Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Blaðsíða 30
Viðtal
farið að þora að bjóða mér aðstoð
ef ég þarf að komast yfir götu
eða er að lenda í vandræðum.
Fólk er yfirleitt mjög almenni-
legt en það kunna auðvitað ekki
allir að leiða blinda. Fólk býður
sjaldnast arminn, það vill heldur
taka í handlegginn og toga mann
áfram“.
Hér áður fyrr kom það iðulega
fyrir að engin girðing var sett
fyrir ef grafinn var skurður í
gangstétt eða götu og oft kom
það fyrir að hún datt ofan í skurð.
En sem betur fer hefur hún aldrei
slasað sig alvarlega. Nú er farið
að girða af skurði ef verið er að
laga götur eða gangstéttar. Það er
bót fyrir alla gangandi veg-
farendur.
Þurfti að sækja
endurhæfingu til Bretlands
Ásrún fór 1981 til Torquay í
Bretlandi í þriggja mánaða
endurhæfingu og lærði að nota
hvíta stafinn. „Það var enga
endurhæfingu að fá hér á landi
og á þessum ámm þurfti maður
að sækja alla endurhæfingu til
útlanda. Ég lærði að nota hvíta
stafinn svo að ég yrði meira
sjálfbjarga. En ég var vel sett því
að ég hafði unnið sjálf öll mín
daglegu störf og hef aldrei hætt
því. Ég fékk samt ekki næga
kennslu með hvíta stafinn og fór
í stutta endurhæfingu hér heima.
Ég veit að hæfingarmálin em
komin í betra horf hér á Islandi“.
Ásrún hefur farið á námskeið í
handavinnu og matreiðslu á
vegum Blindrafélagsins og Sjón-
stöðvar íslands og ætlar seinna
að læra smíðar. Hún hefur
mikinn áhuga á heimspeki og
hefur sótt mörg námskeið í
Háskóla íslands og hjá Endur-
menntunarstofnun.
Stundar sund og fer á fjöll
Ásrún á góða vinkonu sem fer
með henni í matvömbúð einu
sinni í viku. Þær fara einnig
saman í sund og gönguferðir
með hundana. „Ég er afskaplega
heppin manneskja og á góða að.
Ég á kannski ekki marga vini en
þeir em góðir. Ég á líka marga
kunningja. Dóttir mín hjálpar
mér mikið og fer stundum með
mér í sérverslanir.
Ásrún leggur stund á líkams-
rækt og inni í stofu hjá henni er
þrekhjól sem hún notar mikið.
Hún er einnig mikið náttúmbarn
og nýtir hvert tækifæri til að
komast út úr bænum. Ásrúnu
finnst gaman að ganga á fjöll og
finna ilminn af náttúmnni. Hún
nýtur þess að hlusta á fuglasöng.
Blindan var feimnismál
Ásrún vildi í fýrstu ekki tala
við nokkurn mann um
sjónmissinn því að hún óttaðist
fordóma. „Ég vildi ekki að
nokkur vissi þetta. Þetta er það
sem blindir ganga í gegnum.
Fólk reynir að leyna sjón-
skerðingunni alltof lengi. Ungt
fólk er kannski skynsamara nú á
dögum og segir frá þessu strax.
Ég sagði til dæmis foreldrum
mínum ekki frá þessu fyrr en ég
hafði lokið við hjúkmnina. Ég
talaði ekki um þetta við nokkurn
mann. Ég var svo hrædd um að
mér yrði vantreyst. Þetta er mjög
heimskulegt. Fólk á bara að vera
sem eðlilegast. Mér finnst ég
stundum ekki vera fötluð og
gleymi oft stafnum mínum þegar
ég fer út. Ég er auðvitað ekki
með þetta neglt stöðugt inn í
höfuðið á mér“. Ásrún les mjög
mikið þ.e. hlustar á hljóðbækur.
Hún segist ekki enn vera farin að
lesa sjálfsævisögur en les flest
annað. Hún hlustar mikið á
tónlist en segist ekki ná alveg
rappinu og þungarokkinu. „Mér
þykir gaman að dansa og fer
stundum á skemmtanir hjá
Blindrafélaginu.“ Ásrúnu finnst
ekki gaman að fara niður í
miðbæ á krá en fer oft í leikhús.
Ásrún segir að eftir sjón-
missinn skynji hún lífið á annan
hátt en áður og njóti þess til fulls.
„Maður verður að nota dóm-
greind og innsæi. Það er ekki það
versta að missa sjónina. Stundum
er gaman að sjá ekki neitt. Ég nýt
núna lífsins á annan hátt en áður
og geri mér grein fyrir að það er
enginn hlutur sjálfsagður. Ég get
ekki útskýrt það frekar“.
Að lokum vitnar hún í orð
Antoine de Saint-Exupéry
„Maðurinn finnur með hjartanu
það sem mikilvægt er, ósýnilegt
augunum “
K.Þ.
Hlerað í hornum
Maður einn rogaðist inn til
úrsmiðsins með heljarmikla
Borgundarhólmsklukku og
úrsmiðurinn spurði: „Gengur
hún ekki?“ „Nei, þess vegna
þarf ég nú að halda á henni”.
Forstjóri heimilisföðurins var í
heimsókn og sat inni í stofu
þegar Nonni litli kom inn og
gekk til hans og sagði föðurn-
um til mikillar skelfingar:
„Pabbi segir að þú vitir ekkert
í þinn haus. Er það nokkuð
satt?”
Tvær vinkonur voru að tala
saman og þá sagði önnur: „Ég
vissi ekki hvað hamingja var
fyrr en ég giftist honum Kalla,
en þá var það bara of seint”
30
www.obi.is