Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Blaðsíða 7

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Blaðsíða 7
Utivist Lilja Sigurðardóttir og Bryndís Jónsdóttir hafa umsjón með gróðurhúsinu Björgvin Björgvinsson vigtar tómatana og setur þá svo í poka þeirra sögn hefst undirbúningur fyrir ræktunina í janúar og er unnið í gróðurhúsinu fram í október. „Undir- búningur felst í að hreinsa áhöld og flokka ílát sem á að nota við ræktunina. Síðan sáum við fræjum í potta og vinnum hefðbundna gróðurhúsavinnu þegar fer að vora. Þegar tómatar og agúrkur verða fullþroska er mikið kapp lagt í að tína grænmetið. Skemmtilegast fínnst starfsfólkinu að ganga í hús og selja uppskeruna. Þeim er ávallt tekið vel og koma með tóman poka til baka“, segir Lilja. „Fólkið hér í hverfinu er duglegt að koma og kaupa af okkur ferskt grænmeti en einnig selur starfsfólkið mikið á sambýlin þar sem það býr. Við seljum alla uppskeruna og sitjum aldrei uppi með afgang“. Málfríður Kristinsdóttir var að hreinsa beðin í gróðurhúsinu og líkar henni vinnan vel. Þær Eva Donaldsdóttir og Soffía Rúna Jensdóttir voru að tína tómata og settu þá í plastbakka. Björgvin Björgvinsson lét sitt ekki eftir liggja og setti tómatana í poka og vigtaði þá síðan. „Við vorum að fá nýtt borð undir vigtina Tómatar á hvert borð. Eva Donaldsdóttir og Soffía Rúna Jensdóttir með væna uppskeru sem passar við nýju hjólastólana“, sagði - Lilja. Björgvin hélt áfram á vaktinni í gróðurhúsinu en ég hélt leiðar minnar með ný sumarblóm undir hendinni. K.Þ, tímarit öryrkjabandalagsins

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.