau eru
of boðslega fallega hönnuð, mjög
vönduð og Djeco leggur mikið upp
úr viðarleikföngum.“
Fjölskyldan er í fyrirrúmi hjá
A4. „Fyrst og fremst erum við með
það í huga, þegar við erum að velja
inn vörur fyrir börn, að foreldrar
og börn geti leikið saman. Það er
svo mikilvægt að við séum að leika
okkur saman og eiga í samskiptum
við börnin okkar á þessum skrítnu
tímum.“
Fullkomið í ferðalagið
A4 er með mikið úrval vara sem
eru tilvaldar í ferðalög. „Við erum
með skordýrasafnara-sett, sem er
með öllu sem þarf til að safna skor-
dýrum, skoða þau og læra þannig
meira um náttúruna. Sjónaukar
hafa líka verið mjög vinsælir hjá
okkur undanfarið og eru full-
komnir í ferðalagið um landið, að
leita að fuglum og skoða í kringum
sig, hvetja börnin til að skoða nátt-
úruna og kynnast landinu okkar.“
Við erum með mjög mikið af
hlutum sem henta í ferðlagið, eins
og til dæmis rosalega skemmtileg
heyrnartól fyrir börn, sem eru
með einhyrningshorn, pallíettu-
eyru eða risaeðluskreytt. Þau
henta litlum eyrum vel og getur
hljóðbók stytt stundir í löngum
bílferðum.“
Hægt er að fá allt sem þarf, í
handhægum umbúðum, fyrir
ferðalagið. „Síðan erum við með
föndurtösku þar sem þú ert með
allt sem þú þarft í föndrið í einni
tösku sem þú tekur með í ferða-
lagið. Þessi klassísku spil sem við
höfum verið að selja frá Ravens-
burger, þau eru líka til í ferðaút-
gáfu, í minni kassa sem auðveldara
er að ferðast með. Þannig að það
að fara í ferðalag þýðir ekki að þú
þurfir að pakka öllum leikföng-
unum í risastóran glæran plast-
kassa.“
Persónuleg listsköpun
Sigrún nefnir þá hina þrælsniðugu
Posca-málningarpenna sem bjóði
upp á endalausa möguleika. „Þú
getur málað á hvað sem er með
þeim, getur til dæmis skreytt föt
eða strigaskó. Svo er auðvitað
rosalega gaman að fara í fjöruferð,
tína steina og svo mála þá. Þú þarft
að sleppa ímyndunaraflinu lausu
til að nota þá því þú getur málað á
hvað sem er.“
Pennarnir séu kjörnir fyrir börn
til þess að skreyta og merkja hluti
á persónulegan og skapandi máta.
„Þeir eru virkilega skemmtilegir
þegar kemur að því að skreyta
til dæmis trékubba, hjólabretti
eða hlaupahjól. Við seljum líka
fjölnotapoka sem eru ómerktir og
margir hafa til dæmis látið börnin
sín skreyta pokana þannig að þeir
verða persónulegir. Posca-penn-
arnir eru alveg fullkomnir í það.“
Skapandi armbönd
A4 og Legobúðin eru í sömu eigu
og segir Sigrún að í Legobúðinni
sé að finna fjölda vara sem einnig
henti á sumrin, hvort sem það er
á rólegum rigningardögum eða
björtum sumarkvöldum.
„Við erum með
mikið úrval af alls
konar settum
fyrir allan
aldur, sem
henta
auðvitað
inni og
eru bæði
skapandi
og þjálf-
andi fyrir
hugann,
en svo
hentar
Duplo nátt-
úrulega úti á
pall eða úti í garð
því kubbarnir eru
svo stórir að þeir týnast
síður, fyrir þau yngstu,“
segir hún. „Þegar stelpan
mín var lítil þá var ég
dugleg að setja Duplo-
kubbana á teppi úti við,
af því að þetta er svo gott
fyrir fínhreyfingarnar, að
kubba saman, og svo eru
þetta svo sterkir og bjartir
litir fyrir þau allra yngstu.“
Sigrún nefnir einnig
DOTS-armböndin sem
notið hafa vinsælda á
hennar heimili. „Dóttir mín er
núna með æði fyrir DOTS-arm-
böndunum sem voru að koma frá
LEGO. Þetta eru armbönd sem
koma með litlum kubbum sem þú
ert alltaf að skreyta og í rauninni
geturðu búið til hvernig armband
sem er. Hún skreytti eitt armband
handa mér og gaf mér á mæðra-
daginn, sem mér þótti ótrúlega
vænt um,“ segir Sigrún.
„Þetta er ný lína frá þeim sem
er búið að bíða eftir lengi, og það
munu koma fleiri nýjungar seinna
á árinu með fjölbreyttari teg-
undum af kubbum. Þeir
eru alltaf að koma
með eitthvað nýtt
þannig að þú
getur verið að
tjá þig með
armbönd-
unum,
síðan
getur
þetta
verið
dálítið
eins og
vinaböndin
voru, það er hægt að skiptast á
kubbum og vinkonur og vinir geta
búið til og verið með armbönd.“
Sveigjanlegur opnunartími
Áherslur verslunarinnar á sam-
verustundir fjölskyldunnar endur-
speglast einnig í notendavænni
vefverslun og sveigjanlegum opn-
unartíma. „Við erum náttúrulega
með nýja og flotta vefverslun þar
sem auðvelt er að leita að og finna
það sem mann langar í og svo eru
allar búðirnar okkar opnar og
fullar af starfsfólki sem er tilbúið
að taka á móti og hjálpa. Skeifan
er opin alla daga til klukkan tíu
á kvöldin ef það hentar að koma
eftir að börnin eru lögst til svefns.“
Fyrir skömmu var ákveðið
að opna fyrr um helgar með
það í huga að koma til móts við
svefnvana foreldra. „Við byrjuð-
um nýverið að opna í Skeifunni
klukkan tíu á laugardögum og
sunnudögum. Foreldrar eru
náttúrulega vaknaðir fyrir allar
aldir með börnunum sínum og
ef það vantar eitthvað þá er alveg
einstaklega leiðinlegt að þurfa að
bíða til klukkan tólf eða eitt ef það
á að vera að fara að gera eitthvað
skemmtilegt.“
Framtakið hefur hlotið góðar
viðtökur. „Þetta hefur mælst
ótrúlega vel fyrir, þrátt fyrir að
við höfum í raun ekkert kynnt
þetta. Fólk leitar að opnunartíma
þegar það er að reyna að finna
búð og það er alveg of boðslega
gaman hvað margir foreldrar nýta
sér þetta á morgnana um helgar.
Skeifan er líka þannig staðsett að
þú getur farið þangað og stokkið
inn og út án þess að gera það að
langri búðarferð. Það er stærsta
búðin okkar og alltaf meira en nóg
af bílastæðum,“ segir Sigrún létt í
bragði.
Minni skjátími og meiri samvera
Í A4 er að finna gríðarlegt úrval af skapandi vörum og vönduðum leikföngum fyrir börn á öllum
aldri sem henta fullkomlega fyrir íslenska sumarið, hvort sem það er inni, úti eða á ferðalaginu.
Sigrún segir A4 leggja áherslu á að bjóða upp á vandaðar og skapandi vörur
sem stuðla að aukinni samveru milli foreldra og barna. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Katrín María, dóttir Sigrúnar, leikur sér hér með leikföng frá Djeco.
Málningarpennarnir bjóða upp á
fjölda skapandi valmöguleika.
Heyrnartólin í A4 fást í ýmsum
gerðum og eru tilvalin í ferðalagið.
Föndur-
taskan er
fullkomin í
ferðalagið.
KYNNINGARBLAÐ 3 Þ R I ÐJ U DAG U R 1 9 . M A Í 2 0 2 0 SUMAR OG BÖRN