Fréttablaðið - 19.05.2020, Blaðsíða 18
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf.
Ábyrgðarmaður:
Jóhanna Helga Viðarsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103,
Samtökin um líkamsvirðingu hafa það markmið að stuðla að líkamsvirðingu í samfélag-
inu, berjast gegn líkamssmánun
og tryggja að allir líkamar njóti
samþykktar og virðingar. Þau
telja mikilvægt að líta á heilsu sem
samspil ólíkra þátta og vilja frelsa
fólk frá því að finna fyrir skömm
vegna þess að þau passa ekki inn í
staðalímyndir.
„Fólk áttar sig oft ekki á því að
samtökin hafa lýðheilsueflandi
tilgang. Margir halda að samtökin
snúist bara um útlit og við séum
ekkert að spá í heilsu fólks, en það
er alveg þveröfugt,“ segir Tara Mar-
grét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi
og forman samtakanna.
Heilsa snýst ekki um útlit
„Heilsa snýst um flókið samspil
andlegrar, líkamlegrar og félags-
legrar heilsu,“ segir Tara. „Það má
ekki líta á hana út frá alltof þröngu
sjónarhorni. Við tengjum heilsu
við ákveðið útlit og það er litið
svo á að það sé bara hægt að vera
heilbrigður ef viðkomandi er í
kjörþyngd, með fallega og bólufría
húð og glansandi hár. Fyrir vikið
erum alltaf að eltast við ákveðið
útlit þegar við reynum að vera
heilbrigð.
En rannsóknir sýna að heil-
brigði einskorðast ekki við útlit,
heldur getum við verið bæði feit og
heilbrigð og hraust. Við erum að
berjast gegn þessum boðskap, að
heilbrigði einskorðist við ákveðið
útlit, því það er heilsufarslega
skaðlegt,“ segir Tara. „Það verður
til þess að fólk reynir mikið að létt-
ast og fer í megrunarkúra, sem eru
óhollir. Rannsóknir sýna að við
erum heilbrigðust ef við höldum
okkur í sömu þyngd og hugsum vel
um líkamann. Þetta snýst um að
efla heilbrigði í þeim líkama sem
þú ert í, en ekki að breyta honum.“
Smánunin óhollust
„Þegar fólk fær þau skilaboð að
líkami þeirra sé ekki „eins og hann
á að vera“ innfærir það með sér
gífurlega skömm og smánun,“ segir
Tara. „Það gefur okkur skilaboð
um að við eigum ekki virðingu
skilið í samfélaginu og höfum
ekki sama rétt og aðrir. Það hefur
smitáhrif og leiðir til þess að þegar
við dæmum okkur sjálf, dæmum
við um leið aðra.“
Sumir halda því fram að samtök
um líkamsvirðingu snúist um
að afsaka óheilbrigði, en í raun
er verið að reyna að vinna gegn
neikvæðum lýðheilsufarslegum
áhrifum fitusmánunar. „Það
er frekar skömm og smánun á
grundvelli holdafars sem leiðir
til óheilbrigðis,“ segir hún. „Hún
rífur niður sjálfsmyndina og
gerir það að verkum að feitt fólk
er líklegra til að sækja í óheil-
brigðar venjur, borða óhollari
mat og meira af honum, hreyfa sig
minna og er líklegra til að temja
sér óheilbrigðar heilsuvenjur eins
og að fara í megrun. Um leið eykur
þetta líkur á þunglyndi, kvíða og
átröskunum og einangrar fólk. Við
töpum því engu á líkamsvirðingu,
ólíkt öðrum leiðum sem við teljum
hefðbundnari.“
Jafnan gengur ekki upp
„Heilsa snýst líka um tengslin sem
við höfum og hvort við eigum vini.
Einmanaleiki er stórt lýðheilsu-
vandamál,“ útskýrir Tara. „Þess
vegna er það mikilvægt fyrir heilsu
fólks að það njóti félagslegs jöfn-
uðar og sömu virðingar og aðrir.
Fólk verður að geta farið út án þess
að verða fyrir áreiti og aðkasti og
fá heilbrigðisþjónustu án fordóma
og mismununar. Þetta er stærsti
þátturinn af heilbrigðisjöfnunni
og hefur miklu meiri áhrif en
mataræði.
Það er alltaf tilhneiging til að
horfa bara á líffræðilega þætti
heilsunnar, en hún byggir á víð-
tækari grundvelli og snýst um
samspil margra þátta,“ segir Tara.
„Ef við ætlum bara að horfa á einn
þátt og efla líkamlega heilsu á
kostnað andlegrar og félagslegrar
heilsu er það jafna sem gengur
ekki upp.“
Ekki bara fyrir feita
„Í mínum huga er hugmyndin um
líkamsvirðingu friðarboðskapur
og skaðaminnkandi nálgun á
heilsueflingu,“ segir Tara. „Síðustu
áratugi höfum við verið í stríði
gegn eigin líkömum og annarra og
höfum reynt að sníða þá í box sem
þeir passa ekki í. Þetta hefur haft
verulegar neikvæðar lýðheilsu-
farslegar afleiðingar.
Við erum ekki frjáls í samfélagi
þar sem við höfum ekki leyfi til
að vera í líkömum okkar og virða
þá og útlit þeirra. Þannig er verið
að brjóta á mannréttindum fólks.
Þess vegna er þetta mannréttinda-
hreyfing og þetta snýst ekki bara
um feitt fólk, heldur alla sem sam-
ræmast ekki hugmyndum fólks
um hvernig á að líta út,“ útskýrir
Tara.
Hún segir að þó að líkams-
virðing sé fyrir alla líkama, óháð
holdafari, græði feitt fólk mest á
umræðunni um líkamsvirðingu,
vegna þess að það verði mest fyrir
þessum mannréttindabrotum.
„Það er bein fylgni milli þess að
því feitari sem þú ert, því meiri
fordómum og jaðarsetningu
verður þú fyrir,“ segir hún. „En
útlitskröfur bitna á öllum, vegna
þess að þær eru hannaðar til þess.
Á bak við þær eru markaðsöfl sem
segja að þú sért ekki nógu góður
og þess vegna þurfir þú að kaupa
hitt og þetta til að laga það. Enginn
uppfyllir staðalímyndina um full-
kominn líkama.“
Normalísera fjölbreytni
Gagnrýnendur hugmynda um
líkamsvirðingu segja stundum
að þessi hugmyndafræði afsaki
eða normalíseri offitu. Tara segir
skrítið að tala um að normalísera
eðlilegan fjölbreytileika manns-
líkamans. „Það hefur alltaf verið
til feitt fólk og grannt fólk. Ég næ
ekki utan um þá hugsun að það sé
normalísering á einhverju slæmu
að ég skammist mín ekki fyrir
líkama minn,“ segir hún.
„Það er líka áhugavert að sjá
hvernig þetta birtist á ólíkan hátt
gagnvart kynjum. Rannsóknir
hafa sýnt að feitar konur fá lægri
laun og eru líklegri til að lifa undir
fátæktarmörkum, en það sama
sést ekki hjá feitum körlum,“ segir
Tara. „Konur byrja líka að finna
fyrir fitufordómum við miklu
lægri BMI en karlar, sem sýnir
hvað þetta snýst að miklu leyti um
að stjórna kvenlíkamanum.“
Vekur flóknar tilfinningar
Flestir ættu að geta verið sammála
um að það sé rangt að sýna fólki
óvirðingu vegna útlits þess, en
enga að síður fær málflutningur
Töru iðulega harða gagnrýni.
„Við erum öll alin upp í fitufor-
dómafullu samfélagi sem flokkar
fólk í virðingarstiga eftir holdafari.
Í þess konar samfélagi erum við
alltaf að keppast við að komast
ofar og leggjum ótrúlega mikið á
okkur til að tálga líkamana í sam-
félagslega samþykkt form,“ segir
hún. „Það getur verið rosalega
erfitt fyrir fólk að samþykkja að
það þurfi ekki að vera í þessari
keppni. Að öll þessi vinna hafi
verið til einskis og það hefði getað
verið sátt í sínum líkama allan
tímann.
Þetta er sérstaklega áberandi
þegar feitar konur segjast sáttar í
sínum líkama og fela hann ekki.
Það veldur reiði og erfiðum og
flóknum tilfinningum meðal
fólks,“ segir Tara. „Þetta er fólk
sem er búið að vera í áratuga-
langri baráttu við að ná einhverju
sem ég hef náð án þess að leggja á
mig sömu vinnu. Ég skil að sumir
hugsi bara „hvernig dirfist þú?“ og
finnist ég ekki hafa unnið fyrir því
að fá að vera sátt.“
Tara segir
að skömm
og smánun
á grundvelli
holdafars leiði
til óheilbrigðis.
Hún rífi niður
sjálfsmyndina
og geri það að
verkum að feitt
fólk sé líklegra
til að sækja í
óheilbrigðar
venjur, ásamt
því að einangra
fólk og auka
líkur á þung-
lyndi, kvíða og
átröskunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
Framhald af forsíðu ➛
Fólk verður að geta
farið út án þess að
verða fyrir áreiti og
aðkasti og fá heilbrigðis-
þjónustu án fordóma og
mismununar. Þetta er
stærsti þátturinn af
heilbrigðisjöfnunni og
hefur miklu meiri áhrif
en mataræði.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . M A Í 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R