Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Page 10

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Page 10
Utivist Fatlaðir á reiðnámskeið Reiðnámskeið eru vinsæl tómstundaiðja á sumrin hjá börnum og ung- lingum. Mörg reiðnámskeið eru í boði í sumar á vegum ITR og ættu allir að finna námskeið við sitt hæfi. Fleiri og fleiri reiðskólar hafa á boðstólum sérsniðin námskeið fyrir fötluð börn. Það er góð alhliða þjálfun fyrir fatlaða að sitja hest og fyrir löngu orðin vinsæl íþrótt á meðal þeirra. í Mosfellsbæ heldur Reiðskóli Harðar reiðnámskeið á sumrin fyrir fötluð böm og ungmenni. Reiðskólinn hét áður Reið- skólinn á Reykjalundi. Berglind Inga Ámadóttir rekur Reiðskóla Harðar og segir hún að von sé á fjölda fatlaðra barna og ungmenna á námskeið í sumar. Reiðkennslan fer fram frá kl. 9 - 10 fyrir hádegi og eftir hádegi frá kl. 13 - 18. Skráning er í síma 8996972. Reiðskólinn Þyrill í Víðidal heldur reiðnámskeið fyrir fötluð böm á veturna. Framkvæmda- stjóri hans er Bjarni Eiríkur Sigurðsson og auk hans vinna þar tveir starfsmenn. Við reiðskólann starfa vanir leiðbeinendur sem allir hafa farið á skyndihjálpamámskeið. Gott aðgengi er að allri aðstöðu reiðskólans og hafa fötluð börn af Reykjavíkursvæðinu sótt skólann á veturna. Þjálfun fatlaðra á hestum hefur staðið til boða við Reiðskólann Þyril í tjögur ár og hófst þjálfunin með samstarfi Öryrkjabandalagsins og reiðskól- ans árið 1998. Kennt er í reiðhöll Sigurbjörns Bárðarsonar og úti ef veður leyfir. Tveir starfsmenn eru á vegum reiðskólans og einn hjálparmaður fylgir hverjum nemanda. Hjálpar- maður nemandans þarf ekki að vera vanur hestum og em hestarnir allir ömggir og þægir. Reiðtygin fara eftir þörfum hvers og eins og hnakkar eru með eða án hand- fangs. Reiðskólinn útvegar öll reiðtygi og hjálma en nemendur geta einnig komið með eigin hesta á námskeiðið. Nemendur verða að vera vel klæddir og taka með sér gott nesti. Byrjendanámskeiðið miðast við nemendur sem ekki hafa neina reynslu eða þekkingu á hestum. Kennslan fer eftir getu og þroska Kóngur um stund nemendanna og er reynt að skapa traust á milli manns og hests. Kenndar eru jafnvægisæfingar og farið í útreiðartúra. Bjami Eiríkur segir að hann og starfsmenn hans séu að átta sig betur og betur á því hvemig hægt sé að gera námskeiðin betur úr garði fyrir fatlaða. Hann nefnir sérstaklega að starfsfólkið sem kemur með fatlaða fólkinu sé sérstaklega gott. Að þar sé valinn maður í hverju rúmi. Á síðustu vorönn sóttu 77 fatlaðir einstaklingar reiðnám- skeið. Sumir komu oft og aðrir sjaldan. Bjami Eiríkur segir að fleiri fatlaðir geti sótt reiðnám- skeiðin og nágrannasveitarfélögin séu farin að senda fatlaða á námskeið. Fatlaðir nemendur nýta ferðaþjónustu fatlaðra til að komast í Víðidalinn og heim aftur. Nemendur úr Safamýrarskóla hafa verið duglegir að koma á námskeið og þaðan hafa komið fleiri tugir nemenda. Björk Jónsdóttir aðstoðarskólastjóri Safamýrarskóla hefur mikla reynslu af Reiðskólanum Þyrli og hefur sent fjölda nemenda á reiðnámskeið. Hér fylgir umsögn nemenda um reiðskólann. K.Þ Umsögn Safamýrarskóla um Reiðskólann Þyril Fyrirkomulag námskeiðanna er þannig að hver bekkur (4 - 5 nemendur) fer 4 sinnum, 1 klst. í senn. Nemendum án setjafnvægis er boðið upp á tvær aðferðir og sú valin sem þeim líkar betur. Að vera lagðir á magann, berbakt, með höfuðið aftur á lend hrossins og fætuma niður með hálsi hestsins. Að tvímenna og þá í fangi full- orðins. Hinir með setjafnvægi sitja hestinn í hnakki og halda sér í faxið. Svo er teymt undir og gengið við hliðina á þeim sem minnsta spuming er um að geti dottið af baki. Það er skylda að hafa hjálm á höfði. Margir nemendur hafa náð ótrúlega fallegri ásetu. Það sem gerir það að vera á hestbaki svo hollt og gott felst í gangi (hreyfingum) hestsins sem hreyfir knapann. Hreyfingin sem knapi verður áskynja er þríþætt: 10 ? M

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.