Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Síða 14

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Síða 14
Heimir Viðarsson segir frá slysi sem hann lenti í og afleiðingum þess að virðist engu máli skipta hvað maður er, eða ætlar að skrifa um; alltaf er það þessi fjandans byrjun sem er erfíðust - fyrsta efnis- greinin. Hún verður að vera það grípandi, að athygli lesandans náist, svo sá haldi áfram að lesa næstu efnisgreinar, helzt allt til enda. Það er sennilega til lítils að troða inn einni athyglisgrípandi setningu eða efnisgrein ein- hvers staðar fyrir miðju, hvar enginn mun sjá hana; vegna þess að engum datt í hug að halda áfram að lesa, af því að byrjunin var svo óáhugaverð. -„Andaðu rólega, félagi, byrjaðu bara á byrjuninni". Það væri alls ekkert svo vitlaust - svo lengi sem maður hugsar ekki um of hvar þessi byrjun er, sem maður skal byrja á. Er hún kannski í raun og veru einhver formáli, sem kemur meginmálinu í sjálfu sér ekkert við eða jafnvel.. .uuuihh Hætti í læknanámi Það er nú lágmarks kurteisi að ég kynni mig - svona til að byrja með: Kæri lesandi, ég heiti Heimir Viðarsson. Kennitalan mín, vega- bréfið og fæðingarvottorðið eru öll sammála um að ég hóf göngu mína inn í ljórða áratuginn 8. desember síðastliðinn, tuttugu og einu ári eftir að Mark nokkur Chapman bankaði upp á hjá John Lennon og kynnti sig sem að- dáanda. Ég hef afar litla hugmynd um hvort einhver tengsl, yfir- náttúruleg eða önnur, eru á milli en ég fékk Double Fantasy í níu ára afmælisgjöf - fyrstu „alvöru“ plötuna mína. Daginn eftir, 9. desember, þegar fréttir af áður- nefndri heimsókn bárust um heimsbyggðina, seldist platan upp - og ég sat á stofugólfínu og hlustaði á Starting Over. Þremur vikum og ellefú árum síðar gerði ég nákvæmlega það - byrjaði upp á nýtt. Ekki svo að skilja að ég sæi villur míns vegar, iðraðist og gerði yfirbót að sjónvarpsprédikara sið. Aldeilis ekki. Haustið ’91 byrjaði ég í háskólanum; í læknisfræði - þó er eins og mig minni að læknir sem ævistarf hafi ekki verið neitt markmið sem slíkt. Ætli markmiðið með þessu lækna- deildarbrölti mínu hafi ekki meira verið... eitthvað annað, verið illskásti kosturinn. Ég veit ekki. En mér gekk alveg þrælvel og líkaði enn betur, þó svo fræðin sem þar voru kennd hafi mér þótt heldur sértæk; sú vitneskja að gastrúleisjónin hefjist með myndun primitíva striksins í epiblastinu á þriðju viku með- göngu opnar heldur fáar dyr - nema maður ætli sér að verða fósturfræðifyrirlesari. I læknisfræðinni var ég íjóra mánuði; fyrstu önnina. Eftir jólaprófin komst ég loksins að klifra - ég sé núna að ég hefði kannski átt að hafa það með í kynningarkaflanum; að ég hafði, og hef enn, rosalega gaman af að klifra. Aðallega í ís og snjó, ég hef alltaf verið hálfgerður auli í klettum. Að loknum jólaprófunum fór ég Grafarfoss, um 90 metra leið í Esju. Félagi minn, sem ég hafði klifrað með allan minn klifur- „feril“, var í námi í Noregi svo ég fór með strák sem ég þekkti sama og ekki neitt, og hann mig engu betur - sem klifrara. Við vorum hinir ágætustu vinir, bekkjar- félagar í tvö ár í MR auk þess sem stundatöflur okkar skárust anzi oft í háskólanum; hann var í tann- lækningum. Þegar læknanemar á fyrsta ári eru í eðlis- og sálarfræði, eru tannlæknanemar í formfræði tanna. Annað er sameiginlegt eða var það a.m.k. þá. Bein leið www.obi.is

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.