Fréttablaðið - 19.05.2020, Blaðsíða 46
Bókaforlagið Setberg fagnar 70 ára afmæli í ár. Arnbjörn Kristins-son stofnaði það árið 1950 en dóttir hans Ásdís keypti forlagið
árið 2013 og hefur rekið það síðan.
Setberg er eitt af fáum bókafor-
lögum hér á landi sem sérhæfa sig
í barnabókum.
„Í byrjun gaf pabbi út alls konar
bækur, þar á meðal fræðibækur,
ævisögur, þýdd skáldverk og barna-
bækur. Árið 2005 ákvað hann að
snúa sér eingöngu að útgáfu barna-
bóka. Hann sagðist vilja gefa út
vandaðar og fræðandi barnabækur
fyrir börn á aldrinum 0-12 ára og
taldi að áfram yrði þörf fyrir þær í
stafrænum heimi. Þessi stefna gafst
mjög vel og þegar ég keypti forlagið
af pabba ákvað ég að fylgja henni,“
segir Ásdís.
Gekk út með fulla vasa
Ásdís segist hafa fæðst inn í bóka-
útgáfu. „Þetta er fjölskyldufyrirtæki
og ég og systkini mín byrjuðum
snemma að vinna þar á sumrin og
um jól. Forlagið var lengi á Freyju-
götu og ég var ekki orðin 10 ára
þegar pabbi sá einhverja ákveðni í
mér og sendi mig að rukka á staði
sem voru í göngufæri við Setberg.
Mér er minnisstætt þegar ég fór í
bókabúð Lárusar Blöndal á Skóla-
vörðustígnum, gekk upp litla hring-
tröppu og inn í herbergi þar sem
Lárus sjálfur sat. Ég vissi að ég þyrfti
að gefa mér góðan tíma því hann
var mjög gefinn fyrir spjall. Hann
var yndislegur maður og borgaði
skilvíslega. Ég gekk alltaf þaðan út
með fulla vasa af peningum.“
Arnbjörn lést f yrir rúmum
tveimur árum. „Pabbi lýsti sér sem
fagurkera og það var hann. Ég vildi
að ég gæti sagt það sama um mig en
ég er meiri f lakkari, bý í tveimur
löndum, hér og í Svíþjóð, og sama á
við um menningu og áhugamál, ég
fer mikið á milli og er alæta á tón-
list, myndlist, bækur og bíómyndir,“
segir Ásdís.
Pakki með Snúð og Snældu
Frá forlaginu, sem er í Kópavogi,
koma um 15-20 titlar á ári. „Venju-
lega fer ég á tvær bókasýningar á
ári, stærstu bókasýningu í heimi
sem er í Frankfurt á haustin og
líka á barnabókasýningu sem er í
Bologna á Ítalíu á vorin. Í ár ætlaði
ég að breyta til og fara til London
á bókasýningu, en hún var slegin
af vegna farsóttarinnar. Á þessum
bókasýningum fer ég á fundi og vel
bækur til útgáfu. Hér heima þarf
svo að þýða og prófarkalesa. Ég er
með gott teymi í því. Þorsteinn frá
Hamri vann fyrir Setberg í meira
en 50 ár sem prófarkalesari, og nú
er Kolbeinn sonur hans tekinn við.
Svo þarf að brjóta um og senda í
prentun.“
Bækurnar sem koma frá Set-
bergi eru fallegar í útliti og margar
áberandi litríkar, fjölbreytileikinn
er líka mikill. „Það er alveg sama
hvort maður er að gefa út bækur
fyrir fullorðna eða börn, maður
verður að vanda vel til verka og taka
mið af því sem gerist í heiminum á
hverjum tíma. Ég gef út alls konar
barnabækur: baðbækur, sögu-
bækur, harðspjaldabækur, afþrey-
ingarbækur og fræðibækur sem eru
í uppáhaldi hjá mér,“ segir Ásdís.
Í tilefni 70 ára afmælisins ætlar
hún að láta endurprenta hina sívin-
sælu bók Íslensku dýrin og bæk-
urnar um Snúð og Snældu. „Snúður
og Snælda eru 60 ára og ég ætla að
halda upp á þau merku tímamót
með því að útbúa einhvers konar
pakka með öllum átta bókunum
um þau,“ segir Ásdís. Einnig er von á
fræðibók sem heitir Jörðin þar sem
vísindaleg þekking um umhverfi
okkar og náttúru, frá jöklum til
f ljóta og ólgandi kviku í iðrum
jarðar, er sett fram á einfaldan og
áhugaverðan hátt.
Keyrir út bókasendingar
Spurð hvort kórónuveiran hafi sett
strik í reikninginn hjá útgáfunni
segir Ásdís: „Í kófinu þurfti ég að
endurskipuleggja allan minn rekst-
ur. Salan á heimasíðu fyrirtækisins
margfaldaðist og ég hef verið að
keyra út bókasendingar til fólks.
Sumir vilja að bókapakkinn sé
lagður fyrir utan dyrnar, til dæmis
fólk sem er í einangrun. Svo eru
fjölskyldur sem koma hlaupandi
til dyra, finnst svo gaman að eitt-
hvað sé að gerast og fá pakka sem
beðið hefur verið eftir. Mér finnst
mjög gaman að vera í svona nánum
tengslum við viðskiptavinina; þetta
er nánast eins og að koma við hjá
Lárusi Blöndal í gamla daga.“
Maður verður að
vanda vel til verka
Bókaforlagið Setberg fagnar 70 ára af-
mæli. Ásdís Arnbjörnsdóttir er eigandi
forlagsins sem sérhæfir sig í barnabók-
um. Snúður og Snælda munu snúa aftur.
Ásdís Arnbjörnsdóttir á skrifstofu forlagsins. Hingað til hefur Setberg gefið út 1.100 titla. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
BÆKUR
Í vondum félagsskap
Viveca Sten
Þýðing: Elín Guðmundsdóttir
Fjöldi síðna: 504
Úgefandi: Ugla
Glæpasagnahöfundar hafa margir
hverjir fjallað um ýmsar þjóðfélags-
legar meinsemdir og skelfingar í
bókum sínum,
eins og til dæmis
heimilisof beldi.
T i l g a n g u r i n n
e r v i s s u l e g a
góður en vitan-
lega skiptir máli
hvernig þetta er
gert. Benda má á
Arnald Indriða-
son sem dæmi
um höfund sem
kann að taka á þjóðfélagslegum
meinsemdum í bókum sínum.
Honum tekst að vekja lesendur til
umhugsunar um leið og hann fær þá
til að lesa áfram. Bók Vivecu Sten, Í
vondum félagsskap, er hins vegar
dæmi um það þegar illa tekst til.
Bókin er sú tíunda í Sandhamn-
seríu höfundar um lögfræðinginn
Nóru og lögreglumanninn Thomas.
Að þessu sinni snýst atburða-
rásin um Mínu sem er gift of beldis-
manninum Andreis. Hann er frá
Bosníu og foringi í fíkniefnasölu-
gengi í Stokkhólmi. Andreis beitir
konu sína grimmdarlegu of beldi
og að lokum f lýr hún frá honum
með ungan son sinn. Andreis ætlar
sannarlega ekki að sætta sig við það.
Góðir glæpasagnahöfundar þurfa
ekki endilega að ná lesendum á sitt
band með því að skapa ógnþrungna
spennu. Þeir leggja meira upp úr
stíl, persónusköpun og því að skapa
andrúmsloft. Ekkert af þessu er að
finna í bók Sten, Í vondum félags-
skap. Bókin er ekki vel skrifuð, per-
sónusköpun er slöpp og ekki tekst
að skapa áhugavert andrúmsloft.
Tína má til f jölda dæma um
glæpasagnahöfunda sem eru stirðir
stílistar en bæta það upp með hæfi-
leika til að skapa spennu. Í þess-
ari 500 blaðsíðna bók færist ekki
spenna í leikinn fyrr en lesandinn
er búinn að lesa tæplega 300 síður.
Ekki er það gott.
Endurlitskaflar bókarinnar, þar
sem lesandinn fræðist um æsku
Andreis í stríðshrjáðri Bosníu, eru
beinlínis afleitir. Þeir eru illa skrif-
aðir og Sten tekst aldrei að fanga
stríðshrylling á sannfærandi hátt.
Hún ætlar sér að sýna hvernig
of beldi sem börn hafa verið beitt
markar þau fyrir lífstíð, en henni
tekst aldrei að skapa vott af dýpt í
þeirri rannsókn sinni.
Bókinni lýkur á þann veg að
möguleiki opnast fyrir framhalds-
bók um raunir Mínu. Vonandi verð-
ur sú ekki raunin. Viveca Sten hefur
venjulega gert svo miklu betur en
hér. Kolbrún Bergþórsdóttir
NIÐURSTAÐA: Ofurlangdregin og
ósannfærandi glæpasaga.
Ósannfærandi
félagsskapur
MÉR FINNST MJÖG
GAMAN AÐ VERA Í
SVONA NÁNUM TENGSLUM VIÐ
VIÐSKIPTAVININA.
Í ÞESSARI 500 BLAÐ-
SÍÐNA BÓK FÆRIST
EKKI SPENNA Í LEIKINN FYRR
EN LESANDINN ER BÚINN AÐ
LESA TÆPLEGA 300 SÍÐUR.
1 9 . M A Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R22 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING