Fréttablaðið - 19.05.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.05.2020, Blaðsíða 4
COVID-19 Óeining er innan heil­ brigðisgeirans um rýmkun á ferð­ um til og frá landinu frá 15. júní, sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítal­ ans og formaður farsóttanefndar, í fréttaþættinum 21 á Hringbraut í gærkvöld. Hann bendir á að skimun í Leifsstöð sé flókin. „Það þarf að búa til gervikenni­ tölur og f lytja sýni eða setja upp rannsóknaraðstöðu við landamær­ in og koma þessum upplýsingum svo til skila til ferðamannanna og síðan bregðast við því,“ segir Már og hann heyri á mörgum kollegum sínum innan Landspítalans að þeim finnist bratt farið í opnunina: „Það er ekki einhugur um það. Sumir segja að þetta sé geigvænlega röng ákvörðun.“ Bent er á að enn sé ekki vitað hve margir eru búnir að þróa með sér ónæmi gegn veirunni hér á landi, beri einhver utan frá hana með sér, en mikið er enn um smit til dæmis í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Mót­ efnaskimun er rétt hafin hér á landi. Veirurannsóknadeild Lands­ spítalans sem mun kanna sýnin úr Leifsstöð sé ekki í stakk búin til þess að óbreyttu. „Áhættumat spítalans kallar eftir verulegri uppbygg­ ingu veirurannsóknarstofunnar,“ segir Már. Það sé forsenda þess að afgreiða til dæmis 3.000 sýni á dag sem reiknað er með að fylgi 100 þúsund komum til landsins. Þátturinn er aðgengilegur á vef Hringbrautar, hringbraut.is. – lb Þetta er fyrsta alvarlega tilraunin á Alþingi til að bregðast við kennitöluflakki frá árinu 1984. Halldór Grönvold Sumir segja að þetta sé geigvæn- lega röng ákvörðun. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smit­ sjúkdómadeild VIÐSKIPTI „Þetta er fyrsta alvarlega tilraunin á Alþingi til að bregðast við kennitöluflakki frá árinu 1984. Þá gerði Sighvatur Björgvinsson tilraun sem hann var gerður aftur­ reka með. Það hafa einhver þing­ mannamál komið fram síðan en aldrei þannig að menn hefðu vonir um að það myndi skila einhverju,“ segir Halldór Grönvold, aðstoðar­ framkvæmdastjóri og deildarstjóri félagsmáladeildar ASÍ. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um aðgerðir gegn kennitöluf lakki á Alþingi í gær. Þar er lagt til að heimilt verði að úrskurða einstaklinga sem ekki teljast hæfir til að stýra hlutafélagi vegna skaðlegra viðskiptahátta í atvinnurekstrarbann. Skal slíkt bann að meginreglu vara í þrjú ár. Aðgerðir gegn kennitöluf lakki voru meðal aðgerða stjórnvalda í tengslum við lífskjarasamninginn. „Við lögðum fram tillögur með SA vorið 2017 sem byggðu á hlið­ stæðu fyrirkomulagi og frumvarpið nú gerir. Þá vildum við ganga svo­ lítið lengra og gefa skattyfirvöldum heimild til að setja aðila í atvinnu­ rekstrarbann,“ segir Halldór. Niðurstaðan hafi hins vegar orðið að fara þá leið að skiptastjórar rann­ saki sérstaklega gjaldþrot og komi með ábendingar til dómstóla ef þeir telja að farið hafi verið á svig við lög með kennitöluflakki. „Þetta byggir í öllum aðalatriðum á hliðstæðri löggjöf í Danmörku. Það er vel reynd löggjöf sem hefur nýst vel þar. Við erum þá líka með meira og minna dómafordæmi og annað til að byggja framkvæmdina á. Þannig er þetta góð lausn og full samstaða um að gera þetta með þessum hætti.“ Halldór segir að þegar aðgerðir gegn kennitöluf lakki hafi verið ræddar í gegnum tíðina hafi alltaf komið sama svarið. Ekki mætti koma í veg fyrir að hugmyndaríkt fólk sem fengi góðar viðskiptahug­ myndir fengi tækifæri til að reyna sig. „Við erum ekkert á móti því. En þegar sami einstaklingurinn er búinn að fá frábærar viðskipta­ hugmyndir fimm sinnum og hefur alltaf farið í þrot og skilið eftir sig slóð skulda? Er þá kannski kominn tími til að staldra við og velta fyrir sér hvort það sé ekki eitthvað annað að baki?“ spyr Halldór. Hann segir hið klassíska kenni­ töluflakk fyrst og fremst ganga út á að skilja opinbera sjóði og jafnvel launafólk eftir í sárum. „Við höfum mörg svona dæmi. Verðmætin eru hirt úr búinu, viðskiptavildin, vöru­ merkið og einhverjar eignir. Gjarn­ an er lykilbirgjum haldið góðum með því að borga þeim. Ríkissjóður, lífeyrissjóðir og mögulega launafólk situr þá eftir með skaðann.“ Halldór segir að lengi vel hafi Samtök atvinnulífsins ekki verið mjög spennt fyrir því að taka á kennitöluflakki. „Það breytti heil­ miklu þegar við fengum þau í lið með okkur og ekki var lengur hægt að etja okkur saman í þessu máli. Auðvitað eru rök SA góð fyrir þeirra hagsmuni. Heiðarleg fyrir­ tæki tapa á því að vera í samkeppni við fyrirtæki sem lúta ekki lögum og reglum.“ sighvatur@frettabladid.is Fyrsta alvöru tilraunin gegn kennitöluflakki síðan 1984 Deildarstjóri félagsmáladeildar ASÍ er bjartsýnn á að nýtt frumvarp gegn kennitöluflakki skili tilætluð- um árangri. Heimilt verði að úrskurða einstaklinga í atvinnurekstrarbann. Sambærileg löggjöf hafi nýst vel í Danmörku. Það séu fyrst og fremst opinberir sjóðir sem tapi á kennitöluflakki en einnig launafólk. Frumvarpið fer nú í vinnslu á þingi en stjórnvöld ætla líka að ráðast í átaksverkefni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Þú hringir í síma 517 5500 eða sendir póst á lyfsalinn@lyfsalinn.is Fáðu lyn send frítt heim LYFSALINN GLÆSIBÆ Álfheimum 74 104 Reykjavík Sími 517 5500 www.lyfsalinn.is lyfsalinn@lyfsalinn.is OPNUNARTÍMI Mán.- fös. kl. 08:30-18:00 Laugardaga: Lokað GLÆSIBÆ GLÆSIBÆ ÖRYGGISMÁL Þyrla Landhelgisgæsl­ unnar sem óvænt var lent á f lug­ vellinum á Sandskeiði um helgina vegna bilunar verður tekin aftur í notkun í dag eða á morgun að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsinga­ fulltrúa Landhelgisgæslunnar. Ásgeir segir að þegar þyrlusveitin hafi verið á æfingu á föstudag hafi kviknað ljós í mælaborði sem gefi til kynna að þrýstingur á aðal­ smurkerfi gírkassans hafi fallið niður fyrir eðlileg viðmið. „Þar sem vélin var við flugvöllinn við Sandskeið þótti rétt að lenda í öryggisskyni til að kanna málið betur. Varasmurkerf ið virkaði áfram eðlilega og voru f lugvirkjar fengnir til að vinna að viðgerð og bilanagreiningu á staðnum,“ segir Ásgeir. Skipta þurfi um loftrör sem væntanlegt sé til landsins í dag. Aðspurður segir Ásgeir TF­EIR væntanlega í fulla þjónustu í dag eða á morgun þegar loftrörið verði komið til landsins og viðgerð að fullu lokið. „Það skal tekið fram að bilunin var smávægileg og af gjör­ ólíkum toga og sú sem olli slysi í Noregi fyrir fjórum árum enda voru gerðar ráðstafanir í kjölfar þess,“ undirstrikar upplýsingafull­ trúinn. – gar TF-EIR aftur í þjónustu í dag eða á morgun eftir bilun í gírkassa TF-EIR á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Bilunin var smá- vægileg og af gjörólíkum toga en sú sem olli slysi í Noregi fyrir fimm árum. Ásgeir Erlendsson, upplýsinga­ fulltrúi Landhelgisgæslunnar Óeining um opnun landsins 1 9 . M A Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.