Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Blaðsíða 19
Utivist
r
Ur lokaritgerð Lindu Bjarkar Hallgrímsdóttur nema í
ferðamálafræði við Háskóla íslands
r
g heiti Linda Björk og
er nemi í Háskóla
r
Islands. Þessa dagana
er ég að vinna í lokaritgerðinni
minni í ferðamálafræði.
Astæða þess að ég er að skrifa í
blaðið er að ritgerðin mín fjall-
ar um aðgengi fatlaðra að
þjóðgörðum á ísiandi.
Þegar ég hugsa til baka þá er ég
ekki alveg viss um hvernig
hugmyndin að lokaverkefninu er
tilkomin og hvenær sú hugmynd
fæddist nákvæmlega. Það gæti
samt átt rætur sínar að rekja til
námskeiðs sem ég tók í Háskól-
anum en þar átti ég að gera litla
rannsókn sem fólst í því að taka
viðtöl við einstaklinga um
ákveðið málefni. Rannsókn mín
beindist að ferðahegðun einstak-
linga sem eru hreyfihamlaðir.
Einn viðmælandi minn tjáði mér
það að þegar hann færi til útlanda
þá væri það ekki til að skoða
náttúru heldur vildi hann ferðast
um á Islandi til þess að skoða og
njóta náttúrunnar. Upp frá því fór
ég að hugsa um hversu aðgengi-
leg náttúran er fyrir fatlaða.
Hversu mikla möguleika hafa
fatlaðir til þess að fara út í
náttúruna og njóta hennar.
Eftir að hafa borið þessa
hugmynd upp við
nokkra kennara mína
og fengið mjög
jákvæð viðbrögð þá
styrktist ég enn meira
í þeirri trú að halda
áfram með þessa
hugmynd. Þar með
fór ég að reyna að
afmarka verkefnið
mitt, um hvað ég ætti
að fjalla og fór ég þá
að hugsa um margar
af náttúruperlum
landsins eins og
Gullfoss og Geysi,
hálendið o.s.frv. Á
endanum leist mér
best á að taka þjóð-
garðana fyrir. Þjóð-
garðar eru náttúru-
vemdarsvæði í ríkis-
eign, en ætlaðir
almenningi til skoð-
unar, fræðslu og
útivistar.
Verndun
Aðgengi almennings
í náttúmvemdarlögunum kem-
ur fram að hægt sé að lýsa
landsvæði þjóðgarð ef það er
„sérstætt um landslag eða lífríki
eða á því hvíli söguleg helgi
þannig að ástæða sé til að
varðveita það með náttúmfari
sínu og leyfa almenningi aðgang
að því eftir tilteknum reglum.“ I
ritgerð minni verður mér líka
hugsað til vemdunarsjónarmiða
og hvort það fari saman að lýsa
svæði þjóðgarð til þess að vemda
og varðveita náttúmfar á svæð-
inu en á sama tíma tryggja sem
bestan aðgang almennings. En
hver er þessi „almenningur“?
Eru það einungis getumeiri
einstaklingar þjóðfélagsins sem
miðað er við eða er reynt að huga
að öllum hópum. Til þess að
reyna að svara þessum spum-
ingum talaði ég við þjóðgarðs-
verði í Skaftafelli, Jökulsár-
gljúfmm og Snæfellsjökli.
Dæmi frá þjóðgarðinum
Snæfellsjökli
Ég valdi að taka þjóðgarðinn
Snæfellsjökul fyrir í ritgerðinni
því að það hefði verið of
viðamikið að taka fyrir alla þrjá
þjóðgarðana. Raunar eru þeir
fjórir ef Þingvellir em taldir með,
en þeir voru friðlýstir með
sérlögum.
Ástæðan fyrir vali mínu er að
þjóðgarðurinn er nýstofnaður
(28. júní 2001) og því er ekki
komin mikil uppbygging á
svæðinu enn. Þjóðgarðarnir í
tímarit öryrkjabandalagsins
9