Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Side 24

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Side 24
Æviágrip dómurinn var og einnig að heilinn hafði skaddast. I Reykjavík naut Olafur aðstoð- ar hjónanna Guðrúnar Lýðs- dóttur, föðursystur okkar, og Magnúsar Eggertssonar lögreglu- varðstjóra en þau reyndust honum ætíð hin traustasta stoð. Ólafúr kom heim sumarið 1947 og hafði fengið talsverðan bata, gat til dæmis gengið um og unnið ýmiss störf. Hann hafði þó ekki gott vald á hreyfmgum hægri handar og sama máli gegndi um hægri fót sem einnig hafði rýmað nokkuð. Árið 1949 tók að bera á flogaköstum hjá Ólafí. Stóðu þau yfír fram á 7. áratuginn en þá fékk hann loks meðul sem héldu köstunum niðri. Ólafur var kappsamur maður og fékk stundum köst þegar hlutirnir gengu ekki eins og hann vildi í leik og starfi. I fyrstu vissi heimilisfólkið í Fremri-Gufudal ekki hvemig átti að bregðast við köstunum en upplýsingar úr bókinni Hjálp í viðlögum bætti þar um. Sama var uppi á teningnum ef Ólafur fékk köst af bæ og kom þá óttinn við hið óþekkta berlega í ljós. Stundum fékk Ólafur að heyra að flogaveikir ættu að vinna sem minnst. Hann mótmælti því harðlega en játaði þó að þeir yrðu að gjalda varhug við ýmsu til dæmis langvarandi einbeitingu. Ólafur var ætíð skeleggur talsmaður þess að öryrkjar ættu að vinna eins mikið og þeir gætu. Hann taldi sig hafa sljóvgast verulega af sjúkrahúsvistinni og tapað minni. Kvaðst hafa dregið sig nokkuð inn í skel sína af þeim sökum í hálfan áratug eða svo. Einkenni af þessu tagi munu oft fylgja langvarandi legu á sjúkrahúsum og svæfíngum. Vorið 1953 fluttist fjölskyldan að Hrafnadal við Hrútafjörð og árið eftir að Fjarðarhomi í sömu sveit. Sú jörð var að hans mati góð bújörð. Hann vann bústörfin eftir bestu getu og eignaðist nokkrar kindur. Þeim fjölgaði ár frá ári og voru orðnar 12 um miðbik 6. áratugsins. Ólafúr hélt sérstaka ljárbók yfir bústofn sinn og bar sig að eins og bændur yfírleitt enda stóð hugur hans allur til bústarfa. Honum þótti þó sýnt árið 1956 að sá draumur mundi ekki rætast og hugleiddi þá að læra einhverja iðn. Næsta ár hélt Ólafur til Hermann Jónasson var einn þeirra stjórnmálamanna sem Ólafur Gísli hafði mikið álit á. Myndin er tekin við minnisvarða um Hermann við Skeljavík sunnan Hólmavíkur árið 1996 Reykjavíkur til að kanna mögu- leika á iðnnámi og leitaði af þeim sökum til Kristins Bjömssonar sálfræðings sem átti eftir að reynast honum hjálparhella. Kristinn kom Ólafi að hjá Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg og skyldi reynt hvort bókband hentaði honum. Svo reyndist ekki vera og var bágri stjóm á hreyf- ingum hægri handar um að kenna. Ólafur hvarf þá heim að Fjarðarhorni og dvaldist þar sumarið 1957 en hélt um haustið aftur í atvinnuleit til Reykjavíkur. Hann fékk vinnu við tiltektir í Gutenberg þar til heppilegra starf fengist og var hann ætíð mjög þakklátur fyrir þá fyrirgreiðslu. Leitin að nýju starfi bar árangur nokkru síðar en þá útvegaði Kristinn Björnsson Ólafi starf á Kópavogshæli við ræstingar. Þetta leysti vanda Ólafs um sinn. Á Kópavogshælinu fékk hann bæði fæði og húsnæði. Tók sömu laun og ræstingakonur og taldi það vera mjög sanngjamt. Ólafi féll vinnustaðurinn vel og bar þeim Bimi Gestssyni forstöðu- manni og Ragnhildi Ingibergs- dóttur lækni, konu hans, ætíð vel söguna. Ólafur vann á fímmta ár á Kópavogshælinu en fór þá að hafa af einhverjum ástæðum áhyggjur af að ílendast endanlega á hælinu. Hann bað þá Ragnhildi að útvega sér aðra vinnu og varð hún við þeirri bón. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund varð fyrir valinu og þar vann Ólafur næstu íjögur árin eða því sem næst og við sömu kjör og á Kópa- vogshæli. Starfslok á Gmnd bar skjótt að. Að sögn Ólafs varð honum það á að missa niður úr næturgagni á gólfið og brást hjúkrunarkona, sem nýlega hafði fengið forræði á deildinni, við

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.