Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Qupperneq 20

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Qupperneq 20
Útivist Jökulsárgljúfrum og Skaftafelli eru eldri og meira skipulag er komið. Einnig er þess að gæta að á þeim tíma sem þjóðgarðamir í Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum voru stofnaðir voru ferli- og aðgengismál fatlaðra ekki jafn langt á veg komin og nú. Ein vettvangsferð hefur þegar verið farin í þjóðgarðinn en í sumar verður gerð nákvæmari úttekt á þjóðgarðinum. Við þessa fyrstu yfírferð yfir þjóðgarðinn kom samt sem áður ýmislegt í ljós sem ég vil kanna nánar. Við Djúpalónssand eru fyrirhugaðar framkvæmdir á vegum Ferða- málaráðs íslands. Stefint er að gera göngustíg upp á hæðina ofan við bílastæðið (sjá mynd 1). Þar á að vera útsýnisstaður yfir sandinn og ströndina. Taldi starfshópur sem var að vinna að undirbúningi að stofnun þjóð- garðsins að þarna væri hægt að leggja stíg sem fólk í hjólastólum gæti komist um og haft gott útsýni yfír. Einnig á að setja upp salemisaðstöðu þarna og þá líka fyrir fatlaða. Á Skálasnaga er viti og þaðan Skálasnagaviti Hjá bílastæðinu við Djúpalónssand. Hæðin þar sem stefnt er að því að gera göngustíg upp á og hafa útsýnispall/stað vtir sandinn og ströndina. er mjög gott að skoða fugla þar sem mikið er af þeim í björg- unum. Eins og sést á mynd 2 þá er þama tiltölulega slétt landslag, mikið af hrauni en þó ekki úfið hraun. Þarna ætti að vera hægt að gera aðgengilegan stíg fyrir fatlaða og jafnvel malbikaðan, því að hann mundi falla ágætlega inn í umhverfíð. Hef ég einungis tekið tvö dæmi úr þjóðgarðinum þar sem þetta lítur svona út við fyrstu sýn og ekki er hægt að fara nánar út í þetta í þessari grein. Stefna og aðgerðir I ritgerðinni skoða ég einnig stefnu og aðgerðir stjómvalda til þess að tryggja aðgengi fatlaðra að náttúmnni. Enn sem komið er hef ég ekki fundið margt sem bendir til þess að til sé mótuð stefna í þeim málum á Islandi. Til eru lög um málefni fatlaðra síðan 1992 og markmið þeirra er eins og stendur orðrétt „að tryggja fötluðum jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna og skapa þeim skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi.“ Eðlilegt líf í manngerðu umhverfi því að í grófum dráttum er minnst á búsetu, þjónustu og atvinnumál en ekkert fjallað um náttúm, útivist eða ferðalög. I skipulags- og byggingarlögum frá 1997 er fjallað um aðgengi fatlaðra að byggingum og öðrum mann- virkjum. Hins vegar er í Banda- ríkjunum stofnun sem heitir National Center on Accessibility sem hefur gegnt miklu hlutverki í að vekja athygli á aðgengi fatlaðra í görðum (þjóðgörðum), ýmiss konar afþreyingu og aðgengi að ferðaþjónustu. Stofn- unin hefur gengist fyrir rann- sóknum á m.a. þjóðgörðum, þjálfað starfsfólk og veitt tæknilega aðstoð fyrir skipu- leggjendur þjóðgarða, ferða- þjónustuaðila o.s.frv. Hægt er að skoða heimasíðu þeirra á netfanginu: http://www.indiana.edu/~nca Lokaorð Mikill meirihluti landsmanna býr nú í þéttbýli. Fólk vill geta notið náttúru landsins. Er það ekki síður mikilvægt fyrir fatlaða sem ófatlaða að stunda náttúm- skoðun og náttúmferðamennsku. En hvemig er hægt að tryggja aðgengi fatlaðra að náttúru landsins? Landslag er fjölbreytt og erfitt að tryggja að allir komist alls staðar um. Það fer eftir aðstæðum hvað hægt er að gera. Þjóðgarðar eru til að uppfylla þarfir fólks til útivistar og við skipulagningu þeirra gefst tækifæri til að taka aðgengismál fatlaðra föstum tökum. Linda Björk Hallgrímsdóttir

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.