Fréttablaðið - 19.05.2020, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 19.05.2020, Blaðsíða 48
GRAFÍKLISTAMENN VILJA ALLIR LÆRA ÞAÐ NÝJASTA NÝTT Í GRAFÍK- LISTINNI OG BÆTA VIÐ SÍNA ÞEKKINGU.Afmælissýning félags-ins Íslensk graf ík stendur yfir í Nor-ræna húsinu. Þar eru sýnd verk eftir 46 félagsmenn, en félag- ið fagnar hálfrar aldar afmæli sínu. „Verkin eru flest unnin á þessu ári eða síðasta. Verk hvers listamanns geta verið eitt stakt verk eða upp í fjögur til fimm ef um seríu er að ræða. Það er mikill fjölbreytileiki í sköpun listamannanna,“ segir Elísabet Stefánsdóttir sem er for- maður félagsins. „Á sérvegg eru síðan valin verk eftir heiðursfélaga sem eru átta talsins, listamenn sem hafa að mati stjórnar skarað fram úr í grafíklistinni og eða unnið vel unnin störf fyrir félagið, þar á meðal er Einar Hákonarson sem stofnaði þetta félag fyrir 50 árum. Nýjasti heiðursfélaginn er Magdalena Mar- grét Kjartansdóttir.“ Verkin á sýningunni eru unnin með ýmsum aðferðum grafíklist- arinnar. „Í grafík eru notaðar afar fjölbreyttar aðferðir til að vinna verk, allt frá dúk- og tréristum upp í mjög f lóknar aðferðir með tölvu- tækni. Áður var silkiþrykkið og tréristan það sem þekktast var en það er komið mjög mikið af nýjum aðferðum sem við í grafíkinni lærum af grafíklistamönnum sem koma að utan, vegna þess að lítil sem engin grafík er kennd lengur í myndlistarnámi á Íslandi,“ segir Elísabet. Nýjar aðferðir kenndar Þegar blaðamaður leitar skýringa á þessu segir Elísabet: „Þegar Lista- háskólinn var stofnaður árið 1999 fór fyrsti árgangur nemenda hver í sína deild, eins og málun, grafík, fjöltækni og svo framvegis, en það breyttist árið eftir þegar þeir nem- endur sem þá voru teknir inn fóru annaðhvort í myndlist eða hönnun og sérþekkingin í grafíkinni ekki í boði. Ég var svo lánsöm að vera í þessum fyrsta árgangi, þannig að ég Það óvænta í útkomunni Félagið Íslensk grafík heldur afmælissýningu í Norræna húsinu. Verk eftir fjörutíu og sex félagsmenn. Lítil sem engin grafík er kennd í myndlistarnámi hér á landi. Það er mikill fjölbreytileiki í sköpun listamannanna, segir Elísabet Stefáns- dóttir, formaður félagsins Íslensk grafík. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Myndir á sýningunni í Norræna húsinu. fékk kennslu í grafík í Listaháskól- anum og tel mig ríkari fyrir vikið. Það var mikill heiður að læra þessa aðferð af meisturum sem flestallir eiga verk á sýningunni.“ Spurð hvort þessi staða leiði ekki til þess að það fjari undan grafíkinni sem eigi jafnvel á hættu að deyja út segir Elísabet: „Við ótt- umst það og þess vegna hefur félag- ið verið að styrkja sig með því að fá hingað til lands erlenda grafíklista- menn sem kenna félagsmönnum nýjar aðferðir sem við miðlum áfram með námskeiðum í húsnæði okkar í Hafnarhúsinu fyrir mynd- listarmenn, kennara og almenning. Grafíklistamenn vilja allir læra það nýjasta nýtt í grafíklistinni og bæta við sína þekkingu.“ Ævintýralegt ferli Elísabet segir almenning hafa mik- inn áhuga á grafík. „Þegar fólk fær að komast í tól og tæki hjá okkur þá er það óstöðvandi því grafík er svo bráðsmitandi skemmtileg. Við verðum með grafíksmiðjur fyrir börn sem verða hluti af sýningunni í tengslum við Barnamenningar- hátíð í samvinnu með Norræna húsinu. Börn hafa mjög gaman af grafík, eins og þeir fullorðnu. Grafíkferlið er ævintýralegt og fólki finnst spennandi að upplifa það óvænta í útkomunni.“ Á vef Borgarbókasafnsins má nú lesa tólf splunkunýjar smásögur eftir nýja höfunda. Smásögurnar eru afrakstur ritlistarnámskeiðs- ins Margt smátt, sem fram fór á rit- smíðaverkstæðinu Skrifstofunni á Borgarbókasafninu í Kringlunni. Leiðbeinandi á námskeiðinu var Sunna Dís Másdóttir, sem jafnframt ritstýrði útgáfunni. Sögurnar má lesa á vef Borgar- bókasafnsins. Þar má jafnframt nálgast sögurnar á raf bókarformi, sem og í PDF-skjali til prentunar. Þetta er í annað sinn sem Borgar- bókasafnið gefur út sögur með þessum hætti. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Barnabókaverðlaun Reykjavíkur- borgar eru veitt árlega. Að þessu sinni hlýtur Margrét Tryggvadóttir verðlaunin í f lokki frumsaminna bóka fyrir bók sína Kjarval: málar- inn sem fór sínar eigin leiðir. Rán Flygenring fékk verðlaunin í f lokki myndlýsinga í barna- og ungmennabók fyrir bók sína Vig- dís: bókin um fyrsta konuforsetann. Hún fær verðlaunin þriðja árið í röð. Í fyrra fékk hún verðlaunin fyrir Söguna um Skarphéðin Dungal og þar á undan fyrir Fugla. Þórarinn Eldjárn fær verðlaunin í f lokki þýddra bóka fyrir þýðingu sína á Hver vill hugga krílið? eftir Tove Jansson. Fær verðlaun þriðja sinn í röð Rán Flygenring myndskreytir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Nýjar smásögur Bi rt m eð fy rir va ra u m m yn d- o g te xt ab re ng . GENGIÐ FRYSTUM Reykjavík Krókhálsi 9 Sími: 590 2020 Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Opið Virka daga 9–18 Laugardaga 12–16 Opið Virka daga 12–17opel.is Frábær ferðafélagi! Opel Grandland X Verð frá 3.990.000 kr. Takmarkað magn Bílabúð Benna hækkar ekki verð 1 9 . M A Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R24 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.