Fréttablaðið - 19.05.2020, Síða 48

Fréttablaðið - 19.05.2020, Síða 48
GRAFÍKLISTAMENN VILJA ALLIR LÆRA ÞAÐ NÝJASTA NÝTT Í GRAFÍK- LISTINNI OG BÆTA VIÐ SÍNA ÞEKKINGU.Afmælissýning félags-ins Íslensk graf ík stendur yfir í Nor-ræna húsinu. Þar eru sýnd verk eftir 46 félagsmenn, en félag- ið fagnar hálfrar aldar afmæli sínu. „Verkin eru flest unnin á þessu ári eða síðasta. Verk hvers listamanns geta verið eitt stakt verk eða upp í fjögur til fimm ef um seríu er að ræða. Það er mikill fjölbreytileiki í sköpun listamannanna,“ segir Elísabet Stefánsdóttir sem er for- maður félagsins. „Á sérvegg eru síðan valin verk eftir heiðursfélaga sem eru átta talsins, listamenn sem hafa að mati stjórnar skarað fram úr í grafíklistinni og eða unnið vel unnin störf fyrir félagið, þar á meðal er Einar Hákonarson sem stofnaði þetta félag fyrir 50 árum. Nýjasti heiðursfélaginn er Magdalena Mar- grét Kjartansdóttir.“ Verkin á sýningunni eru unnin með ýmsum aðferðum grafíklist- arinnar. „Í grafík eru notaðar afar fjölbreyttar aðferðir til að vinna verk, allt frá dúk- og tréristum upp í mjög f lóknar aðferðir með tölvu- tækni. Áður var silkiþrykkið og tréristan það sem þekktast var en það er komið mjög mikið af nýjum aðferðum sem við í grafíkinni lærum af grafíklistamönnum sem koma að utan, vegna þess að lítil sem engin grafík er kennd lengur í myndlistarnámi á Íslandi,“ segir Elísabet. Nýjar aðferðir kenndar Þegar blaðamaður leitar skýringa á þessu segir Elísabet: „Þegar Lista- háskólinn var stofnaður árið 1999 fór fyrsti árgangur nemenda hver í sína deild, eins og málun, grafík, fjöltækni og svo framvegis, en það breyttist árið eftir þegar þeir nem- endur sem þá voru teknir inn fóru annaðhvort í myndlist eða hönnun og sérþekkingin í grafíkinni ekki í boði. Ég var svo lánsöm að vera í þessum fyrsta árgangi, þannig að ég Það óvænta í útkomunni Félagið Íslensk grafík heldur afmælissýningu í Norræna húsinu. Verk eftir fjörutíu og sex félagsmenn. Lítil sem engin grafík er kennd í myndlistarnámi hér á landi. Það er mikill fjölbreytileiki í sköpun listamannanna, segir Elísabet Stefáns- dóttir, formaður félagsins Íslensk grafík. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Myndir á sýningunni í Norræna húsinu. fékk kennslu í grafík í Listaháskól- anum og tel mig ríkari fyrir vikið. Það var mikill heiður að læra þessa aðferð af meisturum sem flestallir eiga verk á sýningunni.“ Spurð hvort þessi staða leiði ekki til þess að það fjari undan grafíkinni sem eigi jafnvel á hættu að deyja út segir Elísabet: „Við ótt- umst það og þess vegna hefur félag- ið verið að styrkja sig með því að fá hingað til lands erlenda grafíklista- menn sem kenna félagsmönnum nýjar aðferðir sem við miðlum áfram með námskeiðum í húsnæði okkar í Hafnarhúsinu fyrir mynd- listarmenn, kennara og almenning. Grafíklistamenn vilja allir læra það nýjasta nýtt í grafíklistinni og bæta við sína þekkingu.“ Ævintýralegt ferli Elísabet segir almenning hafa mik- inn áhuga á grafík. „Þegar fólk fær að komast í tól og tæki hjá okkur þá er það óstöðvandi því grafík er svo bráðsmitandi skemmtileg. Við verðum með grafíksmiðjur fyrir börn sem verða hluti af sýningunni í tengslum við Barnamenningar- hátíð í samvinnu með Norræna húsinu. Börn hafa mjög gaman af grafík, eins og þeir fullorðnu. Grafíkferlið er ævintýralegt og fólki finnst spennandi að upplifa það óvænta í útkomunni.“ Á vef Borgarbókasafnsins má nú lesa tólf splunkunýjar smásögur eftir nýja höfunda. Smásögurnar eru afrakstur ritlistarnámskeiðs- ins Margt smátt, sem fram fór á rit- smíðaverkstæðinu Skrifstofunni á Borgarbókasafninu í Kringlunni. Leiðbeinandi á námskeiðinu var Sunna Dís Másdóttir, sem jafnframt ritstýrði útgáfunni. Sögurnar má lesa á vef Borgar- bókasafnsins. Þar má jafnframt nálgast sögurnar á raf bókarformi, sem og í PDF-skjali til prentunar. Þetta er í annað sinn sem Borgar- bókasafnið gefur út sögur með þessum hætti. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Barnabókaverðlaun Reykjavíkur- borgar eru veitt árlega. Að þessu sinni hlýtur Margrét Tryggvadóttir verðlaunin í f lokki frumsaminna bóka fyrir bók sína Kjarval: málar- inn sem fór sínar eigin leiðir. Rán Flygenring fékk verðlaunin í f lokki myndlýsinga í barna- og ungmennabók fyrir bók sína Vig- dís: bókin um fyrsta konuforsetann. Hún fær verðlaunin þriðja árið í röð. Í fyrra fékk hún verðlaunin fyrir Söguna um Skarphéðin Dungal og þar á undan fyrir Fugla. Þórarinn Eldjárn fær verðlaunin í f lokki þýddra bóka fyrir þýðingu sína á Hver vill hugga krílið? eftir Tove Jansson. Fær verðlaun þriðja sinn í röð Rán Flygenring myndskreytir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Nýjar smásögur Bi rt m eð fy rir va ra u m m yn d- o g te xt ab re ng . GENGIÐ FRYSTUM Reykjavík Krókhálsi 9 Sími: 590 2020 Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Opið Virka daga 9–18 Laugardaga 12–16 Opið Virka daga 12–17opel.is Frábær ferðafélagi! Opel Grandland X Verð frá 3.990.000 kr. Takmarkað magn Bílabúð Benna hækkar ekki verð 1 9 . M A Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R24 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.