Fréttablaðið - 19.05.2020, Blaðsíða 6
DÓM S M ÁL Lögmaður Jóhanns
Helgasonar í Los Angeles, Mic-
hael Machat, segir tónlistarrisana
Warner og Universal beita Jóhann
yfirgengilegu af li í viðleitni til að
fæla Jóhann og aðra rétthafa frá
málsóknum gegn fyrirtækjunum.
Fréttablaðið greindi frá því þann
6. maí síðastliðinn að lögmenn
Warner og Universal krefðust þess
að félag Jóhanns, Johannsongs,
greiddi jafnvirði 48 milljóna króna
vegna lögmannsstarfa. Var það
gert í kjölfar þess að dómari í Los
Angeles vísaði frá lagastuldarmáli
Jóhanns á hendur fyrirtækjunum
og höfundum lagsins You Raise Me
Up.
Lögmaður Jóhanns segir í and-
mælum til dómsins að lögmenn
Warner og Universal hafi ekki á
fyrri stigum gefið til kynna að lögð
yrði fram krafa vegna málskostn-
aðar eða gefið upp nokkra ástæðu
fyrir því að slíkt yrði gert. Rökin
fyrir kröfunni séu mótsagnakennd
og krafan sé svívirðilega há. Hann
krefjist þess að dómarinn hafni
henni eða þá að upphæðin verði um
tífalt lægri en farið sé fram á.
Þá segir Michael Machat mál
Jóhanns vera, þvert á það sem lög-
menn Warner og Universal halda
fram, rekið í góðri trú í hreinum
tilgangi, ekki af illvilja og vera mál-
efnalegt. Jóhann hafi fyrirfram
fengið staðfestingu tveggja tón-
listarfræðinga, lögmanna og mála-
færslumanna á því að málið væri
gott og gilt.
„Og það sem meira er, verði lög-
mannskostnaðurinn samþykktur
myndi það skapa hrollvekjandi for-
dæmi og fæla alla tónlistarmenn,
tónskáld, rithöfunda og listamenn
frá því að höfða mál vegna hræðslu
um verið sé að leggja aleiguna
að veði í viðureign við milljarða
dollara félög,“ segir Machat í and-
mælum sínum þar sem hann líkir
tónlistarsamsteypunum við risa-
vaxin skrímsli.
„Þeir skammast sín ekki fyrir að
biðja dóminn um að kenna hinum
ástsæla listamanni Jóhanni Helga-
syni áhrifamikla lexíu fyrir að dirf-
ast að beita sér fyrir því sem hann
og samlandar hans á Íslandi hafa
allir trúað, og horfa í leiðinni fram
hjá þeim ótrúlega fælingarmætti
sem slík ákvörðun yrði fyrir alla
tónlistarmenn sem kynnu að vilja
láta reyna á rétt sinn varðandi stuld
á höfundarrétti þeirra,“ ítrekar lög-
maðurinn.
Machat grípur í greinargerðinni
niður í sundurliðaða kröfu lög-
manna Universal og Warner. Nefnir
hann meðal annars dæmi þar sem
lögmennirnir þrír kasta á milli sín
uppkasti að þrettán lína bréfi til
dómsins og rukka fyrir það samtals
2.668 dollara, jafnvirði 388 þúsunda
króna – sem eigi að vera fyrir fimm
klukkustunda vinnu. „Miðað við
alla þá reynslu sem þeir búa yfir
mætti ætla að það hefði mátt gera
þetta skjal á innan við tíu mínút-
um,“ segir hann.
Eins og áður hefur komið fram í
Fréttablaðinu hyggst Jóhann leita
til áfrýjunardómstóls vegna frávís-
unar málsins og undirbýr lögmaður
hans nú áfrýjunina.
gar@frettabladid.is
Þeir skammast sín
ekki fyrir að biðja
dóminn um að kenna hinum
ástsæla listamanni Jóhanni
Helgasyni áhrifamikla lexíu
fyrir að dirfast að beita sér
fyrir því sem hann og
samlandar hans á Íslandi
hafa allir trúað.
Michael Machat,
lögmaður
Jóhanns
Helgasonar
í Los Angeles
Lögmaður segir kröfu
á Jóhann svívirðilega
Samþykki dómari kröfu um að Jóhann Helgason greiði 48 milljóna króna lög-
mannskostnað Warner og Universal hefði það ótrúlegan fælingarmátt gagn-
vart öllu því listafólki sem kynni að vilja leita réttar síns, segir lögmaður hans.
Umhverfisvænn
bambus-
klósettpappír
OFUR MJÚKURÓBLEIKTURÞÉTTUR Í SÉR
ÚR BAMBUSSJÁLFBÆR
FÆST
NÚ Á
ÍSLAN
DI!
Samkvæmt 4. gr. laga um framboð og kjör
forseta Íslands, nr. 36/1945, skal skila fram-
boðum til forsetakjörs sem fram á að fara
27. júní 2020 í hendur dómsmálaráðuneytinu
eigi síðar en kl. 24.00 föstudaginn 22. maí
2020. Framboði skal fylgja samþykki for-
setaefnis, nægileg tala meðmælenda, sbr.
auglýsingu forsætisráðuneytisins frá
20. mars 2020, svo og vottorð yfirkjörstjórna
um að meðmælendur séu kosningarbærir.
Dómsmálaráðuneytinu 19. maí 2020
Framboð til forsetakjörs
Jóhann Helgason er í góðri trú, segir lögmaður hans. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
S U Ð U R L A N D Vegagerðinni og
sveit ar félag inu Árborg hef ur
reynst erfitt að semja um nýtt veg-
stæði Suðurlandsvegar, sitt hvorum
megin við fyrirhugaða Ölfusárbrú.
En samkvæmt samgönguáætlun á
að reisa hana milli 2024 og 2028.
Hafa Gísli H. Halldórsson bæjar-
stjóri og Helgi S. Haraldsson, for-
seti bæjarstjórnar, fundað með
Vegagerðinni vegna þessa, eins og
fram kemur í svari við fyrirspurn
minnihluta Sjálfstæðisf lokks í
Árborg.
„Lögmenn Suðurlandi hafa haft
samningamálin á sinni könnu og
bæjarstjóri hefur falið þeim að
árétta við Vegagerðina nauðsyn
þess að samningum verði lokið,“
segir í svarinu. Er nú loks komin
hreyfing á málin.
„Samkvæmt samskiptum við
lögmann Vegagerðarinnar er von
á nýju tilboði vegna landsins í dag
eða á morgun, eftir ítrekaðar fyrir-
spurnir. Síðasta erindi sem kom frá
Vegagerðinni vegna málsins var í
apríl 2017 og var það tilboð óásætt-
anlegt.“ – khg
Erfiðir samningar Árborgar og Vegagerðarinnar
Loks er komin hreyfing á samninga um vegstæði. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
ÍSAFJÖRÐUR Ekkert tilboð barst frá
íslenskum fyrirtækjum í útboði á
byggingu knatthúss á Ísafirði og er
búið að leggja fyrir bæjarstjórn til-
boð frá norska fyrirtækinu Hugaas
Entreprenör. Í tilboðinu er gengið
út frá því að verkinu yrði lokið
fyrir árslok og að hafist yrði handa
í haust.
Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri
Ísafjarðarbæjar, óskaði á bæjar-
ráðsfundi í gær eftir heimild til að
vinna verkið áfram með norska
fyrirtækinu í von um að það verði
tilbúið fyrir árslok með heimild til
að ganga til samninga við norska
fyrirtækið. Bæjarráð Ísafjarðar-
bæjar óskaði eftir því að unnin yrði
kostnaðar- og tímaáætlun sem verði
tekin fyrir á næsta fundi.
Í samtali við Fréttablaðið segir
Birgir það óvænt að ekkert tilboð
hafi komið frá íslensku fyrirtæki.
„Þegar við fórum í útboð í vetur
kom ekkert tilboð inn til okkar. Þá
fórum við að skoða hvaða mögu-
leikar stæðu til boða. Við fórum að
af la okkur upplýsinga en á sama
tíma gættum við þess að vinna
innan kostnaðaráætlunar sem við
lögðum upp með,“ segir Birgir.
Aðspurður segir hann tilboðið
heillandi en Norðmennirnir hafa
boðið afslátt ef tilboðinu verður
tekið fyrir 1. júní.
„Það sem þeir hafa lagt fram lítur
vel út. Þeir voru áhugasamir þegar
við buðum þetta út í fyrstu en sáu
ekki fram á að geta unnið í undir-
stöðunum. Þá yrði þessu skipt í tvo
áfanga, grunnvinnan við að setja
sökklana yrði búin áður en þeir
kæmu að setja upp húsið.“
Birgir tekur undir að þetta yrðu
stakkaskipti fyrir íþróttir á Ísafirði.
„Eftirspurnin eftir knatthúsi er
gríðarleg og þetta yrði algjör bylting
fyrir okkur. Það er engin leið fyrir
okkur að stunda knattspyrnu utan-
húss að vetri til og þetta myndi stór-
bæta aðstöðu okkar íþróttafólks,“
segir Birgir. – kpt
Tilboð frá Noregi í knatthús Ísafjarðarbæjar þykir heillandi
Ísfirðingar vonast til að reisa knatt-
hús fyrir árslok. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
1 9 . M A Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð