Fréttablaðið - 19.05.2020, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 19.05.2020, Blaðsíða 55
ÉG ÞURFTI AÐ FULL- ORÐNAST SVOLÍTIÐ HRATT OG NOTAÐI HÚMOR SEM UNDANKOMULEIÐ, ÉG GERI ÞAÐ NÚ REYNDAR ENN ÞÁ. Þegar þú ferð með fjölskylduna í ísbíltúr tekur atvinnulífið kipp. Þegar íssalinn lætur flísaleggja baðherbergið kemur annar kippur. Flísarinn lætur standsetja gamla hjólið sitt fyrir sumarið og enn kemur kippur, sem heldur áfram þegar hjólaviðgerðar- maðurinn kaupir íslenskan trúlofunarhring handa kærustunni. Loksins. Allt í einu er allt komið af stað á ný. ATVINNULÍFIÐ ER LÍF OKKAR ALLRA Þegar þú velur íslenskt tekur atvinnulífið við sér! of lengi. Ég held að það hafi gert mig sterkari en líka reiðari. Annars var ég samt hamingjusamt barn, alltaf í einhverjum verkefnum sem tengd- ust leiklist og söng,“ segir Vigdís. Hefnd stúlkunnar „Ég hef alltaf verið með mikið hug- myndaf lug og tónlist hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi. Ég æfði á gítar og söng þegar ég var yngri og var alltaf í kór og að búa til hljóm- sveitir með vinum mínum. Ég byrj- aði svo að hlusta á rapp og hipphopp þegar ég var svona 12 ára og elskaði Tupac, Biggie og hlustaði almennt mikið á rapp frá New York eftir því sem ég varð eldri,“ segir Vigdís. Hún segist mikill sveimhugi, sem hafi gert henni erfitt fyrir að klára efni sem hún byrjaði á, til þess hafi hún þurft að læra aga. „Ég geri oftast bara eitthvað í maníu og kasta því svo út. Margt á þessari plötu er svolítið þannig, lög sem ég gerði á einum degi og vildi ekki breyta,“ segir Vigdís um nýju plötuna, Baby Girl Vendetta. Martraðarkennt ástand Nafnið á plötunni kemur til vegna gælunafns Vigdísar þegar hún vinnur á barnum á strippklúbbnum. „Ég kallaði mig alltaf Vendetta bak við barinn. Allir nota gervinöfn þarna. Svo þýðir „vendetta“ hefnd. Ég hugsaði þetta sem hefnd stúlk- unnar. Þegar ég skrifaði plötuna var ég að ganga í gegnum svolítið erfiða tíma. Að komast yfir sambandsslit og flakkaði á milli þess að vera ham- ingjusöm ein og einmana. Ég var ekki viss um neitt og reyndi að finna hamingjuna með áfengisneyslu og því að taka upp. Það reyndist mér vel að hafa tekið meira efni upp því ég byrjaði að hafa meiri trú á sjálfri mér.“ Lögin á plötunni eru öll frekar mismunandi, róleg lög í bland við önnur orkumeiri. „Ég er mikið að hlusta á Lil Peep, Tyler the Creator og Chynna sem innblástur. Platan er unnin með Balatron eða Bjarka Hallbergssyni, hann gerði fyrsta og síðasta lagið með mér,“ segir hún um gerð plöt- unnar. Hvaðan kemur listamannsnafnið Fever Dream? „Nafnið kom upp í hausinn á mér þegar ég var að lesa bók sem heitir Fever Dream eftir George R.R. Mart- in. Vampírubók um vampírur sem hætta að borða fólk og gerast „vegan“ og borða bara önnur dýr í staðinn. Fever Dream lýsir því þegar þú ert veikur, færð hita og ferð í óráð. Mar- traðarkennt ástand,“ segir hún. Stuðningsríkir stripparar Í lok febrúar kom út lagið Don't call me baby með Fever Dream, og vakti það mikla athygli. Myndbandið var tekið upp á strippklúbbnum sem Vigdís vinnur á . „Á vöktunum bak við barinn kynntist ég þessum bransa, stelpun- um og eigendunum vel. Mér fannst lagið passa við staðinn og ég skrifaði handritið þannig. Tökurnar gengu sjúklega vel en þær eru klárlega þær stærstu sem ég hef staðið að. Ég var með fjörutíu manns á setti og ég elska hvað það gekk allt vel. Dansar- arnir eru náttúrulega þolinmóðasta fólk sem ég þekki, þær eru vanar að bíða í vinnunni eftir viðskiptavin- um þannig að fyrir þeim að sitja og drekka freyðivín og bíða var ekkert mál,“ segir hún og hlær. Vigdís hefur myndað sterk vina- bönd við nokkrar af stúlkunum sem dansa á staðnum. „Ég elska líka hvað þær koma vel út í myndbandinu. Eigend- urnir lánuðu mér limmósínu og ég fékk að nota staðinn allan daginn. Það var mjög ánægjulegt að redda svona flottum stað. Mig langaði að staðurinn myndi breytast úr stripp- klúbb fyrir menn í draumastað þar sem allir eru bara að slappa af með hinum dönsurunum og allir eiga peninga og þurfa ekki viðskiptavini. Það er náttúrulega draumurinn.“ Hún segir stúlkurnar án efa einar nettustu konur sem hún hefur kynnst. „Konur sem vinna í svona iðnaði eru að mínu mati mjög sterkar og villtar og það er bara svo mikið stuð í kringum þær. Það er ekkert gervi við þær inn á við en kannski meira gervi utan á,“ segir hún brosandi. Hinsegin fólk yfir senunni Vigdís segir Berlín hafa tekið henni með opnum örmum. „Berlín er æði. Það er mikil teknó- sena í borginni, en ég hef líka kynnst röppurum hérna, sem er nett. Fólk í Berlín er bara svo ævintýragjarnt og opið að það er svo margt í boði þar,“ segir hún, og viðurkennir að það sé margt ólíkt með borgunum tveimur, Reykjavík og Berlín. Báðar eigi þær þó sameiginlegt að skapandi greinar þrífist vel og séu áberandi. „Berlín er borg sem hefur þurft að rísa upp frá því að vera skipt upp með vegg og vera í niðurníðslu. Sumir hérna hafa alltaf verið með ákveðinn anarkisma í sér. Það er enn þá þannig fílingur, listamenn ráða Berlín. Hinsegin fólk er áberandi yfir senunni þar. Teknósenunni þá sérstaklega en rappsenan er enn þá frekar karllæg. Ég er að reyna að breyta því og finna fleiri stelpur sem hugsa eins hérna í Berlín. Þær eru nokkrar,“ segir hún. Vigdís segir andann í Berlín mjög frelsandi. „Ég upplifi mig mjög velkomna hérna og hef eignast góða vini. Reykjavík er mjög lítil og mér finnst fólk í Reykjavík dæma aðra mikið, dæma fólk sem er öðruvísi að ein- hverju leyti. Ég fékk ógeð á því að þurfa alltaf að vera að haga mér eftir einhverju mynstri sem var ekki að ganga upp fyrir mér. Berlín opnar arma sína og tekur þig að sér, hvernig sem þú ert.“ Ísland á hjartað Hvernig er klassískur dagur í lífi þínu í Berlín? „Það fer eftir því í hvaða rútínu ég er. Ef ég er að taka kvöld- eða nætur- vaktir á börum þá er ég að vakna seint, borða morgunmat í kvöldmat og sef á daginn. Síðan fer ég upp í stúdíó þegar ég er í fríi. Ef það er gott veður þá hjóla ég í garðinn og slappa af með vinum mínum, skrifa og drekk bjór. Fer á nokkrar listsýningar og hitti alls konar fólk,“ segir hún. Eins og staðan er núna eru flutn- ingar heim því ekki í kortunum enda unir hún sér vel í Berlín í bili. „Ég er stödd núna á Íslandi en er á leiðinni til Þýskalands aftur í vik- unni. Ég fékk loksins flug þangað út og ætla að halda áfram að gera tón- list og njóta veðurblíðunnar. Ísland á alltaf hjartað mitt, náttúran, fjöl- skyldan og mínir nánustu vinir eru þar, en Berlín er heimaborgin sem ég elska.“ steingerdur@frettabladid.is L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I ÐF R É T T I R ∙ F R É T A B L A Ð I Ð 31Þ R I Ð J U D A G U R 1 9 . M A Í 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.