Fréttablaðið - 19.05.2020, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 19.05.2020, Blaðsíða 14
KYNNINGARAFSLÁTTUR 20% KYNNINGARAFSLÁTTUR 20% KYNNINGARAFSLÁTTUR 20% GARÐHÚSGÖGNIN KOMIN Í HÖLLINA www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 Þú finnur bæklinginn husgagnahollin.is RIMINI 2,5 og 3ja sæta, meira á bls. 2 og 3 Reykjavík Bíldshöfði 20 Akureyri Dalsbraut 1 Ísafirði Skeiði 1 SUMAR GARÐHÚSGÖGN | SMÁVARA | HÆGINDASTÓLAR | HILLUR , SKÁPAR, BORÐ OG STÓLA R | SÓFAR DAGAR www.husgagnahollin.is S ENDUM FR ÍT T V E F V E R S L U N – úti og inni – www.husgagnahollin.is S ENDUM FR ÍT T V E F V E R S L U N SOHO Flottur þriggja sæta útisófi frá BRAFAB. Álgrind, handofinn úr sérlega endingargóðu fléttu­ efni. Fyrsta flokks svampur í sessum og bakpullum. Endingargott Olifin áklæði. Stærð: 187 x 79 x 90 cm 111.992 kr. 139.990 kr. LEONE Hornsófi úr Leone línunni 2H2. Svört álgrind og gráar sessur og bakpullur úr fyrsta flokks svampi. Endingargott áklæði. Stærð: 203 x 203 x 80 cm Sófarborð úr svörtu áli með reyklitaðri glerplötu fylgir sófanum. Stærð: 70x70x30 cm 143.992 kr. 179.990 kr. SOHO Stóll úr Soho línunni. Stærð: 79 x 74 x 90 cm 42.392 kr. 52.990 kr. Samskipti Íslendinga hafa lengi verið undarleg. Þeir gera allt að deilumálum og taka ákvarðan- ir sem bera ósættið í sér. Sennilega er hersetan í Keflavík þar ljósasta dæmið. Þeir rífast um allt, um bygg- ingu virkjana og stóriðjumál, raf- línur, orkusölu, kvótakerfi til sjós og lands, náttúruvernd, vegagerð, þéttingu byggðar, innflytjendamál, hvort f lugvöllur skuli vera í höfuð- borginni og stað fyrir þjóðarsjúkra- hús. Þennan samfélagshernað iðka þeir svo mest í fjölmiðlum með skeytasendingum og illmælgi hverj- ir um aðra og árangurinn oftast sá að allir tapa. Lengi voru þrjú dagblöð í þessu hlutverki. Morgunblaðið mokaði skít ofan á Þjóðviljann sem mok- aði sams konar skít til baka og á Alþýðublaðið; sem mokaði skít á báða. Þetta var að sjálfsögðu gert til að öllum liði betur. Í áratugi hefur Sjálfstæðis- flokkurinn verið undirlagður af ill- deilum og f lokkadráttum. Upp úr sauð þegar varaformaður flokksins myndaði ríkisstjórn með helstu andstæðingum hans í mikilli óþökk formanns og meirihluta f lokks- manna. Vinsælasti maður flokksins meðal almennings passaði aldrei í klíkurnar í f lokknum og fór sínar eigin leiðir. Um áratug síðar varð nýkjörinn formaður f lokksins forsætisráð- herra. Sá losaði sig við erfiðustu andstæðinga sína og gerði þá að sendiherrum. Þegar svo forráða- maður ríkisstofnunar var honum ekki alveg sammála; lagði hann við- komandi stofnun niður og ógnaði með því óþægum flokksmönnum til þagnar. Þetta þótti svo f lott að skrifuð var bók um stjórnvisku formannsins. Uppskeran varð svo harkalegt f lokksræði. Svo kom Borgaraflokkurinn og seinna Frjáls- lyndi f lokkurinn; sem byggðu að mestu á fortíð Sjálfstæðisflokksins. Síðar kom svo Viðreisn; og karpið heldur áfram. Saga vinstri manna er ekki síður sorgleg. Alþýðubandalag, Alþýðu- flokkur, Samfylking, Vinstri grænir, Píratar, Samstaða, Alþýðufylking og Sósíalistaf lokkur. Sama fólkið stofnar endalaust nýja flokka af því að það getur ekki talað saman. Þegar bankarnir féllu 2008 var VG eina þálifandi stjórnmálaaflið sem ekki bar neina ábyrgð á því sem gerst hafði. Engu að síður urðu eftirmálar bankahrunsins til þess að þessi f lokkur liðaðist í sundur; mest vegna afstöðu í málum sem eðli þeirra samkvæmt hefðu átt að þjappa honum saman. Þetta var afskiptaleysi og and- staða við lausnir á vanda þeirra sem sátu uppi með stökkbreyttar skuld- ir eftir hrunið og svo Icesave-málið; sem varð í raun að heilkenni for- mannsins; sem flokksmenn mættu með þögn. Þá gat það ekki annað en lagst illa fjölda almennra félaga VG að flokkurinn skyldi fara í tilhuga- líf við Evrópubandalagið. Ekkert af þessum málum fengu neina teljandi umræðu innan VG, en leiddi til þess að flokkurinn sundraðist og er ekki svipur hjá sjón. Þá hafa þau undur gerst að Fram- sóknarflokknum tókst að skipta sér tvennt; og þó þetta tvíhöfða fyrir- bæri hafi meira samanlagt fylgi en Framsók nar f lok k u r inn hef u r nokkru sinni haft; er borin von að þessir hausar geti talað saman þannig að árangri skili. Borgarstjórn Reykjavíkur þrengir að bílaumferð og lokar götum í óþökk almennings og hefur að engu skoðanir og andmæli annarra. En illdeilur og samskiptafötlun Íslendinga eru ekki eingöngu bund- in við stjórnmálaflokka. Við lá að endurhæfingarstöðin á Reykjalundi legðist af vegna ákvarðana sem hleyptu þar öllu í uppnám. Þó er þar saman komið fólk, sem í störfum sínum hefur sýnt af burðaárangur í áratugi; en það dugði ekki til. Ekki tók betra við á Vogi þegar illa horfði eftir að COVID-fárið hafði numið land á Íslandi; og þrátt fyrir að ætla mætti að samskipti væru sérsvið þessarar stofnunar varð stjórnleysið og sundrungin allsráðandi. Þá hefur Kirkjan ekki látið sitt eftir liggja í valdsmennsku og bráð- ræði. Nú síðast var presti vikið úr starfi af ástæðum sem orka í besta falli tvímælis og að sjálfsögðu án umræðu. Þá hafa komið upp ljót mál innan Kirkjunnar sem ekki hafa verið rædd af hreinskilni og gerð upp gagnvart almenningi og kostað hana fjölda úrsagna. Sleggjuákvarðanir eru líka í tísku innan íþróttahreyf ingarinnar. Þjálfarar eru umræðulaust reknir úr störfum og það án sýnilegra ástæðna; jafnvel strax eftir að hafa skilað toppárangri. Engar skýring- ar. Geðþóttinn ræður. Hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum eru menn reknir úr störfum án umræðu og án þess að ástæður séu ræddar. Þar ríkir þögn- in ein. Enginn segir neitt. Veigamiklar starfsstéttir, lög- reglan þar á meðal eru án kjara- samninga árum saman og það er dregið út í hið óendanlega að ræða þau mál til niðurstöðu. En hvar liggur þetta mein? Hvern- ig stendur á því að Íslendingar hafa tamið sér jafn slæmar og árangurs- hamlandi aðferðir í samskiptum og raun ber vitni? Er ekki nokkur leið að koma Íslendingum í skilning um að lyk- illinn að betri lausnum og niður- stöðum og þar með betra þjóðfélagi eru hreinskilin og betri samskipti og meiri sátt? Er ekki verðugt verkefni fyrir háskóla landsins að freista þess að finna og skilgreina þau samskipta- mein sem eitra og stórskaða allt samfélagið? Ekki vantar aðstöðuna til að málin séu rædd. Það eru vel útbúnir funda- og ráðstefnusalir út um allt. Það er löngu kominn tími til að Íslendingar afleggi aldagamla sam- skiptaósiði og reyni að temja sér aðferðir sem virka við að gera þjóð- félagið betra. Erum öll saman á eyjunni okkar Það geisar heimsstyrjöld þar sem mannk y n allt á við sama andstæðing að etja. Við þessar aðstæður gerist hið einstaka að nú hverfur sérhver mennskur andstæðingur út úr myndinni vegna þess að, sem sagt, andstæð- ingurinn er ekki lengur mennskur. Þess vegna er mögulegt – ef allt fer á besta veg – að við jarðarbörn komum sterkari – og ekki veikari – út úr þessum hildarleik; þ.e. ef átökin verða til þess að við lærum að snúa bökum saman. Þess vegna er full ástæða til að blása í her- lúðra, berja bumbur og safna okkur öllum saman undir sameiginlegum merkjum – áður en heimsbyggðin öll verður einangrunarhyggjunni og popúlismanum að bráð. Því miður er sú vending nefnilega líka til í stöðunni. Ef allt fer á versta veg er vel mögulegt að ríki heims fari að reisa múra sín á milli sem ekki aðeins mundi dýpka kreppuna, heldur jafnvel líka ógna friðinum. Fyrir skömmu birtist í Frétta- blaðinu grein eftir tvo eftirlauna- þega, þá Þorgeir Eyjólfsson og Hrafn Magnússon, þar sem farið er hörðum orðum um frammistöðu ráðamanna í Kína í átökunum við kórónuveiruna. Halda þeir vopna- bræður því fram að Kínverjar fari með lygimál hvað varðar upphaf og framgang veirunnar þar í landi og styðja mál sitt nákvæmum upp- lýsingum sem ég sé enga ástæðu til að fetta fingur út í, enda eru þær upplýsingar f lestar – ef ekki allar – komnar beint frá Kínverjum sjálfum. Hitt er svo annað mál að ég bara skil ekki af hvaða hvötum þeir vopnabræður grípa til penn- ans. Eða þá hitt: hvers vegna fjalla þeir þá ekki líka um ráðamenn á Norður-Ítalíu og austurrísku Ölpunum – sem sannarlega vissu af veirunni, en létu sem ekkert væri? Hefði ekki verið nærtækara að fjalla um yfirhylmingar á þeim slóðum, sem bitnuðu svo harkalega á okkur Íslendingum? Og hvað þá með sjálfan forseta Bandaríkjanna – valdamesta mann heims – sem reyndi að gera lítið úr hættunni á upphafsstigum faraldursins – með hrikalegum af leiðingum? Og hvað með það sem er að gerast þessa dagana í Brasilíu? – og svo fram eftir götunum. Ég endurtek. Mannkynið allt á við sameiginlegan óvin að etja. Og vegna þess að þetta er sameigin- legur andstæðingur, getur verið að þessi átök verði frekar til þess að sameina okkur jarðarbörn, heldur en að sundra okkur; þ.e. ef allt fer á besta veg. En til þess að svo megi verða verðum við hins vegar skilyrðis- og refjalaust að láta okkur skiljast að enginn á einka- rétt á mennskunni og að öll erum við manneskjur – líka kínverskir kommúnistar. Kína, mennskan og heimsfaraldurinn Ámundi Loftsson fyrrverandi sjómaður og bóndi Þór Rögnvaldsson heimspekingur Borgarstjórn Reykjavíkur þrengir að bílaumferð og lokar götum í óþökk almennings og hefur að engu skoðanir og andmæli annarra. Hefði ekki verið nærtækara að fjalla um yfirhylmingar á þeim slóðum, sem bitnuðu svo harkalega á okkur Ís- lendingum? Og hvað þá með sjálfan forseta Bandaríkj- anna – valdamesta mann heims – sem reyndi að gera lítið úr hættunni á upphafs- stigum faraldursins – með hrikalegum afleiðingum? 1 9 . M A Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.