Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Qupperneq 18

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Qupperneq 18
Útivist að vinna hjá fyrirtæki í Skeifunni 3, pakka vörum og sendast fyrir þá. Ég vinn líka hjá Styrktarfélagi vangefinna. Þar hita ég kaffi handa starfsfólkinu, fer í póst, banka og fleira. Hver er nú lengsta sendiferðin sem þú hefur farið? Ég hef farið út á Reykjavíkurflugvöll með stóran pakka. Þegar ég fer í sendiferðir fer ég með ávísun eða peninga og tek nótu. Fólk hringir bara í mig og spyr hvort ég sé laus og ég mæti svo á staðinn og fer í sendiferðina. Stefán segist ekki fara í mjög langar sendiferðir. Rafmagnið dugi heldur stutt. Mér lék forvitni á að vita hvort hann væri alveg hættur að hjóla á venjulegu reiðhjóli. Ég á tvö hjól. Ég hef annað í vinnuna og nota hitt á sunnu- dögum. Það er þriggja gíra reiðhjól. Þá fer ég stundum út á Nes að hitta Unni og Palla en þau eru góðir vinir mínir. Unnur hjálpar mér með leiði móður minnar og ég fæ oft eitthvað gott með kaffínu hjá þeim. Þau eru mjög góðar manneskjur. Frægasti maðurinn í Reykjavík. Hvemig finnst þér að hjóla á hjólreiðastígunum sem lagðir hafa verið? - Mér finnst það ekki nógu gott. Það er svo mikið af flöskubrotum á göngustígunum að það er hættu- legt. Það er líka mikill sóðaskapur á götunum í Reykjavík. Fólk hendir sígarettustubbum út úr bílunum og það er allt útvaðandi í sóðaskap. Hjólarðu frekar á gangstéttum en á götunum? - Nei, ég hjóla á götunum. Ég reyni að halda mig úti í kantinum. Bílstjórar taka tillit til mín því að ég er frægasti maðurinn í borginni. Það hefur aðeins einu sinni verið keyrt á mig. Það var stelpa sem var að læra á bíl. Ég meiddi mig örlítið í fætinum. Ég fór upp á Borgar- spítala og hún borgaði allan skaðann. Ég var orðinn góður daginn eftir. Ég fór á Örkina með konunni og þar batnaði mér alveg. Já, hver er konan þín? - Hún heitir Aldís Agústsdóttir. Við búum á Kirkjusandi 1 í ágætri íbúð sem Hússjóður Öryrkja- bandalagsins á. Við höfum verið gift í 9 ár en vorum trúlofuð áður í mörg ár. Konan mín vinnur í Iðjubergi og er mjög dugleg. Við lifum hamingjusömu lífí. Það eru ýmsir sem hjálpa okkur. Ég á til dæmis mjög góða svilkonu sem heitir Asgerður Ingimarsdóttir. Hún hjálpar okkur heilmikið. Svo er mjög góð þjónusta hjá Styrktarfélagi vangefínna. Við fáum fólk til okkar sem aðstoðar okkur við heimilisstörfin. Það er greinilegt, Stefán að þú hefur meira en nóg að gera. - Já. Ég vaska upp á morgnana hjá styrktarfélaginu og sendist fyrir þá. Við Tómas Sturlaugsson unnum mikið saman og fórum í bíltúra saman. Ég sakna hans mikið. En nú er Þóra komin og hún er stórgóð. Ég hef þekkt hana lengi og manninn hennar. En svo vinn ég líka hjá Þroskahjálp, vaska upp og fer í sendiferðir fyrir Amheiði. við Friðrik vinnum líka saman, fömm í bíltúra og fleira. Ég er líka á námskeiðum á kvöldin. í vetur hef ég verið á tölvunámskeiði að læra alls konar leiki og að teikna myndir. Það er ótrúlega skemmtilegt. Fólk á að velja heiðarlega sendla Nú vilja vafalítið margir notfæra sér þjónustuna hjá þér. Hvert geta þeir hringt? - Það er mjög mikilvægt að fólk átti sig á því að það borgar sig að skipta við heiðarlegan sendil og mann sem kann að vinna. Ég er mjög heiðarlegur og fólk getur treyst því að ég geri það vel sem ég tek að mér. Sendiferðin kostar 1500 kr hjá mér og þá skiptir engu máli hvað hún er löng eða hvort ég þurfi að bíða í biðröð. Þetta er ódýr og góð þjónusta. Ég er með gemsanúmer 897-4952. Ég er stundum á fúndum og þá svarar símsvari og ég hringi síðan til baka. Stefán er núna á Nýju sendi- bílastöðinni og hefur númerið 201 A.H. Hlerað í hornum Eiginmaðurinn var ekki alltof hrifinn af sönglist eigin- konunnar og var því undrandi þegar vinur hans, mikill tónlistarunnandi, sagði eigin- konuna syngja eins og fugl. Hann spurði þann tónelska hvaða söngfugli hún líktist og hinn svaraði: „Hún syngur eins og gömul kráka”. Fimm íslendingar voru á ferð á Ítalíu og óku á Quadro bíl, þegar lögregluþjónn stöðvaði þá og sagði að þeir væru of margir í bílnum. íslendingarnir sögðust hafa vottorð upp á það að bíllinn væri fyrir fimm. Lögregluþjónninn sagði að sig varðaði ekkert um það, því quadro þýddi fjóra. Þá spurðu íslendingarnir að því hvort þeir gætu ekki fengið að tala við einhvern gáfaðri lögregluþjón, en þá svaraði lögreglu- þjónninn: „Hann er upptekinn, hann er að tala við tvo Þjóðverja sem eru á Uno”. 18 www.obi.is

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.