Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Page 32

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Page 32
NNDR ráðstefna þroskahefts fólks á íslandi sem er fætt fyrir 1950. í sögunum lýsir hún meðal annars reynslu þess af því að flytja af stofnun út í sam- félagið og endurspegla sögur fólksins þannig þær miklu og merkilegu breytingar sem urðu í málefnum fatlaðra á síðari hluta síðustu aldar. Þá voru kynntar rannsóknir um hvaða þættir það eru sem helst hafa áhrif á atvinnu- þátttöku fatlaðra; hvemig ný þekk- ingar- og samskiptatækni nýtist fólki með mis- munandi fötlun; hvernig stuðning þroskaheft ung- menni fá í skóla- kerfinu og hvaða áhrif félagslegar umbætur hafa haft á blandað skólastarf; og í rannsóknum um þjónustu var sjónarhorn notenda sjálfra á þann stuðning sem þeir fá áberandi. Ein af fáum fötl- uðum fræðimönn- um á ráðstefnunni var finnski doktorsneminn Marjo- Riitta Katriina Reinikinen. Erindi hennar bar heitið “Orðræða sem ýtir undir útskúfun fatlaðra” og var flutt í málstofu um fötlun og kynferði. Ástæða þess að ég vel að segja frá erindi hennar er fyrst og fremst sú að Marjo-Riitta aðhyllist félagslega líkanið um fötlun. Félagslega líkanið um fötlun leggur áherslu á ytri orsakir sem hindra þátttöku fatlaðra í samfélaginu og það felur í sér róttæka endurskilgreiningu á hugtakinu fötlun. Áhersla þess er á að mannlegri virkni sé stjómað af félags- og efnahagslegum öflum sem stýrast af hagsmunum ráðandi hópa. Fötlun er skilgreind sem ákveðið form kúgunar og hugtakið fötlun stendur fyrir félagslegar hindranir í samfélagi sem aðgreinir þegna sína og mismunar þeim. Lykilspurningin er hvort samfélagið þjóni þörfum allra þegna sinna jafnt, óháð líkamlegu eða andlegu atgervi. 1 þeim tilvikum sem samfélagið gerir það ekki leiðir það til fötlunar einstaklings með skerta getu. Til að bæta stöðu fatlaðs fólks þarf að leita lausna í samfélagslegum breytingum. Samkvæmt þessu líkani er fötlun því ekki afleiðing af skertri getu heldur þess að samfélagið afnemur hvorki né tjarlægir þær hindranir sem fólk með mismunandi hamlanir hvort sem þær eru líkamlegar, skynlegar eða vegna langtíma veikinda verður fyrir. Marjo-Riitta segist nota þetta líkan sem ramma fyrir hugsun sína vegna þess að það gefur henni frelsi til að umsnúa algengum skýringum og hugmyndum um orsakir og afleiðingar fötlunar með því að beina athyglinni frá skerðingunni sjálfri og að félags- legum aðstæðum, aðbúnaði og starfi. Rannsókn Marjo-Riittu beindist að því að skoða hvemig fötlun og fólk sem er fatlað birtist í orðræðu samfélagsins. Til að skoða orð- ræðuna fékk Marjo-Ritta 45 ófatlaða einstaklinga til að skrifa stuttar lífssögur um fatlaðan einstakling. Þátttakendur voru annarsvegar háskólanemar í fram- haldsnámi á sviði félagsvísinda og hinsvegar starfandi fagfólk á sviði félagsþjónustu og heilsugæslu. Fólkið sem tók þátt í rannsókninni var á aldrinum 19 til 57 ára og var kvenfólk í miklum meirihluta eða 39 á móti 6 körlum. Marjo-Riitta bendir á að þrátt fýrir að þátttakendur séu vel menntaðir sé fötlun ekki hluti af námsskrá félags- vísindadeilda í finnskum háskól- um. Því telur hún líklegt að þekking þeirra á fötlun sé undir áhrifum al- mennrar umræðu um fötlun. Þátttakendum var skipt í tvo hópa og var öðrum hópnum fengin ljósmynd af konu í handsnúnum hjólastól en hinum hópnum ljósmynd af manni í rafmagnshjólastól. Ástæða þess að maðurinn var í rafmagns- hjólastól en ekki konan var sú að fötlun hans átti að vera meiri en hennar. Markmið Marjo-Rittu var að gera fötlunina sýnilega en gefa eins litlar upplýsingar og hægt var að öðrum kosti. Þátttakendur fengu síðan 25 mínútur til að skrifa stutta sögu um einstak- linginn á myndinni þar sem fram kæmi nafn, aldur, hjúskaparstaða, og félagsleg tengsl, starf, áhugamál, framtíðaráætlanir og mestu gleði- og sorgarstundir lífs- ins. Stjórn samtaka norrænna fræðimanna á sviði fötlunarrannsókna 32

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.