Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Side 33
NNDR ráðstefna
ORSÖK FÖTLUNAR
Þrátt fyrir að þátttakendur væru
ekki beðnir um að tilgreina orsök
fötlunar gerðu það flestir. Þegar
Marjo yfirfór sögumar kom í ljós
að flestar sögupersónanna fæddust
ófatlaðar en urðu fatlaðar í kjölfar
slyss eða veikinda. Algengast var
að þátttakendur nefndu umferðar-
slys, slys vegna íþrótta og köfunar
og síðan fötlun sem afleiðing
sjúkdóma samanber MS, vöðva-
rýrnun og lömunarveiki.
KYNFERÐI OG FÖTLUN
Þrátt fyrir að karlinn á ljósmynd-
inni ætti að vera meira fatlaður en
konan var fötlun karla ekki gerð
eins dramatísk og fötlun kvenna.
Karlamir í sögunum komust af
með utanaðkomandi stuðningi og
vitsmunalegri getu sinni á meðan
konurnar vom látnar einar um að
takast á við vandann. Þá er
athyglisvert að helmingi fleiri
karlar en konur áttu börn. I
sögunum um fötluðu karlana urðu
þeir oft feður eftir að þeir fötluðust
og fötlunin var ekki séð sem
hindmn fyrir þá í foreldrahlut-
verkinu. í þeim tilvikum sem
karlamir vom hafðir bamlausir var
skýringin sú að þeir voru giftir eða
bjuggu með fatlaðri konu. Fötluðu
konumar voru hins vegar með
fáum undantekningum ógiftar,
bamlausar og bjuggu einar. I þeim
tilvikum sem konurnar áttu böm
höfðu þau fæðst áður en konumar
fötluðust og vom því orðin vel
sjálfbjarga.
VANDAMÁL
EINSTAKLINGSINS
I nær öllum sögunum var
fötlunin séð sem persónulegt
vandamál þess fatlaða og áhersla
lögð á mikilvægi þess fyrir fatlaða
einstaklinga að horfast í augu við
vandann, aðlagast og þróa rétt
viðhorf.
Þannig sáu þátttakendur vand-
ann liggja í hjólastólnum en ekki
umhverfínu eða neikvæðum við-
horfum annarra. Þetta segir Marjo-
Ritta sýna glögglega ólíkan
skilning fatlaðra og ófatlaðra á
sama hlutnum. Frá sjónarhorni
fatlaðra sé hjólastóllinn tákn um
frelsi þar sem hann kemur í stað
þess að geta gengið. Ut frá þessu
sjónarhorni stafa vandamál af
aðgengi sköpuð af umhverfínu en
ekki hjólastólnum.
ALLT ER FÖTLUÐUM
FÆRT
Fæstar sögurnar viðurkenndu
þörf fatlaðs fólks fyrir stuðning til
að stjóma daglegu lífi. Þess í stað
var rík áhersla lögð á að allt væri
fötluðu fólki fært en það ylti á því
sjálfu, viðhorfum þess og atorku.
Þetta átti sérstaklega við um
fötluðu konurnar en allar hindranir
ultu á viljastyrk þeirra, með því að
breyta viðhorfí sínu, forgangsröð
og gildum og auðvitað með því að
sætta sig við fötlunina. Helsta
hindrun fötluðu kvennanna var því
hugarástand þeirra.
Greining Marjo-Riittu sýnir
hvernig fötluðu fólki og þá
sérstaklega konum er haldið utan
við það sem er álitið eðlilegt í
samfélaginu og hvernig þessi
útskúfun er skýrð sem eðlileg
afleiðing af því að fatlast. Sam-
kvæmt þesu geta fatlaðir því gert
hvað sem þeir vilja án þess að tillit
sé tekið til félagslegra og efna-
hagslegra þátta, líkamlegra
kringumstæðna, hjálpartækja og
stuðnings. Þessi rök hníga að því
að það er engin þörf á að kreijast
neinna breytinga frá samfélaginu
eða ófötluðu fólki því allar hindr-
anir geta horfið sé viljinn til
staðar. Marjo-Riitta bendir á
mikilvægi þess að þeir sem skrif-
uðu þessar sögur em allir annað
hvort starfandi fagfólk eða tilvon-
andi fagfólk í félags- og heil-
brigðisstörfum og hafí því eða
komi til með að hafa beint eða
óbeint vald í málum sem varða
fatlaða.
Næsta NNDR ráðstefna verður
haldin á íslandi í ágúst 2002.
Yfirskrift ráðstefnunnar er fötl-
unarrannsóknir, kenningar og
starf. Aðal gestafyrirlesarar koma
frá Bretlandi og Norðurlöndum.
Breska fræðafólkið Tom
Shakespeare, Colin Barnes og
Carol Thomas em mörgum kunn
fyrir baráttu sína í þágu fatlaðra en
þau eru öll fötluð. Frá Noregi
koma norsk-íslenska fræðikonan
Kristjana Kristjansen og norski
fræðimaðurinn Jan Tössebro og
frá Svíþjóð kemur fræðimaðurinn
Marten Söder. Sérstök áhersla var
lögð á að fá breskt fræðafólk
hingað til lands en undanfarna ára-
tugi hefur Bretland verið þekkt
fyrir mikla grósku í fötlunarrann-
sóknum og líflegt fræðastarf. Á
ráðstefnunni verður lögð áhersla á
að skoða það sem er sameiginlegt
og ólíkt á milli Bretlands og
Norðurlandanna í því hvaða skiln-
ing við leggjum í fötlun, þróun
kenninga og rannsóknir. Ráð-
stefnan mun fara fram á ensku og
er opin öllum þeim sem áhuga
hafa. Þeir sem vilja kynna sér efni
ráðstefnunnar frekar er bent á
heimasíðu ráðstefnunnar
www.nndr.dk/iceland2002.
Hanna Björg Sigurjónsdóttir er
doktorsnemi við háskólann í
Sheffíeld og stundakennari við
Háskóla íslands.
Islensku þátttakendurnir voru
Rannveig Traustadóttir, Dóra
Bjarnason, Guðrún Stefánsdóttir.
Elsa Sigríður Jónsdóttir og Hanna
Björg Sigurjónsdóttir.
tímarit öryrkjabandalagsins
33