Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Page 26

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Page 26
Æviágrip og báru auk þess nokkra vexti. Þetta gafst vel í verðbólgubáli áttunda og níunda áratugsins. Verðbréfakaupum hætti Ólafur að mestu um 1990. Þá voru bankar farnir að bjóða marg- vísleg vaxtakjör og fylgdist hann vel með slíku og valdi þann kost sem hagkvæmastur var. Vestur- bæjarútibú Búnaðarbankans var viðskiptabanki hans um árabil. Síðustu æviárin lagði hann leið sína þangað svo til daglega þó ekki væri til annars en að fá sér kaffisopa. Þar lenti hann í óvæntri uppákomu, nefnilega alvöru bankaráni. Eftir þann atburð buðu forráðamenn bank- ans honum upp á áfallahjálp. Hann þáði hana að vísu ekki, taldi sig ekki þurfa á slíku að halda. Ólafur hélt sig mest heima á Framnesvegi síðustu æviárin. Hann fékk slæmt lungnabólgu- kast í septembermánuði 2001 og kom Sigurbjörg systir hans, sem einkum hafði haft auga með Ólafí, honum þá á Landspítalann í Fossvogi. Þar leið honum eftir aðstæðum vel en ætlaði sér aftur heim. Hann gat þess oft að starfsfólkið væri sér afskaplega gott og væri alltaf að hæla sér. Best þótti honum þó að vera þar í umsjá Ugga Agnarssonar læknis en það var maður að hans skapi. Hann náði sér af lungnabólgunni en upp úr áramótum var sýnt að mótstöðuaflið var þverrandi. Ólafur andaðist í Landspítalanum í Fossvogi 15. janúar 2002 og var jarðsunginn frá Fossvogskirkju tíu dögum síðar. Ólafur var vinnufús maður, fljótur til og kappsamur. Vinnan hefur líklega verið hans helsta áhugamál. Hann hafði einnig mikinn áhuga á þjóðmálum og lét skoðanir sínar á þeim óspart í ljós. Fylgdi fyrst Framsóknar- flokknum en gekk til liðs við Alþýðubandalagið á sjöunda áratugnum og fylgdi því að mestu samfellt þar til sá flokkur var lagður niður. Síðustu árin mun Ólafúr hafa fylgt Vinstri grænum að málum. Hann var hrifnastur af þeim stjórnmála- mönnum sem fastast kváðu að orði. Ólafur las mikið, einkum ævisögur stjómmálamanna hvar í flokki sem þeir stóðu. Hann var sparsamur að eðlisfari og ekki mun hafa dregið úr honum sá einlægi vilji að verða alltaf fjárhagslega sjálfstæður. Ólafur var maður viljafastur og kom það í ljós í viðureign hans við þyngdina. Ólafur hafði art til að fítna. Undir slíkum kringum- stæðum var öll neysla skorin niður um helming eða meir og ekki aukin aftur fyrr en settu takmarki var náð. „Það má reyna”. Móðir okkar sagði mér að þetta hefði verið viðkvæði Ólafs ef við bræður relluðum í henni um rúsínur, sveskjur eða eitthvert góðgæti og hún ekki viljað eða getað uppfyllt þá ósk . Ólafur lét sig aldrei fyrr en í fulla hnefana. Þessi eiginl- eiki hefur vafalaust komið honum að góðum notum í hretviðrum lífsins. Það færði honum oft ærin vonbrigði og hann valdi svo sem ekki auð- veldustu leiðina. Fötlunin var hans einkamál. Með henni varð að lifa og vildi hann sem minnst um hana ræða. Lýður Björnsson VOR Hinn langi vetur er liðinn og lóan er komin í móinn. Það er létt yfir lífínu aftur og við losnum alveg við snjóinn. Við gleðjumst og gleymum alveg sem grömdumst yfir í vetur og munum aðeins það eina að allt fer að ganga betur. Við vöknum við það að vorið í varpanum situr og bíður og segir: Sittu ekki inni. Sérðu hvað dagurinn liður. Ætlarðu ei úti að ganga? Ætlarðu bara að sofa? Veistu ekki að veröldin okkar er vöknuð og byrjuð að lofa - að allt muni breytast og batna og brumin á trjánum vakna. Þá engin fýllast af ilmi og ei verður neins að sakna. Við skulum vorinu hlýða, við skulum koma og ganga og njóta þess yls sem okkur umvefur dagana langa. Asgerður Ingimarsdóttir 26

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.